Freyr

Árgangur

Freyr - 15.08.1987, Blaðsíða 13

Freyr - 15.08.1987, Blaðsíða 13
Guðni Rúnar Agnarsson Bíódýnamísk ræktun Leið inn í framtíðina Bíódýnamísk rœktun er svo til óþekkt fyrirbæri á íslandi. Pó eru nokkrir Islendingar sem hafa kynnt sér þessa rœktunaraðferð. Ekki hafa þeir komið sér saman um íslenskt heiti í stað alþjóðaorðsins „bíódýnamík“, en þó hefur verið notað meðal þeirra orðið lífaflsrœktun. Þótt ég sjái enga annmarka á því orði, mun ég þó í þessari grein og þeim tveimur viðtölum sem á eftir fylgja halda mig við alþjóðaheitið. Hafi það slæm viðbrögð lesenda í för með sér, bið ég þá afsökunar og svo aðra sem vilja framgang bíódýnamískrar ræktunar sem mestan. Hvatinn að þessari grein var síður en svo að fæla fólk frá, þvert á móti að vekja athygli á þessari grein landbúnaðar og þeim möguleikum sem hún felur í sér á lausnum landbúnaðarins, á íslandi ekki síður en annars staðar í heim- inum. Bíódýnamísk ræktun er álitin rekja upphaf sitt til nokkurra fyrirlestra sem austurríski hugsuð- urinn Rudolf Steiner hélt árið 1924 fyrir hóp bænda og annarra áhugasamra tilheyrenda í Breslau. Þessir fyrirlestrar Steiners birta ný viðhorf til náttúrunnar, jarðyrkj- unnar og afurðanna sem jörðin gefur. En landbúnaðarfyrirlestrar Rudolfs Steiners eru einnig mikið meira en það. Þeir eru samofnir öllum öðrum þáttum í kenningum Steiners, sem ganga undir einu nafni, „antroposofi“ (á ísl. „viska um manninn“). Af „mannvisku“ Steiners er þó ætlunin að fjalla aðeins um það sem beinast Iiggur við fyrir íslenska bændur, bíó- dýnamíska ræktun. Læt ég Kjell Armann, ráðgjafa á vegum Bíó- dýnamíska félagsins í Svíþjóð, skýra frá höfuðþáttum hennar í Guðni Rúnar Agnarsson. viðtalinu sem fylgir að loknum þessum inngangsorðum. Sem betur fer virðist nokkurra breytinga að vænta í landbúnaði hér í Svíþjóð á næstu árum — og er ekki seinna vænna. Er það að miklu leyti fyrir framgang Græna umhverfisflokksins að hinir stjórnmálaflokkarnir hafa nú tekið við sér og í orði kveðnu lýst yfir að við svo búið verði ekki lengur unað. Enda er ástandið geigvænlegt. Fyrir utan alla þá umframframleiðslu sem kostar skattgreiðendur milljarða króna árlega, þá er gífurleg mengun í vötnum, ám og grunnvatni, að verulegum hluta vegna iðnvæðing- ar landbúnaðarins. Er það fyrst og fremst gegndarlaus notkun köfnunarefnis og annarra kem- ískra efna sem er orsökin að þess- ari mengun. Það er grátlegt að það skuli vera að miklu Ieyti um- framframleiðslan, sem enginn kærir sig um, sem er þessi mikli skaðvaldur. Því miður leitar fólk sökudólga meðal bænda sjálfra og eru þeir hér sem og á íslandi skotspónn hins reiða neytanda. Kannski að það þurfi einhverja skarpskyggni til að sjá að bændur eru í sjálfu sér saklausir af þessu ástandi. Ég fæ ekki betur séð en það sé sjálft efnahagskerfið sem við búum við sem er sökudólgur- inn. Það er efnahagskerfi iðnaðar- þjóðfélagsins sem hefur verð- launað aðeins það eitt, að bændur skili meiri framleiðslu. Þær aðgerðir sem hingað til hafa verið gerðar til lausnar á vandamálum landbúnaðarins, kvótakerfin og niðurgreiðslurnar, stoða ekkert þegar fram í sækir. Slíkar aðgerðir leiða af sér ný vandamál, enn erfiðari og flóknari viðfangs. Landbúnaður verður ekki skoðaður sem einangrað fyrirbrigði sem hægt er að stýra og færa til betra horfs, án þess að taka alla aðra þætti efnahagslífsins með í þá athugun. Víst gera „efna- hagssérfræðingar“ allra ríkis- stjórna slíkar athuganir, en það virðist alltaf vera gert út frá sömu forsendum og áður; að lausn vandans sé fólgin í framleiðslu- aukningu í einhverri mynd. Þrátt fyrir það held ég að ný viðhorf séu Frh. á bls. 641. Freyr 621

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.