Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 30

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 30
Ungi afárgangi 1986 við lónabakka á Oddsstöðum um réttaleytið. (Ljósm. Guðlaugur Tr. Óskarsson). undu við vatn, ieituðu eftir fæðu og átu mikið. Miðvikudaginn 26. júlí voru ungarnir 29 fluttir vatnaleið út í Oddsstaðalón. Þeir elstu voru þá 38 daga og þeir yngstu 33 daga gamlir. Daginn eftir komu 26 ung- ar heim síðdegis, voru vel haldnir enda gefið fóður á Oddsstöðum en þreyttir eftir ferðalagið. Þeir átu ekki mikið á Vatnsenda þann dag, en þeim mun meira daginn eftir og létu hungurslega þann 29. júlí, en þann dag voru þeir fluttir á bfl út í Oddsstaði, og héldu sig rólegir út á lónum úr því. Þeim var gefið reglulega með sjávarbeit fyrstu 10 dagana og annan til þriðja hvern dag fram yfir 20. ágúst. Frá 14. ágúst mættu yfirleitt ekki nema 13—16 ungar til máls- verðar, voru þá ekki mjög lystugir en höfðu gaman að skrafi og fé- lagsskap. Þann 26. ágúst voru flestir ungar sem mættu til gjafar fagrir á fiður og sumir orðnir fleygir. Ungunum var gefið stöku sinnum fram í miðjan september, en vildu þá varla kjarnfóður. Einn ungi var heima við lónabakka á Oddsstöðum um veturnætur. Ég vil þakka öllum sent veittu aðstoð á einvern hátt við unga- uppeldi að Vatnsenda 1986. Sér- stakar þakkir vil ég flytja Fram- leiðnisjóði landbúnaðarins, sem veitti fjárhagsaðstoð til rann- sóknanna, og Fóðurblöndunni hf. og Búnaðardeild SÍS, sem gáfu bróðurpartinn af kjarnfóðri, sem notað var í uppeldi unganna. Glóbus. Frh. af bls. 599. Þessi mikla fjöldbreytni í rekstrin- um hefur tryggt starfseminni stöðugleika og öryggi þrátt fyrir sveiflur í einstökum greinum. Globus er rekið í eigin húsnæði að Lágmúla 5 og starfa þar nú 60 manns. Ný kynslóð tekur við stjórninni Árni Gestsson hefur frá upphafi verið forstjóri fyrirtækisins og hef- ur öll ábyrgð að meira og minna leyti hvílt á hans herðum. Aukin umsvif kalla hinsvegar á breytta stjórnunarhætti. Um síðustu áramót var stjórn- skipulagi Globus breytt. Árni lét af forstjórastarfinu en tók við stjórnarformennsku. Tveir synir Árna tóku við framkvæmdastjórn- inni og stefnt er að aukinni vald- dreifingu innan fyrirtækisins. SAAB umboðið besta afmælis- gjöfín Globus sækir enn í sig veðrið og eykur umsvif sín verulega á bíla- markaðinum með því að taka við söluumboði fyrir SAAB bifreiðar á íslandi. Enginn vafi er á því að þetta styrkir bíladeildina til muna og verður til þess að Globus getur veitt Citroen og Saab eigendum enn betri þjónustu enn ella. Viðgerðar- og varahlutaþjón- usta fyrir Saab bifreiðar verður í fyrstunni rekin á sama stað og áður í húsnæði Töggs hf. að Bflds- höfða 16. Söludeildin verður hins vegar að Lágmúla 5. Globus hefur þegar ráðið þrjá lykilmenn sem áður störfuðu hjá Tögg hf. Þeir eru: Ágúst Ragnarsson, sölustjóri, Hrafnkell Guðntundsson, yfir- maður verkstæðis. Sigurður Ólafsson, yfirmaður varahlutadeildar. Tilkoma SAAB umboðsins kallar á enn frekari skipulags- breytingar innan Globus og verð- ur framtíðarskipan komið á innan tíðar. Globus í afmælisskapi í tilefni afmælisins hefur Globus látið hanna nýtt merki og slagorð fyrir fyrirtækið og einnig gefið út ítarlegan kynningarbækling um starfsemina. Frönsku Citroen verksmiðjurn- ar taka einnig þátt í afmælisfagn- aði Globus með því að veita afmælisafslátt á ákveðnum fjölda Citroen AX bifreiða. 598 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.