Freyr

Árgangur

Freyr - 15.08.1987, Blaðsíða 25

Freyr - 15.08.1987, Blaðsíða 25
Ungar í búrum. hafa breyst verulega og kröfur eru að koma fram víða um lönd, um strangara eftirlit með notkun til- raunadýra. Hver eru helstu nýmælin í þessu frumvarpi? Þau eru mörg og ekki tími til að nefna þau öll hér. í heildina má segja að lögin eru mikið ítarlegri en áður. Nokkur dæmi um nýmæli eða skýrari ákvæði í nýju lögunum get ég þó nefnt. Sett eru ítarleg ákvæði um úti- gang búfjár, einkum vegna hrossa, en meðferð á þeim hefur oft verið hraksmánarleg. Þegar dýr eru á útigangi er það m.a. gert að skyldu að þau hafi aðgang að þurrum og þrifalegum vistar- verum, nægu fóðri og vatni og skylt er að sinna þeim daglega. Sérstök grein fjallar um verksmiðjubúskap. Á verksmiðju- búum eru störf oft vélvædd að meira eða minna leyti og dýr höfð í búrum í stórum stfl. Við vélvæð- ingu verða samskipti manna og dýra oft mjög lítil og tækifæri til að fylgjast með líðan einstakra dýra eru takmörkuð. Bilanir í tækja- búnaði hafa stundum valdið stór- slysum. Búfé á vegum er mikið vanda- mál og því fylgir slysahætta. Bú- fjáreigendur skulu gæta þess, eftir því sem kostur er, að búfé þeirra gangi ekki á vegum eða í vegar- köntum. Dýraveiðar eru talsvert stund- aðar hér á landi og yfirleitt er vel að þeim staðið. Þó er stundum beitt ótrúlega grimmdarlegum að- ferðum, einkum við veiðar á ýms- um dýrum er við teljum til óþurft- ar út frá sjónarmiði mannsins. Við slíku er reynt að reisa skorður í nýju lögunum. Stundum getur þó þurft að fækka ákveðnum dýrum sem valda tjóni eða hætta kann að stafa af. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að Menntamálaráðuneytið setji reglur í hverju einstöku tilviki um slíkar aðgerðir, að fenginni umsögn Náttúruverndarráðs og fengnu samþykki Dýraverndar- nefndar. Þetta er m.a. gert til að koma í veg fyrir að einstaklingar eða hagsmunasamtök geti að eigin frumkvæði hrint af stað útrým- ingarherferðum á hendur ein- stökum dýrategundum, eins og átt hefur sér stað. Sérstakur kafli er í lögunum um tilraunadýr, og er með honum reynt að veita notkun tilraunadýra verulegt aðhald og tryggja góða umönnun þeirra. Reynslan er- lendis frá hefur sýnt að full þörf er á því. Gert er ráð fyrir verulegum breytingum á stjórn dýraverndar, til að gera hana virkari. Gert er ráð fyrir að núverandi dýra- verndarnefnd breytist í svonefnt Dýraverndarráð, en í hverju lög- sagnarumdæmi skuli skipaðar dýraverndarnefndir til að leysa málin á staðnum. Takist það ekki er hægt að skjóta málinu til Dýra- verndarráðs. En það er ekki nóg að setja ítarleg lög, ef ekki er tryggt að eftirlit sé með því að þeim verði framfylgt. Þess vegna er í Iögunum sérstakur kafli um hverjir skuli hafa eftirlitið á hendi. — Einnig er meðlimum dýraverndarnefndar ásamt löggæslumanni, eða héraðs- dýralækni ásamt löggæslumanni, heimilað hvenær sem er að skoða dýr og kanna aðbúð þeirra. Telji þeir að um alvarlegt brot á dýra- verndarlögunum sé að ræða, geta þeir fyrirvaralaust fjarlægt dýr úr vörslu umráðamanns. — Hér, eins og víðar í frumvarpinu, var höfð hliðsjón af barnaverndarlögum, enda er í báðum tilvikum um að ræða aðila sem ekki geta kvartað né borið hönd fyrir höfuð sér. Hvenær má svo búast við að þessi nýju lög taki gildi? Því er erfitt að svara. Nú er frum- varp þetta til athugunar í Mennta- málaráðuneytinu og hefur það leitað umsagna ýmissa hags- munaaðila. Búast má því við að það taki einhverjum breytingum, áður en það verður lagt fram á Alþingi. Síðan getur því miður liðið langur tími þar til Alþingi afgreiðir frumvarpið sem lög og þá geta verið orðnar á því margar breytingar og óvíst að þær verði allar til bóta. — Dýraverndarlög Freyr 633

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.