Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 23

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 23
Verkslceði Friðriks Tryggvasonar. in, kr. 75 þúsund þau stærri. Friðrik benti að lokum á að hent- ugt og ódýrt væri að flytja hliðin með Ríkisskip, því að þau tækju mjög lítið pláss í flutningi og heildarþyngd væri ekki nema 550 kg. Þá kvaðst Friðrik eiga mynd- band af niðursetningu hliðsins sem hægt væri að senda til þeirra sem hefðu áhuga. Til að fregna af reynslu nokk- urra þeirra sem sett hafa upp rimlahlið frá Friðrik var leitað álits þriggja aðila: Þórður Kristjánsson, Veiðifélagi Norðurár í Borgarfirði. „Við fengum þetta hlið fyrir rúmu ári og settum niður í veginn heim að veiðihúsinu að Rjúpnahæð við Litla-Skarð í Norðurárdal. Hliðið er mjög þægilegt í uppsetningu og viðráðanlegt í alla staði. Pað er ódýrt og ég get sagt, þótt ekki sé komin mikil reynsla á það, að ntér Iíst mjög vel á hliðið.“ Gunnar Guðjónsson bóndi Hofstöðum, Helgafellssveit: „Ég er búinn að hafa þetta hlið í rúmt ár. Þú mátt hafa það eftir mér að þetta er afbragðsgott hlið. Ef það væri eitthvað sem ætti að setja út á þá fyndist mér að plöt- urnar undir stöplunum mættu vera örlítið þykkari. Ég steypi ekki undir það enda óþarfi, en ég setti eikarplanka undir stöplana. Það hefur engin skepna farið yfir það en sömu sögu er ekki hægt að segja um annað hlið sem ég fékk á sínum tíma úr Reykjavík, yfir það hafa skepnur verið að stelast.“ Holti Líndal bóndi Holtastöðum, A-Hún.: „Ég er mjög ánægður með þetta hlið, það hefur reynst mjög vel hjá mér, engin skepna farið yfir það. Ég er nú að hugsa um að fá mér annað af þessari gerð. Petta hlið hefur vakið athygli hér og menn hafa verið að prófa það með því að keyra yfir það á vel hlöðnum bflum en það stenst allt. Þetta er ódýrt og hagkvæmt og kostur að þurfa ekki að steypa undir það.“ (Tekið saman af Gunnari Kristjúnssyni). Báruplast og efni í stálgrindahús Framleiöum báruplast, vel glaert. Ýmsar stæröir og geröir fyrirliggjandi. l-bitar, vinkiar og prófílrör fyrirliggjandi í loödýrahús og önnur stálgrindahús. J. HINRIKSSON HF. Súðarvogi 4, 104 Reykjavík. Símar: 91-84677, 91-84380 og 91-84559 Freyr 591

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.