Freyr

Árgangur

Freyr - 15.08.1987, Blaðsíða 32

Freyr - 15.08.1987, Blaðsíða 32
innihald íslenskra kartafla aðeins 19—20%, en þeirra erlendu 23— 24%. Áætlað er að um 13000 tonn af kartöfluuppskerunni 1986 hafi verið hæf til manneldis og að þessi hluti kartöfluuppskerunnar sé um 75% af heildaruppskerunni 1986. Samkvæmt þessari áætlun er þá reiknað með að rúmlega 4000 tonn af heildarkartöfluuppsker- unni 1986 hafi verið úrkast og smælki. Mestum hluta af þessum 4000 tonnum, smælki og úrkasti, hefur fram að þessu verið hent og sama er að segja um allmikið magn af kartöfluúrgangi frá ný- reistum kartöfluverksmiðjum. Hér er um mikið fóður að ræða eða rúmlega 750 þús. FE, jafngildi um 750 tonna af innfluttu fóðri, ef reiknað er með að það þurfi 5,3 kg af kartöflum með 19% þurrefni í eina FE og einungis þessi 4000 tonn af smælki og úrkasti séu nýtt sem fóður. Auðveldara er að sýna fram á að hér er um allmikið magn af innlendu fóðri að ræða, en að mæla með notkun þess. Algjör forsenda þess að hægt sé að mæla með notkun á kartöfluúrgangi sem fóðri er að verð á FE sé hið sama hvort notaður sé kartöfluúr- gangur eða innflutt kornfóður. Þar sem flutningskostnaður og vinna við nýtingu á kartöfluúr- gangi er mikill er lítið sem ekkert hægt að greiða fyrir kartöfluúr- ganginn. Þar af leiðandi er ein- ungis hægt að ráðleggja bændum, sem stunda kartöflurækt ásamt öðrum búskap, og þeim, sem geta fengið kartöfluúrgang með litlum tilkostnaði, að nota kartöfluúr- gang sem fóður. Soðnar kartöflur, nýsoðnar eða súrsaðar, eru mjög gott fóður handa svínum. Soðnar kartöflur eru auðmeltar og bragðgóðar og hafa jákvæð áhrif á fleskgæðin. Kartöflur innihalda mikla sterkju en lítið af próteini, steinefnum og A-vítamíni. Þess vegna er nauð- synlegt að gefa fóður, sem auðugt er af próteini, steinefnum og víta- mínum með kartöflum, ef forðast á alls konar kvilla, svo sem lélega átlyst, lítinn vaxtarhraða, krampa og lömun. Nauðsynlegt er að sjóða kart- öflur, ef nota á þær handa svínum, því að í safa úr hráum kartöflum er efni, sem hefur óheppileg áhrif á efnaskipti hjá svínum. Við suðu eyðileggst þetta efni. Tafla 2 sýnir hvernig fóðra má grísi frá 20 kg þunga til 95 kg þunga á fóðri sem er 60,4% soðn- Tafla 3. Fóðurtafla fyrir eldisgrísi — takmarkað magn af undanrennu og kartöflum. (Ekonomisk svinuppföring, 1965). 30 KG PYNGD 50 KG ÞYNGD 70 KG ÞYNGD prót11 Ca P prót11 Ca P prót11 Ca P Kg FE g g g Kg FE g g g Kg FE g g g Næringarþörf ... Fóðrun 1,3 171 7,0 5,0 2,1 235 9,0 6,5 2,8 291 11,0 8.0 Undanrenna .... 1,0 0.12 29 1,1 0,9 0,5 0,06 15 0,6 0.5 0,5 0,06 15 0.6 0,5 Soðnar kartöflur . 1,0 0,23 3 0,2 0.6 2,0 0,46 6 0,4 1,2 4,0 0,92 12 0,8 2,4 Fóðurblanda .... 1,0 0,96 131 7,3 5,4 1,6 1,54 210 11,7 8,6 1,9 1,82 249 13,9 10,3 Alls: 1,31 163 8,6 6,9 2,06 231 12,7 10,3 2,80 276 15.3 13,2 Ca/P hlutfall: 1,25 1,23 1.16 ') Hreinprótein. Tafla 4. Fóðurtafla fyrir gyltur — takmarkað magn af undanrennu og kartöflum. (Ekonomisk svinuppföring, 1965.) Á meðgöngutíma. Síðustu 3 vikur fyrir got. Á mjólkurskeiði. prót11 Ca P prót'1 Ca P prót11 Ca P Kg FE g g g Kg FE g g g Kg FE g g g Næringarþörf . .. Fóðrun 2,5 250 13 9 3,5 375 18 13 6,0 750 40 28 Undanrenna . . . . 4 0,48 116 4,4 3,6 Soðnar kartöflur . . 3 0,69 9 0,6 1,8 4 0,92 12 0,8 2,4 4 0,92 12 0,8 2,4 Vothey . 5 0,75 110 15,0 2,5 3 0,45 66 9,0 1,5 2 0,30 44 6,0 1,0 Fóðurblanda .... . 1,1 1,06 144 0,8 5,9 2,2 2,11 288 16,1 11,9 4,5 4,32 590 32,9 24,3 Alls: 2,50 263 16,4 10,2 3,48 366 25,9 15,8 6,02 762 44,1 31,3 Ca/P hlutfall: 2,31 1,64 1,41 ') Hreinprótein. 640 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.