Freyr

Árgangur

Freyr - 15.08.1987, Blaðsíða 14

Freyr - 15.08.1987, Blaðsíða 14
Bíódýnamískur landbúnaöur í Svíþjóö Viötal við Kjell Armann, ráðgjafa hjá Bíódýnamíska félaginu í Svíþjóð Kjell Armann er ráðgjafi á vegum Bio-Dynamiska Föreningen. Hann er sjálfur með áratuga reynslu í bíódýnamískri rcektun, og er leiðbeinandi á jarðyrkjasviði Rudolfs Steiners Seminarium í Járna, auk þess sem eftir hann liggja þegar nokkrar bœkur sem beint lúta að því efni, sem til umfjöllunar er íþessari grein; bíódýnamískri rœktun. Það er auðugan garð að gresja að rœða við Kjell Armann og hann svaraði fúslega spurn- ingum mínum. Fyrst bað ég hann að skilgxeina bíódýnamíska ræktun, „lífafls- ræktun". „Bíódýnamísk ræktun er búskap- arháttur þar sem reynt er að nýta til fulls þær náttúruauðlindir sem eru fyrir hendi á hverjum stað, nýta það sem sjálf jörðin gefur, andrúmsloftið og plönturnar sjálf- ar; m.ö.o. að nýta alla þá þætti sem lúta að jarðyrkjunni í heiid sinni. Oft er bíódýnamísk ræktun skilgreind sem landbúnaður sem er sjálfum sér nægur af fóðri og áburði — þar sem hvorki þarf að kaupa inn fóður né áburð. í bú- skap þarf að ná vissu samræmi, góðu jafnvægi, milli búfjárræktar og jarðræktarinnar. Býli sem á sjálft nægilegt fóður hefur nægi- legan áburð. Markmiðið er heildarlausn, að býlið sjái sjálfu sér fyrir öllu því sem þarf til rækt- unarinnar og fóðrunar búfjárins. Þetta sjónarmið gildir einnig í garðyrju. Sé stefnt að heilbrigðum og lífmiklum garði þarf að gera hann að heild; að áburðurinn í garðinn komi í raun frá honum sjálfum eða einhverri annarri ein- ingu sem er samtengd garðyrkj- unni og gefur þann áburð sem þarf. Helsta náttúruauðlindin er eðli- lega jörðin sjálf og það líf sem þrífst í henni. Þaðerjörðin, mold- in, sem á að næra plönturnar. Plönturnar geta sjálfar aðeins Kjell Armann ráðgjafi hjá Bíódýnamiska félaginu: „Við trúum að bíódýnamísk rœktun geti leyst mörg þessara stóru vandamála". tekið upp þau næringarefni sem eru leysanleg í vatni. Þær geta einvörðungu sogað upp vatn með rótunum. Allt í kringum ræturnar í jörðinni er mikið magn örvera sem í sífellu vinna næringarefnin niður í það ástand sem plantan getur nýtt sér. Því er þetta líf í jörðinni einn undirstöðuþátturinn í allri jarðyrkjunni. Eigi það að vera gróskumikið er nauðsynlegt að forðast notkun allra kemískra efna, en gefa jörðinni þess í stað rnikið af lífrænum efnum; venju- legan húsdýraáburð, safnhaug og einnig grænan áburð, þ.e.a.s. að | sá einhverri þeirri belgjurt sem vinnur köfnunarefni niður í jarð- veginn, t.d. samhliða grasrækt, og plægja síðan í jörðina til að gera hana enn frjósamari. Síðan er næringarinnihaldið mjög mikil- vægur þáttur í bíódýnamískri rækt- un. Við ræktum nefnilega til að afla okkur fæðu og fóðurs fyrir dýrin. Næringarinnihald afurð- anna stendur auðvitað í beinu sambandi við þau skilyrði og nær- ingu sem plönturnar fá meðan þær vaxa og þroskast. Og það er ljóst að piöntur, ber, garðávextir og korn, geymast betur, bragðast betur og innihalda meira af víta- míni og næringu ef notaður er líf- rænn áburður í stað tilbúins. Og það er hægt að ganga enn lengra. Með því að útbúa safnhaug gerir það þennan lífræna áburð enn kröftugri. í safnhaug gengur líf- rænn áburður, venjulegur skítur og önnur lífræn úrgangsefni, í gegnum ákveðið rotnunarferli, umbreytingu sem eykur til muna gæði þessa áburðar og það skilar sér til plantnanna þegar safnhaug- urinn er borinn á garðinn og akrana. Að baki þessum fullyrðingum liggja áratuga rannsóknir fjölda ntanna, svo að ekki er um að villast. Þetta eru höfuðþættirnir í bíó- dýnamískri ræktun. Býlið skal | vera heild. vistrænt samspil ólíkra 622 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.