Freyr

Árgangur

Freyr - 15.08.1987, Blaðsíða 35

Freyr - 15.08.1987, Blaðsíða 35
meira í úthaga um 1940. Þá var margt hrossa og sauðfjár og naut- gripir að mestu í úthaga, vetrar- beit var þá enn mikil, stóðhross gengu víða í afréttum, beitartími þá var lengri en víðast hvar tíðkast nú og notkun ræktaðs lands til vor- og haustbeitar sauðfjár var nær óþekkt. Þar að auki var út- jörð nýtt mikið til slægna. Því má þó ekki gleyma að gróðurskilyrði voru að jafnaði skárri vegna hlýrra loftslags á þeim árum. Höfundar bæklingsins leggja mikla áherslu á friðun lands fyrir beii um lengri eða skemmri tíma, telja það ódýra aðferð við „endur- heimt horfinna landgæða“. Svo er að skilja að þeir telji girðingar ekki kostnaðarsamar (bls. 18) og kom mér á óvart að skógræktar- stjóri skyldi skrifa undir slíkan málflutning. Að mínum dómi er allt of lítið fjallað um jákvæð áhrif þess að draga úr beit á ofbitnu landi. Það hefur t.d. komið glögg- lega í ljós í beitartilrauninni á Auðkúluheiði að fjalldrapi og víðir er orðinn býsna gróskumikill í þeim hólfum sem hafa verið annað hvort lítð eða hóflega bitin í rúman áratug, en í ofbeitta hólfinu fær sá gróður ekki þrifist svo að heitið geti. Það er bagalegt í umræðum um gróðurvernd hve margir halda að öll beit sé skaðleg. Ég hef ekki trú á að lestur þessa bæklings verði til þess að eyða fordómum og þekkingarskorti þeirra sem t.d. uppnefna sauðkindina „bitvarg" eða „fjallamaðk" í ófgaskrifum sínum og áróðri. Neðri myndin á bls. 13 þar sem þrjár svartar kind- ur standa við rofabarð er vissulega vatn á myllu þess fólks og ekki er ólíklegt að lesandinn dragi þá ein- földu ályktun af myndinni og texta hennar, „Svörtu sauðirnir?" að þannig hafi sauðkindin ein eytt gróðri og jarðvegi landsins. Þess má geta til fróðleiks að í ágætri grein um ísland sem birtist í hinu víðlesna og virta bandaríska tíma- riti „National Geographic“ í febr- úar í vetur staðhæfir höfundurinn, blaðakonan Louise E. Levathes, á bls. 198 að ...,,á rúmlega þúsund árum hafi manninum og sauðkind- inni tekist að eyða svo til öllum skógum á Islandi („Man and she- ep have managed in little over a thousand years to destroy virtu- ally all of Iceland’s forests". En þetta er nú útúrdúr, og þó. Furðu sætir hve lítið er fjallað í bæklingnum um stórvirki Land- græðslu ríkisins (áður Sandgræðsl- unnar) við gróðurvernd og upp- græðslu um nær 80 ára skeið. Það er meira að segja svo að vinstra megin á mynd á bls. 10 af austan- verðu Sandfelli ofan Haukadals í Biskupstungum, með textanum „Þar sem landinu blæðir", blasir við uppgræðsla á örfoka landi eftir flugvélardreifingu (áburðarrákir) en þess er ekki getið. Sá árangur er þó kunnur öllum sem þar hafa farið um, m.a. höfundum bækl- ingsins. Þetta land var reyndar friðað fyrir um tuttugu árum og er allt innan landgræðslugirðingar. Grannt skoðað á jörðu er kominn víðir í áburðarrákirnar en rofa- börðin hafa lítið eða ekkert gróið upp með friðun einni saman. Ég vek athygli á gagnlegri skrá aftast í bæklingnum um ýmsa opinbera aðila og áhugamanna- samtök á sviði gróðurverndar. En þar vantar því miður eina stofnun sem komið hefur meira við sögu þessara mála en sumir þeir aðilar sem þar eru taldir upp — nefni- lega Búnaðarfélag íslands. Búnaðarfélagið hefur m.a. átt fulltrúa í öllum ítölunefndum sem starfað hafa til þessa. Það tók virkan þátt í skipulagningu, undir- búningi og framkvæmd land- græðsluáætlunar og síðan 1977 hefur starfað hjá því landnýtingar- ráðunautur sem fjallar einkum um beitarmál. Það þykir ef til vill ekki nógu fínt að kenna bændur við gróðurvernd, undirtónninn í bæklingnum bendir raunar til hins gagnstæða. Hví má ekki virða vel þann vaxandi áhuga sem bændur sýna gróðurverndarmálum og benda á það sem jákvætt er og horfir til framfara og bóta? Eða var þetta kannski bara gleymska? Þegar ég veg og met kosti og galla bæklingsins „Gróðurvernd og endurheimt landgæða“ kemst ég að þeirri niðurstöðu að hér sé komið á prent býsna magnað áróðursrit með fræðilegu ívafi. Það er vissulega vandaverk að semja frambærilegt námsefni um gróður og gróðurvernd og að mín- um dómi hefur það ekki tekist hér fremur en áður. Þótt ég telji þenn- an bækling óhæfan sem kennslu- efni af áðurgreindum ástæðum, og birting hans því Námsgagna- stofnun ekki sæmandi, vona ég að stofnunin sjái sér fært að láta semja öfgalaust, alhliða námsefni á þessu sviði sem fyrst. Má ég sem faðir barna og unglinga á skóla- aldri biðja um vandaðri vinnu- brögð við samningu og útgáfu námsefnis um gróðurvernd sem kostað er af almannafé? Annars er hætt við að skólaæskan öðlist ekki djúpstæðari þekkingu á gróðursögu landsins í þessu tilviki en fram kom hjá erlendu blaða- konunni sem vitnað var í hér að framan. Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunaulur. Dvínandi glóð Árið 1894 komu út Helgidaga- prédikanir, húslestrabók, eftir séra Pál Sigurðsson í Gaulverja- bæ, föður Árna Pálssonar pró- fessors. Séra Páll var þá dáinn nokkrum árum áður, en hann lést árið 1887, aðeins 48 ára að aldri. Kostnaðarmaður að útgáfu bókarinnar var Sigurður Krist- jánsson, bóksali, og um hana orti hann eftirfarandi vísu: „Djöfla óðum fækkar fans fyrir góðum penna uns í hlóðum andskotans engar glóðir brenna.“ FREYR 643

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.