Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 22

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 22
Rimlahlið er lausnin Friðrik Tryggvason á Grundarfirði framleiðir nýja gerð ristarhliða. Hver kannast ekki við þann leiða vanda sem hlið til sveita geta valdið, hvort sem þau eru opin eða lokuð. Flestir semfarið hafa um þessi hlið þekkja þá armœðu og skapraun sem hlýst afþví að þurfa að stoppa við lokað hlið í hvaða veðri sem er, fara út, opna, aka í gegn og loka á eftir sér. Friðrik Tryggvason. Öll þessi fyrirhöfn verður þess oft valdandi að ökumenn láta sér nægja að opna hliðið en hirða ekki um að loka á eftir sér og túnið fyllist af fénaði eða hann sleppur út. Til þess að leysa þennan vanda hafa bændur í áranna rás, hver fyrir sig og oftast með ærnum tilkostnaði sett niður rammgerð rúllu- eða rimlahlið, en nú hillir undir bjartari tíma í þessum efn- um. Ungur bifreiðasmiður, Friðrik Tryggvason sem rekur fyrirtæki sitt, Bifreiðaréttingar og sprautun, í Grundarfirði á Snæ- fellsnesi, hefur nú um tveggja ára skeið framleitt rimlahlið sem hann hannaði sjálfur. Friðrik sagðist hafa fundið að þörfin fyrir slík hlið væri afar mikil. Flann hefði því tekið sig til og hannað og smíðað fyrsta hliðið fyrir föður sinn, Tryggva Gunn- arsson bónda á Brimilsvöllum í Fróðárhreppi. Við þessa smíði hefði hann leitað ráðgjafar hjá Elís Guðjónssyni verkstjóra í Grundarfirði en Elís hefði um ára- bil fylgst með og annast viðhald í ristarhliðum sveitarfélagsins í Grundarfirði. Eftir smávægilegar endurbætur á fyrsta hliðinu hefði alvöru framleiðsla hafist. Friðrik kvaðst nú vera búinn að selja þessi hlið um mestallt land, þar væri aðeins Suðurland undanskilið. Hann lagði áherslu á að þessi hlið væru framleidd sem heimreiðar- hlið. Meginkost hliðanna telur Friðrik vera að undir þau þurfi ekki að steypa, vel þjappað ntalar- undirlag sé nóg. Þá er samsetning hliðsins við það miðuð að það þoli verulegan þunga án þess að spenna myndist í stálinu sem aftur Ieiðir til þess að endingartími eykst til muna. „Það er mjög fljót- legt að koma hliðinu fyrir,“ sagði Friðrik, „tekur tvo menn aldrei meira en tvo klukkutíma en vanir menn eru klukkutíma með verk- ið.“ Og eitt er víst að yfir það fer engin skepna svo fremi að það sé ekki fullt af snjó.“ Rimlahliðin eru framleidd í tveimur stærðum, þau minni eru 4 x 2 metrar og ætluð fyrir heim- reiðar, en stærri hliðin,'sem eru 4 x 3 metrar, eru smíðuð eftir við- miðunarstaðli Skógræktar ríkisins. Sl. vor kostuðu hliðin tilbúin frá Friðrik kr. 60 þúsund, minni gerð- Rimlahlið frá Friðrik Tryggvasyni. 590 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.