Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 33

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 33
Á fundi framkvœmdanefndar Framleiðsluráðs hinn 20. júlí sl. gerðist m.a. þetta: Reglugerð um stjóm mjólkur- framleiðslu verðlagsárið 1987/ '88. Kynnt var ný reglugerð, um stjórn mjólkurframleiðslunnar verðlags- árið 1987/88. Ákveðið var að fela Gunnari Guðbjartssyni og Jóni Viðari Jónmundssyni að sjá um útreikninga á fullvirðisrétti hvers mjólkurframleiðenda og senda hverjum þeirra bréf þar um. Verðlaun fyrir ungkáifaslátrun. Fjallað var um sérstaka greiðslu fyrir slátrun ungkálfa og gerð um það mál eftirfarandi bókun: „Framkvæmdanefnd Fram- leiðsluráðs samþykkir að leggja til við stjórn Framleiðnisjóðs land- búnaðarins að felld verði niður fyrst um sinn greiðsla fyrir slátrun ungkálfa. Tímasetning verði mið- uð við 15. ágúst nk. og auglýst rækilega." Stjórn Framleiðnisjóðs hefur þegar afgreitt þessa tillögu og ákvað að fella niður umræddar greiðslur frá 1. ágúst 1987. Hækkun á grunngjaldi af kjamfóðrí. Kynnt var reglugerð nr. 315 frá 10. júlí 1987 um breytingu á reglu- gerð um innheimtu fóðurgjalda, nr. 129/1987. Samkvæmt hinni nýju reglugerð hækkar grunngjald um kr. 4,00 á hvert kg gjaldskyldrar vöru. Akvæði í stjómarsáttmálanum um landbúnað. Kynnt voru ákvæði í stjórnarsátt- mála nýrrar ríkisstjórnar um land- búnað. Ákveðið var að ræða við Iandbúnaðarráðherra um fram- kvæmd ýmissa þeirra atriða. Ráðstöfun sérstaks fóðurgjalds vegna nautgrípaafurða. Kynnt var bréf frá landbúnaðar- ráðherra þar sem heimilað var að sérstakt fóðurgjald af framleiðslu nautakjöts frá 1. janúar sl. og vegna mjólkurframleiðslu frá 1. mars sl. gangi til að greiða niður nautgripakjöt sem fer til refafóð- urs á árinu. Einnig hefur ráðu- neytið ákveðið að fella niður neytenda og jöfnunargjald af þessu kjöti. ,,Mafex“ úðunartæki til úðunar á kartöflur við upptöku. „Mafex" hefur þegar sannað gildi sitt, spyrjið þá sem reynt hafa. Leitið nánari upplýsinga. Seljum flest jurtalyf Seljum „áburðarblandara" til blöndunar á áburði í vökvunar- vatn. Sendum um allt land. Sölufélag garðyrkjumanna Skógarhlíð 6 101 R„ Simi 24366. Gut«nb«fg Freyr 601

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.