Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 38

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 38
Halldór Þórðarson Laugalandi Skessuleikur í 11. tbl. Freys er grein sem ég nefndi Hráskinnaleik. í leiðara sama tölublaðs sá ritstjórinn ástæðu til að gera úttekt á henni og mínu hugarfari yfirleitt, sem sagt áður en nokkur hafði lesið hana. Það mun frekar óvenjulegt að ritstjóri vari lesendur við ólesnu efni í blaðinu. Hann stillir mér upp sem aðalmál- svara sérstakrar stefnu í landbún- aðar- og byggðamálum. Sem bet- ur fer eigum við marga betri mál- svara. Breytir þar engu þó hann telji mig talsmann fornaldarstefnu í búskap. Ritstjórinn tekur að sér að orða mína skoðun, enda er hann sjálfsagt mér færari í þeim efnum. Til að fyrirbyggja mis- skilning vil ég helst fá að orða mínar hugsanir sjálfur, enda þarf ekki langt mál til þess. Ég vil að sem flestir geti lifað því af því að framleiða mjólk og kindakjöt, að því tilskildu að varan frá fram- leiðandanum verði ekki dýrari en frá stóru búunum sem nota mikið fjármagn og aðkeypt vinnuafl við framleiðsluna. Pað er ekki á mínu færi að breyta því þó 2 af hverjum 3 dilkum týnist milli mín og neytandans. Svona einfaldar eru mínar skoðanir á þessurn málum. Ritstjórinn segir að ég sé að bjóða sveitafólki upp á slæm lífs- kjör. Það er fjarri sanni, ég er ekki í aðstöðu til að bjóða upp á eitt eða annað. Ég vil að fólkið sjálft fái að meta sín lífskjör og ég vil ekki að ritstjóri Freys, eða aðrir sem ekki eru aðilar að mál- inu, ráði því hvernig við metum lífskjör. Ritstjórinn nefnir þó sem launabót litla áhættu á „stressi“. — Þá launabót metur hann ekki hátt. Mér skilst að þegar „stress- fólkið“ þurfi að leita sér lækninga, kosti það þjóðfélagið 15—20 þús. kr. á sólarhring, sem er þó nokk- uð á ársgrundvelli. Ég sé enga ástæðu til að við framleiðum með sem allra fæstum bændum og það liggur á borðinu að stór bú lækka ekki verð til neytenda, fjármagns- kostnaðurinn sér um það. í varn- aðarorðum sínum telur ritstjórinn mig mjög neikvæðuan og hálf- gerðan steinaldarmann í hugsun- arhætti. Dæmir hann það af áliti mínu á Hugmyndaskránni góðu. Því til sönnunar segir hann sögu um sprengju sem sprakk í Þýska- landi þegar hann var lítill. Gallinn á sögunni er sá að hún stenst ekki, eins og fullorðið fólk sér. Þetta um mín neikvæðu lífsviðhorf er mat ritstjórans á mér, um það deili ég ekki. Hann telur hug- myndaskrána mjög góða fyrir þá jákvæðu sem hafa vilja og getu. Af því tilefni langar mig til að bæta aðeins við grein mína um Hráskinnaleikinn. Ég stakk upp á að þrír ágætir menn sem ég til- greindi reyndu nokkur atriði hennar, sér og öðrum til gagns og fordæmis. Nú vil ég bæta þeim fjórða við — manni sem bæði er jákvæður og hefur vilja og getu. FISKELDI Bændaskólinn á Hólum óskar eftir sérfræöingi í fiskeldi. Verkefni: Kennsla — rannsóknir — leiðbeiningar. Umsóknir sendist til landbúnaðarráðuneytisins fyrir 1. september nk. Landbúnaðarráðuneytið, 5. ágúst 1987. HROSSARÆKT—TAMNINGAR —REIÐKENNSLA Kennari óskast að Bændaskólanum á Hólum. Aðal- kennslugreinar: hrossarækt, tamningarog reiðmennska, ásamt umsjá með hrossarækt kynbótabúsins á Hólum. Umsóknir sendist til landbúnaðarráðuneytisins fyrir 1. september nk. Landbúnaðarráðuneytið, 5. ágúst 1987.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.