Freyr

Árgangur

Freyr - 15.08.1987, Blaðsíða 22

Freyr - 15.08.1987, Blaðsíða 22
Fleira er athugavert við ritdóm Valgeirs. í lok greinar minnar í riti Landverndar varpa ég fram ýms- um spurningum mönnum til um- hugsunar. Ein þeirra hljóðar svo: „Er hugsanlegt, að við höfum loksins eftir ellefu aldir fundið raunhæfa aðferð til að verjast skaða af völdum refa án þess að gera okkur grein fyrir því, nefni- lega betri umhirðu sauðkindarinn- ar?“ Valgeir vitnar orðrétt í þessa spurningu en kýs að sleppa fyrstu orðunum („Er hugsanlegt, að ...“) og spurningarmerkinu í lokin. Eftir þessa „snyrtingu" Valgeirs er merkingin auðvitað orðin allt önnur, enda bætir hann um betur og kallar þetta „ályktun" Páls Hersteinssonar. Það er leitt þegar menn grípa til fölsunar til þess að koma fordómum sínum á fram- færi. Næsta málsgrein Valgeirs hljóð- ar svo: „Ég, sem þessar línur rita, ólst upp í miklu sauðfjárræktar- héraði, þar sem víðlendar heiðar eru á alla vegu kringum sveitina, nema í þá átt sem veit að sjó. Þar var jafnan mikið af sauðfé, — og nóg af tófu. Á uppvaxtarárum mínum herjaði garnaveiki af slíku offorsi í þessu héraði, að dæmi voru þess, að einn og sami bónd- inn missti 25% af ám sínum úr veikinni á einu ári. Þetta þýddi vitaskuld það, að árum saman var fjöldi fársjúkra kinda í högum all- an ársins hring, vetur, sumar, vor og haust. En aldrei vissi ég til þess, að tófa dræpi fleiri kindur þau ár en önnur.“ Þetta er merkilegt innlegg í um- ræðuna. Valgeir veit auðvitað að aldrei verður hægt að sanna eða afsanna þessi orð hans og lesand- inn verður að treysta því að hann hafi lagt á minnið hve margar kindur tófan drap hvert ár í upp- vexti hans. Og ekki verður í jímð ráðið hvernig hann fékk upplýs- ingar um fjölda drepinna sauð- kinda eða hvort minni hans sé betra en gengur og gerist. En þetta er líklega það sem Jónas Jónsson kallar „áþreifanlegar staðreyndir sem ekki verður á móti mælt“ eða „reynsluþekk- ingu“. Valgeir lýkur ritdóminum á þessum orðum: „Rit Landverndar verðskuldar athygli og ábyrga um- fjöllun á opinberum vettvangi, eigi síður en annað prentað mál, sem út er gefið í landinu.“ Mér er spurn: Telst það „ábyrg umfjöllun“ að falsa tilvitnanir? Bls. 27. Því er haldið fram að Páll Hersteinsson noti einsdæmi skoðunum sínum til stuðnings. Jónas segir: „Hins vegar virðist verulega gæta þeirrar tilhneig- ingar hjá þeim (náttúrufræðing- um, innskot PH) að gera lítið úr tjóni eða hugsanlegu tjóni og þá vera sleppt augljósum atriðum, en einsdæmi tekin, sem eru skoðun- um þeirra til stuðnings, samanber þann hluta greinar Páls Hersteins- sonar er fjallar um refi og sauðfé, þó slá þeir oft varnagla og nefna það að frekari rannsókna sé þörf.“ Ég hefi lesið viðkomandi kafla til upprifjunar og kem ekki auga á þau „einsdæmi“ sem Jónas nefnir. Hins vegar er ekki úr vegi að benda mönnum á bls. 32 í grein Jónasar. Þar segir: „Sannað er að minkur tekur lömb. Þó hygg ég að enginn telji hann plágu í sambandi við sauðfjárrækt." Skyldi Jónas gerast hér sekur um að nota eins- dæmi fullyrðingu sinni til stuðn- ings? Hvað varðar skoðanir mínar á því að „frekari rannsókna sé þörf“ fæ ég ekki betur séð en að Jónas sé mér sammála að þessu leyti, sbr. orð hans á bls. 21 í greininni: „Það er beinlínis fráleitt að halda uppi kostnaðarsömum aðgerðum án þess að nokkuð sé í það lagt að kanna áhrif þeirra og leita leiða til þess að ná árangri með minni tilkostnaði." Bls. 28. Páll Hersteinsson heldur þvi fram að refir vinni ekki lengur skaða á sauðfé. Jónas segir: „Kenningin um að bætt aðbúð og meðferð sauðfjár svo og breyttir búskaparhættir valdi því að refir vinni ekki lengur skaða á sauðfé stenst ekki gagnvart reynslu þeirra er að þessu hafa unnið um áratugi eins og Sveins Einarssonar veiðistjóra svo og margra annarra.“ Hér reynir Jónas að læða því að lesendum að Páll Hersteinsson haldi því fram að refir vinni ekki skaða á sauðfé. Þessu hef ég aldrei haldið fram. Hins vegar hef ég bent á að skaði á sauðfé sé nú óverulegur miðað við það sem áður var. Jónas sýnir sjálfur fram á það í grein sinni, því að á sömu blaðsíðu bendir hann á að árið 1958 hafi orðið vart við dýrbít í 51 hreppi og árið 1959 í a.m.k. 52 hreppum, en á árunum 1970—80 hafi orðið vart við dýrbít í 12 hreppum að meðaltali á ári. Auðvitað átti ég með orðum mín- um við landsmeðaltal enda geta allir séð að bóndi sem missir 40 lömb, eins og Jónas nefnir dæmi um á bls. 29, hefur orðið fyrir verulegu tjóni. Jónas snýr út úr orðum mínum af hvötum sem hann einn kann skil á. Við þetta er því að bæta að ég þekki fáa sem ekki viðurkenna að það hljóti að koma að einhverju leyti í veg fyrir lambadráp refa að sauðfé sé haft á húsi eða heima- túni yfir sauðburð. Jónas bendir réttilega á (bls. 29) að breytingar á búskaparháttum voru að mestu um garð gengnar fyrir 1960 og á þá við tilkomu blóðsóttarbólu- efnis og útigang að vetrum. Þótt mikið hafi verið um dýrbíti á 6. áratugi þessarar aldar, sbr ofan- sagt, virðist af eldri lýsingum (t.d. Þorvalds Thoroddsens) hafa verið enn meira um þá á ofanverðri 19. öld. Það er því ekki „misvísandi að vitna í heimildir frá 18. og 19. öldinni í þessu sambandi" eins og Jónas segir á bls 29. Bls. 30. Fræðibækur gefa ranga mynd af raunveruleikanum. Efst á bls 30 fjallar Jónas um sléttuúlfinn (coyote) íN.-Ameríku og segir réttilega að víða í þeirri 630 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.