Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 32

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 32
Loðdýrabúið í næsta mánuði Lausleg þýðing á grein, sem birtist í Dansk Pelsdyravl nr. 8 1986, eftir H. Konnerup- Madsen, loðdýrarœktarráðunaut. Næsta mánuð minnkar vöxtur minksins mikið og feldskiptin hefjast. Daglegur vöxtur í septem- ber er 7—8 g og er að hluta vegna fitunar. Vinna á búinu er lítil umfram venjulega hirðingu og því er þetta góður tími til að fara í sumarfrí eða að hefja undirbúning að komandi flokkunarvertið og skinnaverkun. Daglegar gegningar. Dagleg umönnun dýranna á þess- um tíma er fólgin í fóðrun, brynn- ingu og heygjöf. Góð hirðing er forsenda þess að dýrin þrífist vel. Högnar eiga að vega að meðaltali um 1700 g 1. september og um miðjan mánuðinn eiga þeir að vera 1900 g. Náist þetta eiga 80— 90% skinnanna að fara í stærðar- flokka 0 og 1. Fóðurnotkunin getur verið mis- munandi milli búa allt eftir fóð- urgæðum, orkustyrk fóðursins, frjósemi, umhirðu o.fl. en til við- miðunar má nota eftirfarandi um fóðurnotkunina 1. sept.: Kcal/100 g fóöurs 140 150 160 g. fóðurs á dag 215 200 190 Hafi nú þegar ekki náðst góður vöxtur og þroski í dýrin verður það tæpast bætt úr þessu því að of sterk fóðrun getur leitt til þess að dýrin fitna um of og það getur komið niður á feldþroskanum, einkum á hlið og aftast á skinninu, (svage hofter/hippers). Best er að fóðrið sé þannig samansett að hægt sé að fóðra minkana eftir átlyst án þess að þeir fitni of mikið. Mjög miklu skiptir fyrir feld- skiptin að fóðrið sé ferskt og gott, sé jafnt að þykkt og innihaldi nauðsynleg vítamín. Sé enn fóðrað á hreiðurkassalokið er rétt að fara að hætta því og gefa hér eftir á búrið því að leki úr fóðrinu getur skemmt feldinn. Um mánaðamótin ágúst/sept- ember er fóðurnotkunin alla jafna mest og minnkar um nokkur pró- sent í september. Séu fleiri en tvö dýr í búri veldur það aukinni fóð- urnotkun. Tilraunir hafa sýnt að þrátt fyrir kröftuga fóðrun dýra sem höfð eru fleiri en tvö saman, verður greinileg aukning á undir- flokkaskinnum og það er ekki besta leiðin til að auka fram- leiðsluverðmætið. Fjöldi lífdýra á að ráðast af þeim fjölda búra sem til ráðstöfunar eru. Mótstöðuafl minkanna er minna meðan feldurinn er að þroskast og sé á sama tíma kuldi og lítið af heyi hjá dýrunum er hætta á sýkingu í þvagblöðru og af því getur leitt sífellt þvaglát sem skemmir feldinn. Sé mikið um þetta getur það valdið talsverðu tjóni þar sem skinn sem þessi fara í undirflokka. Sé bakteríusýking orsökin má auðveldlega bæta úr með fúkkalyfjagjöf en sé orsökin kuldi getur ríkuleg heygjöf bætt úr. Hjálpa má til með því að setja þrúgusykur í fóðrið. Heygjöf. Margir bændur hafa lítið notað af heyi síðustu tvo mánuðina en nú þegar feldskiptin standa yfir og kólnað hefur í veðri er dýrunum nauðsyn að fá hey. Gætið þess að nota einungis þurrt og hreint hey. Pað skapar dýrunum gott um- hverfi og dregur úr hættu á áflog- um og feldnagi. Gott umhverfi hjálpar til við að framleiða góð skinn með góðan lit og hreinleika. Yfirlit yfir sölu síðasta árs er nú Frh. á bls. 604. Verð á svínaafurðum 20. júlí 1987 Félagsráð Svínaræktarfélags íslands kom saman 14. júlí 1987 til þess að fjalla um áhrif bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar um hækkun á fóðurgjaldi um kr. 4,00 pr. kg frá 10. júlí 1987. Á fundinum var ákveðin eftirfarandi hækkun á svínaafurðum frá og með 20. júlí 1987 til þess að mæta þeirri aukningu á framleiðslukostnaði, sem af hækkun fóðurgjaldsins leiðir: Verö áður, kr. Hækkun Verð nú, kr. Svín I A 210.14 9% 229,05 Svín I B 190,61 9% 207,76 Svín I C 150,26 9% 163,78 Gylta II A 101,65 9% 110,80 Gylta II B 101,65 9% 110,80 Gyltur og grísir III C 96,45 9% 105,13 Geltir 57,48 9% 62,65 Lifur 65,77 9% 71,69 Grísahausar 28,59 9% 31,16 Gyltuhausar 7,40 9% 8,07 Mör 29,24 9% 31,87 Hausar, lifur, mör selt í einu lagi 43,22 9% 47,11 600 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.