Freyr

Árgangur

Freyr - 15.08.1987, Blaðsíða 10

Freyr - 15.08.1987, Blaðsíða 10
Á Möðruvöllum hafa verið byggð þrjú íbúðarhús á síðuslu árum. Hús Bjarna E. Guðleifssonar ber í hliðið. (Ljósm. M.E.). Auk þess fáum við greiddan frá ríkissjóði hluta af launum eins manns, en sá tekjuliður hefur sífellt farið minnkandi. Láta mun nærri að 15% af tekjum félagsins komi þannig frá ríkinu, 25% koma frá búnaðarsamböndum á Norður- landi og 60% fyrir selda þjónustu. Út á við er Ræktunarfélagið e. t. v. kunnast fyrir Ársritið sem það gefur út. Viltu segja mér frá því? Já, Ársritið er einn af horn- steinum félagsins. Það hefur verið gefið út frá stofnun félagsins árið 1903, þó að stundum hafi ár- gangar verið sameinaðir. Allir bændur á Norðurlandi fá ritið auk allmargra áskrifenda annars stað- ar á landinu. Þú ert ábyrgðarmaður ritsins um þessar mundir. Hverju vilt þú koma á framfæri í því? Það er leitast við að koma á fram- færi almennum fróðleik um land- búnað og um mannlíf á Norður- Iandi. Það má segja að ritið sé bæði ætlað bændafólki og ráðu- nautum. Það fer einhvern milliveg þar á milli. Sumar greinarnar eru alþýðlegar en aðrar eru þyngri og það þarf fagþekkingu til að hafa fullt gagn af þeim. Starfsmenn Ræktunarfélagsins? Það starfa að jafnaði tveir ráðu- nautar hjá félaginu og ein til þrjár stúlkur við efnagreiningar o. fl. Um þessar mundir eru þó ekki tveir ráðunautar í fullu starfi eins og að er stefnt en það stafar af því að erfitt er að fá fólk með menntun í þessu fagi hér eins og víðar annars staðar á landinu. Núna störfum við Guðmundur Helgi Gunnarsson hjá félaginu og báðir í hlutastarfi. Ég starfa að hluta sem verkefnisstjóri við Til- raunastöðina á Möðruvöllum og hann að hluta sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar. Samtals erum við aðeins í rúmlega einu árstarfi hjá félaginu. Hefur Ræktunarfélagið ekld með höndum rannsóknir? Jú, það hefur talsvert komið nærri rannsóknum en meginhlutverk þess er leiðbeiningar og þjónusta. Þetta hefur þó verið breytilegt í áranna rás og farið eftir starfs- mönnum félagsins. Ég lít svo á að Ræktunarfélagið eigi að gegna þjónustu og leiðbeiningum en rannsóknir á Norðurlandi séu á hendi Tilraunastöðvarinnar á Möðruvöllum. Hvaða rannsóknir stundar þú? Aðalrannsóknir mínar eru á end- ingu grasa í túnum, m. ö. o. kal- rannsóknir. Ég er kominn með ágæta aðstöðu hér á Möðruvöllum til þolprófana á grösum með því að frysta þau og vinn að prófunum á stofnum og tegundum grasa. Þar eru þegar farnar að skýrast veru- lega línur. Vandamálið er ekki lengur að vita hvaða tegundir og stofnar eru þolnastir, vandamálið er hins vegar að útvega fræ af þolnustu stofnunum. 618 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.