Freyr

Árgangur

Freyr - 15.08.1987, Blaðsíða 15

Freyr - 15.08.1987, Blaðsíða 15
Á Nibble er einnig löluverð garðyrkja; karlöflur, gulrœtur, baunir, blaðmeti ýmislegt o. s. frv. í tengslum við garðyrkjuna hefur verið sett upp verslun, Nibble Handelslrad- gðrd, sem sérhœfir sig í bíódýnamískum vörum, bœði frá eigin garðlandi og annars staðar frá, í Svíþjóð og öðrum löndum. (Ljósm. Vala Haraldsdótlir). þátta sem búskapurinn er settur saman úr, gróskunni í jörðinni og næringarinnihaldinu. “ Hvað um býli sem verða að fá áburð utan frá, geta þau talist bíódýnamísk? „Það er ekki alltaf sem það gengur að ná þessari fyrirmynd sem ég lýsti áðan — a.m.k. tekur það tíma. Grunnurinn er þó sá að bóndinn geri sér grein fyrir gildi þessa samspils, að hann skilji mikilvægi þess að það þurfi að vera jafnvægi milli þeirra þátta sem búskapurinn hvílir á. Garðyrkjubóndinn þarf oft að fá áburð utan frá. Sé svo, er skynsamlegasta leiðin að koma á sambandi við nærliggjandi býli sem hefur þann áburð sem vantar. Þannig geta tvö býli eða fleiri leitast við að koma á þessum eftir- sóknarverða jafnvægi í bú- skapnum, ekki einungis á einu býli, heldur á stóru svæði þar sem mörg býli eru. Taki ég dæmi héð- an úr Járna, þá er garðyrkjunnni á Nibble háttað þannig að helm- ingur áburðarins kemur frá bú- fénu sem er á þessum stóra bæ hitt eru jurtaleifar frá sjálfri garð- yrkjunni. Tíundi hluti ræktar- landsins er svo alltaf undir smára, sem er plægður niður í jörðina og það er óhemju kröftugur áburður." Hvaða sldlyrði eru sett áður en bóndinn getur kallað framleiðslu sina bíódýnamíska? Að hve miklu leyti mega þeir rjúfa þessa heild, sem þú lýstir? „Það er ákveðin stefna og þekking sem liggur til grundvallar bíó- dýnamískri ræktun. Hve langt hver bóndi gengur í átt til þessarar fyrirmyndar ræður hann auðvitað sjálfur. Sífellt fleiri bændur eru farnir að rækta smára og aðrar belgjurtir, en það gerir þá ekki að bíódýnamískum bændum — þótt það sé vissulega í þá átt. Við höfum nokkrar einfaldar reglur við ákvarðanir á hvað sé bíódýna- mísk afurð og hvað ekki. Varan á að vera laus við allan tilbúinn áburð og önnur kemísk efni. Þannig á jörðin, sem afurðin kem- ur af, að hafa verið í minnst eitt ár. Það er fyrst á öðru ári sem bóndinn fær leyfi til að selja vör- una sem bíódýnamíska. Og áburð- ur sem notaður er að vori skal hafa verið lagður í safnhaug haustið áður. A haustin er leyfi- legt að bera á ferskan áburð. Þá er nýting nokkurra kraftgefandi og styrkjandi efna, eins konar hvata, annað mikilvægt skref í bíódýna- mískri ræktun. Annars vegar eru það hvatar sem látnir eru í safn- hauginn til að auka kraft og gæði áburðarins enn frekar. Hins vegar eru það hvatar sem úðað er á plönturnar og akrana til að styrkja jörðina og plönturnar gegn ásókn skaðdýra og sjúkdóma. Þetta eru í sjálfu sér einfaldir hvatar að gerð, sem allir bændur geta útbúið heima hjá sér. Eins og gefur að skilja er ekkert kemískt efni i þeim — þetta eru nokkrar lækninga- jurtir sem eru meðhöndlaðar á sérstakan hátt. En þýðingarmest af öllu er þó vitneskjan hvernig landbúnaður á að ganga fyrir sig; hvernig náttúran vinnur og hvern- ig bóndinn vinnur með henni.“ í hverju er stuðningur Bíódýnamíska félagsins fólginn við þá bændur sem vilja hefja biódýnamíska ræktun? „Markmið félagsins er að styðja þá bændur sem vilja hefja slíka ræktun. Fyrir þá rekum við öfluga ráðgjafaþjónustu; heimsækjum bændurna oft meðan þeir eru að koma ræktuninni af stað. Eins heimsækjum við alla þá bændur sem þegar eru orðnir meðlimir í félaginu minnst einu sinni á ári. Þá fer stór hluti leiðbeiningarinnar fram í gegnum síma og bréfleiðis. En þrátt fyrir allar óskir okkar í þá átt hefur félagið engan sjóð sem við gætum lánað bændum úr gegn vægum vöxtum. Sá stuðning- ur sem við getum veitt er ráðgjöf- in og hana veitum við með öllu ókeypis — félagið stendur sjálft straum af kostnaði við ferðir og uppihald ráðgjafanna. Þann kostnað bera m.a. þeir fjölmörgu neytendur sem hafa gengið í félag- ið til að veita því stuðning og breiða út þekkingu á bíódýna- Freyr 623

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.