Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 24

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 24
Pétur Sigtryggsson, svinaræktarráðunautur B.í. Framleiösluspár fyrir svínarækt árin 1983-1987 Það þarf ekki að fjölyrða mikið um hversu gagnlegt það er fyrir svínabœndur að nokkurn veginn sé vitað um hver áramót, hve mikil svínakjötsframleiðsla verði á komandi ári. Ef sœmilega nákvœm áœtlun um svínakjötsframleiðsluna á komandi ári lœgi fyrir um hver áramót á að vera auðveldara að skipuleggja hana. Þannig væri ef til vill hægt að koma í veg fyrir tímabundna of- framleiðslu og tímabundinn skort á svínakjöti, sem stundum vill verða í þessari framleiðslu. Allt frá árinu 1983 hafa verið gerðar framleiðsluspár um væntanlegt framleiðslumagn á viðkomandi ári. Hér á eftir verður leitast við að gera grein fyrir forsendum þessara áætlana. Einnig verða niðurstöður þessara áætlana born- ar saman við niðurstöður slátur- skýrslna frá viðkomandi ári. Við gerð þessara áætlana eru notaðar niðurstöður úr skýrslum sláturleyfishafa og fóðurbirgðafé- laganna. Þegar þessar niðurstöður eru fengnar, lítur áætlunin þannig út: A) Fjöldi gyltna frá 1. nóv. árið áður x fjöldi nytjagrísa eftir hverja gyltu árið áður = áætl- aður fjöldi nytjagrísa á við- komandi ári. B) Áætlaður fjöldi nytjagrísa á viðkomandi ári x meðalþungi allra sláturgrísa í kjötflokkum 1A, 1B og 1C á árinu áður + viðauki vegna slátrunar full- orðinna svína = áætluð svína- kjötframleiðsla á viðkomandi ári. Útskýringar á áðurnefndum niðurstöðum úr skýrslum slátur- leyfishafa og fóðurbirgðarfélag- 592 Freyr Pétur Sigtryggsson. anna, sem notaðar eru við gerð áætlunarinnar: 1) Fjöldi gyltna frá 1. nóv. árið áður en áætlunin á við. Á vegum fóðurbirgðafélag- anna fer fram á hverju hausti talning á búfé í landinu og þessari talningu á að verða lok- ið 1. nóv. hvert ár. í talningu þessari eru aðeins talin fullorð- in svín. Áætlað er að 10% af heildarfjölda fullorðinna svína séu geltir. 2) Fjöldi nytjagrísa eftir hverja gyltu árið áður en áætlunin á við. Fjöldi nytjagrísa eftir hverja gyltu á ári er fundinn þannig að gyltufjöldanum frá 1. nóv. ár- inu áður er deilt upp í fjölda slátraðra svína viðkomandi árs og þá breytingu sem verður á heildarfjölda svína milli við- komandi árs og næsta árs á undan. 3) Meðalfallþungi allra slátur- grísa í kjötflokkum, 1A, 1B og 1C á árinu áður en áætlunin á við. 4) Viðauki vegna slátrunar full- orðinna svina er áætlaður á eftirfarandi hátt: Þyngd fullorðinna svína er áætluð 103,0 kg eða vegið meðaltal þyngdar fullorðinna svína á árunum 1982-84. Reiknað er með að 3% af fjölda slátursvína árið áður sé sá fjöldi fullorðinna svína, sem slátrað er á því ári sem fram- leiðsluspáin á við. Niðurstöður framleiðsluspár fyrir árið 1983: A) 1.731 gyltur x 13,5 nytjagrísir = 23.369 nytjagrísir. B) 23.369 nytjagrísir x 54,5 kg + 548 fullorðin svín x (103— 54,5) kg = 1.273.611 kg + 26.578 kg = 1.300.189 kg eða 1300,2 tonn. Samanburður á framleiðsuspá fyrir árið 1983 og sambærilegum niðurstöðum samkvæmt skýrslum

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.