Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 18

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 18
Grasmaur vinnur tjón á túnum á Noröurlandi Sigurgeir Hreinsson, bóndi á Hríshóli í Saurbœjarhreppi í Eyjafirði skoðar maurétið grasstrá af túninu á Hríshóli. Grasmaur, stundum nefndur roðamaur, hefur í sumar unnið tjón á túnum á Norðurlandi, eink- um hefur hann herjað í sumum sveitum Eyjafjarðar og Suður- Þingeyjarsýslu. Grasmaurinn skemmir gras með því að skafa ystu frumulög blaðanna með munnlimum sínum og þar með bæði grænukornin og frumusaf- ann. Við það verða blöðin gráleit, drúpa meira en heilbrigð grös og visna í oddinn. Grösin deyja sjaid- an, en gefa mun minni uppskeru, jafnvel allt niður í fjórðung af uppskeru heilbrigðra grasa. I grein eftir Bjarna Guðleifsson og Sigurgeir Ólafsson um gras- maur í 9. tbl. Freys sl. stinga þeir m.a. upp á heitinu „mítill" yfir áttfætlumaura. Átgeta búfjár. Frh. af stðustu síðu. (nautgripir) og 2,6 (sauðfé) J/m/ kg þunga á fæti, vegna umferðar á sléttlendi og að um rúmlega tí- falda aukningu sé að ræða sé gengið upp í móti. Þannig má reikna með 15—16% aukningu orkuþarfa hjá 400 kg nautgrip (50 kg á) sem fer um 3 km vegalengd daglega þar sem hæðarmunur eykst um 200 m. Bandarískir staðlar (NRC 1978) gera ráð fyrri að orkuþarfir mjólkurkúa aukist um 3% fyrir hvern km á sléttlendi eða um 10% á mjög góðri beit, en fari upp í 20% þar sem beit er lélegri. Hjá sauðfé sem beitt er á úthaga reikna þeir (NRC 1985) nteð að viðhaldsþarfir aukist um 60—70% við beitina. Frakkar (Tissier o. fl. 1978) gera aftur á móti ráð fyrir 50% meðalaukningu að jafnaði vegna beitar sauðfjár. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu hér á landi, en fram að þessu hafa verið notaðar norskar tölur um fóðurþarfir sauðfjár (Knut Breirem 1947, 1980) sem miðaðar eru við inni- fóðrun og ekki tekið tillit til aukningar viðhaldsþarfa vegna beitar (Gunnar Ólafsson 1980). í ljósi þessa er í 1. töflu gefin lausleg áætlun um aukningu við- haldsþarfar vegna beitar við ýmis skilyrði. Aætlunin er byggð á ofan- greindum upplýsingum (ARC 1980; NRC 1978, 1985), yfirlits- greinum (P.O. Osuji 1974; A.J.F. Webster 1979; J.L. Corbett 1980, 1981) , greinum um útreikninga á orkunýtingu (Vaughn S. Logan and Wallace J. Pigden 1969; R.D. Baker 1982) og einstökum til- raunaniðurstöðum (L.R. Wallace 1956; J.L. Clapperton 1964; N. McC. Graham 1964; B.A. Young and J.L. Corbett 1972). Pað má því gera ráð fyrir að minnsta kosti 50% aukningu í viðhaldsþörfum sauðfjár hér á landi vegna beitar t. d. við útreikning á beitarþoli úthaga út frá gróðurkortum. Fyrir mjólkurkýr má reikna með að þessi aukning sé ekki nema 10— 20% enda er þeim yfirleitt beitt á tún eða góðan úthaga nálægt fjósi. Þakkarorð Ég vil þakka Kristbjörgu Eyvinds- dóttur fyrir tölvuritun, Tryggva Gunnarssyni fyrir gerð mynda og Berglindi Hilmarsdóttur fyrir yfir- lestur greinarinnar. 586 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.