Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 29

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 29
Iæröu fljótt átið og döfnuðu vel, fengu að frjálsu vali byrjunarfóð- ur lífkjúklinga og laxaseiðafóður. Laxaseiðafóðrið var vinsælast hjá ungunum og átu þeir það meira en kjúklingafóðrið. Þeim var líka gef- ið fóðurger og vítamínblanda til öryggis. Æðarkollur af eldri árgöngum komu strax heim að ungastíu, þar í ómerktir fuglar, og að jafnaði voru á bilinu 20—30 kollur heima við á Vatnsenda á meðan á unga- eldi stóð. 6—7 kollur vildu að jafnaði vera við ungapössun, þó ekki þær sömu daglega. 10 kollur eltu þegar ég fór að huga að hreiðri hjá alikollum í töppum. Þann 30 júní voru ekki allir ungar orðnir vatnsþolnir, þeir yngstu aðeins viku gamlir, og ekki allir æstir í sund og köfun. Geðhrif og áreynsla virðist hafa áhrif á vatnsþolni. Vatnsþolnir ungar geta alveg misst hæfileikann ef þeir verða mjög stressaðir. Frá 4. til 6. júlí var kalsaveður og úrfelli. Ungar urðu vansælir, kaldir og hraktir og þurfti að gæta þess að þeir kólnuðu ekki niður. Áður hafði gengið hitabylja og vatnshiti farið í 20—25°, en nú fór lofthiti niður undir 0 mark og 4— 6° hiti í vatni. Einn ungi glataðist og annar króknaði í stíu á þessum dögum. Einn sem kom vanþroska úr eggi hafði drepist fáum dögum áður. Þótt ungar séu stórir og stálpaðir, þola þeir ekki nema vissa kælingu. Kaldir og óhreinir ungar leita í einveru og felur og krókna fljótt. Áreiðanlega mun vera heppi- legra að veður breytist frá hrá- slaga til hins betra á uppeldis- skeiði unga, fremur en hið gagn- stæða. Ungarninr voru vatns- hræddir í nokkra daga eftir hrak- viðrin. Þau viðbrögð höfðu ekki áður sést við ungauppeldi. Þann 8. júlí var farið að votta fyrir vængfjöðrum á stærri ungun- um, en stélmótun hafði sést hjá þeim 5—6 dögum áður. Ungar þá ánægðir og uxu vel á kjúklinga- fóðurblöndum, til helminga byrj- Á Vatnsendahlaði. Ágúst Árni Jónsson og ungarnir daginn sem þeir voru fluttir út í Oddsstaðalón. (Ljósm. Árni G. Pétursson). Kollur afeldri uppeldisárgöngum vildu gœta unganna heima við á Vatnsenda. (Ljósm. Árni G. Pétursson). unarfóður lífkjúklinga og vaxtar- fóður holdakjúklinga. Á næstu dögum var farið að gefa með vaxtafóður-líf og 14. júlí var fóðurgjöf til þriðjunga byrjun- arfóður-líf, vaxtarfóður-líf og vaxtarfóður-holda. Ungar una nú mikið á vatni og kafa eftir slógi. Æðarhópur er með ungum á vatni og heima við, og 2—6 kollur æstar í fóstrustörfin. Ungar mættu næstu daga ekki allir heim samtímis að morgni. Þann 16. júlí voru 29 ungar merktir með málmhring á vinstri fót í nr. röð 239—558 til 586. Flestir fengu líka blágrænan plast- gorm um fót. Ungar voru nú orðn- ir mjög þurftarfrekir og þurftu að fá meira grófmeti eða að komast að sjó í náttúrulegt umhverfi. Þann 22. júlí var fóður að jöfnu vaxtarfóður lífkjúklinga og vaxtar- fóður holda og smávegis varpkögglar. Þeir kusu nú fisk- meti fremur en kjarnfóður. Ungar Freyr 597

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.