Freyr

Árgangur

Freyr - 15.08.1987, Blaðsíða 21

Freyr - 15.08.1987, Blaðsíða 21
alla Jökulfirði og Djúp til að kom- ast á endanlegan áfangastað. í öðru lagi: Eyrnamerkingar þessar voru liður í rannsóknum mínum og það vissi Sveinn Einars- son. Ekki hef ég trú á öðru en að hann hafi tjáð Jónasi það. Jónas skirrist hins vegar ekki við að nota rannsóknargögn mín til þess að leiða rök að því að refir mundu flæða yfir allan Vestfjarðakjálka ef þeir væru friðaðir á Horn- ströndum. Honum dettur ekki einu sinni í hug að geta þess hver hafi staðið fyrir þessum eyrna- merkingum. í þriðja lagi: Jónas hneykslast á því að náttúrufræðingar hafi allt sitt vit úr fræðibókum og fræði- kenningum um leið og hann gerir lítið úr „reynsluþekkingu“ þeirra og rannsóknum (sjá síðar). En þegar hann heldur að rannsóknarniðurstöðurnar henti málstað sínum eru þær nógu góðar til þess að þeim sé slegið fram á prenti án þess að spyrja kóng eða prest né geta þess hver stóð að rannsóknunum. f>ví miður voru þær upplýsingar, sem hann hafði fengið, ekki réttar. Hefði Jónas sýnt þá sjálfsögðu mannasiði að spyrja undirritaðan hvort hann mætti birta rannsóknargögnin hefði hið sanna komið í ljós og slysið ekki orðið. Ég segi slys, því að þessi endaleysa er nú komin á prent og verður þar um aldur og ævi. Ég hugsa til þess með skelf- ingu hversu oft ég eigi eftir að þurfa að leiðrétta það í framtíðinni þegar menn taka að vitna í eyrna- merkingargögn Jónasar Jóns- sonar. Bls. 26. Náttúnifræðingum og refaskyttum/bændum er stillt upp sem andstæðum, náttúru- fræðingum mjög í óhag. Hér talar Jónas um „sjónarmið náttúrufræðinga sem styðjast við ákveðnar fræðikenningar, sem sjálfsagt er að bera virðingu fyrir þó að maður geti vissulega efast um hve vel þær eiga við í hverju tilviki eða hvort dregnar séu af Fjölrit nr. 16 Reykjavík. aprll 1987 Náttúruverndarráð Ráðstefna Náttúruverndarráðs 7 -8. október 1984 Villt spendýr og fuglar Arekstrar við hagsmuni mannsins þeim réttar ályktanir í öllum til- vikum.“ Og síðar á sömu blaðsíðu: „Á móti kemur svo reynsluþekk- ingin, byggð að hluta á viðteknum skoðunum eða jafnvel gömlum trúarsetningum en að hluta á fjölda athugana og áþreifanlegum staðreyndum sem alls ekki verður á móti mælt.“ Hér gerir Jónas áhrifaríka til- raun til þess að stilla upp hlið við hlið vesalings einfeldningunum, náttúrufræðingunum, sem hafa allt sitt vit úr bókum eða „fræði- kenningum" og svo hinum sem hafa „reynsluþekkinguna“ og byggja á „fjölda athugana og áþreifanlegum staðreyndum sem alls ekki verður á móti mælt.“ Þetta er sérkennilegur málflutn- ingur og full ástæða til þess að gera við hann athugasemd. Undir- ritaður fylgdist með hátterni villtra refa í rúmlega 500 klukku- stundir á árunum 1978—81 og hefur síðan árið 1979 safnað upp- lýsingum frá refaskyttum um fæðuleifar á rúmlega 400 grenjum, þ. á m. upplýsingum um lamba- leifar. Þessi „reynsluþekking“ er lítils virði að mati Jónasar. Þó held ég að hún sé fyllilega sambærileg við reynslu þeirra sem stundað hafa refaveiðar um árabil. Munur- inn liggur fyrst og fremst í því að ég hef aðallega fylgst með hegðan refa fjarri grenjum og komið á færri greni en flestar grenja- skyttur. Til þess að vega upp á móti því hef ég safnað upplýsing- um frá refaskyttum á skipulegan hátt en ekki reynt að heimfæra erlendar „fræðikenningar“ upp á íslenska refinn. Þetta veit Jónas en kýs að nefna það ekki. Hver tilgangur Jónasar er með því að reyna að koma því að hjá lesendum sínum að náttúrufræð- ingar, og þá ekki síst Páll Her- steinsson, lifi í einhverjum draumaheimi fjarri raunveruleik- anum, veit ég ekki, nema ef vera kynni að með því sé hann að reyna að renna stoðum undir eigin for- dóma gagnvart náttúrufræðing- um, sem skína í gegn í skrifum hans. Jónas Jónsson er reyndar ekki sá fyrsti til þess að reyna að telja landsmönnum trú um að Páll Her- steinsson hafi allt sitt vit úr bókum. Valgeir nokkur Sigurðs- son skrifaði ritdóm um rit Land- verndar, „Villt spendýr“, í Sam- vinnuna 1981. í síðasta kafla rit- dómsins, sem ber hið mjög svo viðeigandi heiti „Stofulærð skrif- borðsspeki“, gagnrýnir hann orða- val og prentvillu í grein minni þar sem stendur: „ ... er nú nákvæm- lega fylgst með fóðrun kinda að vetrinum og þær (átti að vera ,,ær“) látnar bera heima við bæi og jafnvel í húsi. „Valgeir segir um þetta: „Fleira eru kindur en full- orðnar ær eða lambfullir geml- ingar, en nú á dögum er mjög rík tilhneiging til þess, einkum hjá ungu fólki og kaupstaðarbúum, að nota orðið kindur eingöngu um ær. („Hvort er þetta hrútur eða kind,?“ spyrja blessuð kaupstaða- börnin stundum).“ Skilja má af þessum orðum Valgeirs að þar sem Páll Her- steinsson sé aðeins „blessað kaupstaðarbarn“ sé óþarfi að taka mark á því sem hann segi um refi. Pað sé hlutverk fræðimanna úr bændastétt að fjalla um refi, enda rugli þeir ekki saman hugtökunum „kind“ og „ær“. Freyr 629

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.