Freyr

Árgangur

Freyr - 15.08.1987, Blaðsíða 34

Freyr - 15.08.1987, Blaðsíða 34
Gróðurvernd og endurheimt landgæða Á árinu 1986 gaf Námsgagna- stofnun út bæklinginn „Gróöur- vernd og endurheimt landgæða“ eftir þá Ingva Þorsteinsson gróðurkortafræðing og Sigurð Blöndal skógræktarstjóra. Svo sem fram kemur í bæklingnum er efni hans að stofni til greinaflokk- ur sem birtist í Lesbók Morgun- blaðsins árið 1984. Bæklingurinn, sem er 25 bls. í stóru broti, er prentaður á vandaðan pappír og í honum er fjöldi litmynda. Frá- gangur er með ágætum, enda greinilega til þess ætlast að hann sé læsilegur og veki áhuga lesand- ans á efninu. Hann kostaði kr. 350 eintakið í vor þegar ég keypti það í Skólavörubúð Námsgagnastofn- unar á Laugavegi 166. Þess ber einnig að geta að málfarið á text- anum er lipurt. Á bls. 7 og 19 hafa höfundarnir séð ástæðu til að til- greina þýðingar orðanna „lág- viðri“ og „vistkerfi“ á norður- landamálum. Þar eru þau ensku- slettur og teldi ég eðlilegra að gefa þau upp á ómengaðri ensku en þannig eru þau þekktust í kennslu- bókum og fræðiritum um allan heim. En þetta er nánast smáatr- 642 Freyr iði miðað við annað sem stundum ber fyrir augu í skrifum lærðra og leikra um álíka málefni. í bæklingnum „Gróður og endurheimt landgæða" er margvíslegur fróðleikur og bera helstu kaflarnir heitin „Gróður- eyðing á jörðinni“, „Náttúrulegt gróðurfar íslands", „Aðgerðir gegn eyðingunni“ og „Endur- heimt landgæða". Mest af því gróðurlendi sem fjallað er um er beitiland, bæði heimalönd og afréttir, og vil ég hvetja bændur og búalið til að kynna sér efni bæklingsins og sjá hvernig tveir þekktir gróðursérfræðingar til- reiða kennsluefni fyrir skóla landsins. Þarna er greinilega leitast við að draga fram sem mestar andstæður í hvívetna, ann- að hvort gott eða slæmt ástand gróðurlenda, svo sem með birt- ingu mynda af friðuðu landi ann- ars vegar og mikið beittu landi hins vegar. Af þessu leggur óneitanlega töluverðan áróðurs- þef þótt bæklingurinn sé gefinn út sem námsgagn. Mér finnst óvið- unandi hve mikið er um hæpnar fullyrðingar og ýkjur sem spilla textanum og tilgreini hér fáein dæmi: Á bls. 8 er sá dómur uppkveð- inn að ...,,við sitjum uppi með lélegt beitiland" og á bls. 13 er staðhæft ...,,að gróðurlendi lands- ins hafi aldrei verið minni að flatarmáli en nú“ og varla verður gróðursaga landsins einfölduð meir en í kringlumyndunum efst á bls. 12 þar sem m.a. kemur fram að við landnám hafi gróðurlaust land verið 18.000 ferkílómetrar en 1974 hafi 58.000 ferkílómetrar verið orðnir gróðurlausir. Er furða þótt leikkonunni góðkunnu, Herdísi Þorvaldsdóttur, verði m.a. þessi fróðleikur frá Námsgagnastofnun tilefni til að skrifa greinina „Kjötfjallið í eyðimörkinni" í Morgunblaðinu 7. mars í vetur? Þar fjallar hún um gróðureyðingu af miklum tilfinn- ingahita og gagnrýnir mjög sauðfjárbúskap landsmanna. Á bls. 5 íbæklingnum ersagt „.... að loftslag um landnám hafi verið ívið hagstæðara en nú er ....“ þótt fræðilegar vísbendingar séu um að lengst af síðan hafi verið mun kaldara, samanber t.d. ritgerð dr. Sturlu Friðrikssonar „Factors aff- ecting production and stability of northern ecosystems“ í ritinu „Grazing research at Northern Latitudes“ sem kom út í fyrra. Þar er vitnað í eldri heimildir þessu til stuðnings. Ljósmyndin af rótar- lufsunum og reglustikunni neðst á bls. 9 á að mínum dómi lítið skylt við fræðimennsku þótt það sé gef- ið í skyn enda án nýtilegra skýr- inga. Einföldun staðreynda getur vissulega átt rétt á sér eins og t.d. efst á bls. 9 en neðst á þeirri síðu er greinilega of langt gengið og verður að skrifa birtingu myndar- innar á reikning hroðvirkni eða mistaka. Það skal viðurkennt fúslega að sum framangreindra atriða eru umdeilanleg og skoðanir eru skiptar um margt sem varðar gróður landsins. Þó er víst að rangt er farið með eitt veigamikið atriði á bls. 13. Þar er réttilega bent á fækkun sauðfjár og fjölgun hrossa á undanförnum árum en það er fráleitt að segja síðan ....„Nú er fleira búfé í sumar- högum á íslandi en nokkru sinni fyrr á öldum“ ... Stórfelld fækkun sauðfjár vegur mun þyngra en nokkur fjölgun hrossa frá því 1978 þegar einna flest var í högum. Sumir eru reyndar þeirrar skoðun- ar að beitarálag hafi verið jafnvel og endurheimt landgæða

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.