Freyr

Árgangur

Freyr - 15.08.1987, Blaðsíða 11

Freyr - 15.08.1987, Blaðsíða 11
Hafa það reynst vera íslenskir stofnar? Já, þeir eru margir góðir, en það eru líka til erlendir stofnar sem gætu gagnast okkur mjög vel hér, en ekki er ræktað fræ af erlendis. Væri þá ekki hægt að fá slíkt fræ ræktað ef beðið væri um það? Jú, alveg eins og að gera saminga um að rækta fræ af íslenskum stofnum. Ertn þarna með vallarfoxgras í huga? Nei, það eru stofnar af vallarsveif- grasi svo og beringspuntur sem eru hvað svellþolnastir. Hins veg- ar er margt enn óljóst varðandi áhrif jarðvegs og nytja á þol og endingu grasa, þar bíða margar óleystar spurningar. Það nýjasta í þessum þolprófunum er að við höfum ásamt Tilraunastöð Skóg- ræktarinnar á Mógilsá fengið styrk frá Rannsóknarráði ríkisins til að vinna að þolprófunum á trjáteg- undum og það er afar áhugavert verkefni, einkum vegna þess að skógrækt er ætlað að skipa sess í búskap framtíðarinnar. Nú hafa orðið hér skemmdir á grasi af völdum skaðdýra. Viltu segja mér frá því.? Þú átt við það sem kallað hefur verið skemmdir af roðamaur. Það er eitt af þeim verkefnum sem komið hafa inn á borð til mín. Þetta reyndist vera dýr sem er alls óskylt maurum og ég vil frekar kalla mítil eða túnamítil og er ekki sama tegundin og roðamaurinn sem fólk hefur kvartað yfir að vilji koma inn um glugga á íbúðar- húsum. Hvemig er þetta nýyrði „mítill“ til orðið? Það er búið til úr skandinaviska orðinu „rnidder" og enska orðinu „mites“, vegna þess að þetta er ekki eiginlegur maur. Þetta er töluvert útbreitt vanda- mál hér á Norðurlandi og víðar. Við höfum ekki vitað hvernig við áttum að bregðast við þessu og höfum leitað þekkingar frá út- löndum en hana hefur ekki verið að fá, fyrr en í fyrra að við kom- umst í samband við danskan mann sem hefur verið að vinna að rann- sóknum á þessu sama fyrirbæri á Grænlandi. Eftir að farið var að fjalla um þetta vandamál á Norðurlöndum hafa Norðmenn fundið þetta líka hjá sér, í Norður- Noregi. Við úðuðum með góðum ár- angri gegn þessum skaðvaldi sl. vor og menn hafa þurft að gera það í miklum mæli og ég býst við að þessari úðun verði einnig beitt eitthvað næsta vor á töluvert stóru svæði. Við vitum ekki hverjar eru ástæður þess að þetta blossar svona upp núna en teljum að það sé eitthvað í búskaparháttum okk- ar sem veldur því. Nú er Tilraunastöðin á Möðruvöllum hluti af Rann- sóknastofnun landbúnaðarins en hún hefur aðalaðsetur sitt á Keldnaholti í Reykjavík. Hingað til hefur ekki verið mikið um að sérfræðingar við þá stofnun hafi starfað utan Keldnaholts. Er breyting að verða á þessu? Breytingin er ekki greinanleg enn- þá en ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að þessi rannsókna- starfsemi eigi að mestu leyti að vera úti á landi, bæði til að tengja hana meira atvinnuveginum sem hún vinnur fyrir og líka hreinlega til að styrkja byggð úti um land sem ekki er vanþörf á. Ég sé enga ástæðu til að starfsemi sem getur verið úti á landi og á að þjóna landsbyggðinni sé í Reykjavík. Þetta hefur ekki fengið hljóm- grunn hvorki hjá stjórnmála- mönnum né starfsmönnum Rala Búgardur, Óseyri 2. Akureyri. (Liósm. Guðmundur Sleindórsson). Freyr 619

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.