Freyr

Árgangur

Freyr - 15.08.1987, Blaðsíða 36

Freyr - 15.08.1987, Blaðsíða 36
Benedikt Björgvinsson var ráðinn héraðsráðunautur hjá Bún- aðarsambandi Norður-Þingeyinga frá 1. ágúst sl. Benedikt er kandídat frá Búvís- indadeild Bændaskólans á Hvann- eyri árið 1979 og hefur síðan stundað ráðunautastörf og kennslu, nú síðast við Grunn- skólann á Kópaskeri. Þóroddur Sveinsson tók við starfi sérfræðings við Eftirlitsdeild Rala hinn 1. júní sl. Hann tók við starfinu af Steinunni Magnús- dóttur. Þóroddur er búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1975 og lauk tækniprófi á jarð- ræktarsviði við Landbúnaðrtækni- háskólann í Árósum árið 1970 og hefur starfað hjá Rala síðan. Hann hefur verið í leyfi undanfar- in þrjú ár og stundað þann tíma framhaldsnám í jarðrækt við Ríkisháskóla Norður-Dakóta í 644 Freyr Fargo í Bandaríkjunum þar sem hann lauk B.Sc. prófi árið 1985 og M.Sc. prófi vorið 1987. Aðalrit- gerð hans fjallaði um frædvala í íslensku vallarsveifgrasi. Kona hans er Jónína B. Grét- arsdóttir tækniteiknari, frá Reykjavík. Guðmundur Helgi Gunnarsson tók við hálfu starfi ráðunautar hjá Ræktunarfélagi Norðurlands seint á síðasta ári. Að hálfu er hann áfram ráðunautur hjá Búnaðar- sambandi Eyjafjarðar. Verksvið Guðmundar hjá Ræktunarfélagi Norðurlands er heyefnagreiningar og leiðbeining- ar um fóðrun. Ingimar Sveinsson kennari við Bændaskólann á Hvanneyri var ráðinn ráðunautur í kanínurækt í Vá hluta starfs frá 1. maí sl. Þessu starfi er hagað þannig að Búnaðarfélag íslands og Bænda- skólinn á Hvanneyri hafa gert með sér samning um að Bænda- skólinn hafi þessa þjónustu með höndum og sér Ingimar um hana fyrir hönd skólans. Unnt er að hafa samband við Ingimar í síma skólans 93-70000. Heimasími hans er 93-70012. Jón Hlynur Sigurðsson tók snemma í júní sl. við starfi héraðs- ráðunautar hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar með umsjón á bænda- bókhaldi sem aðalstarf. Jón er kandídat frá Búvísinda- deild Bændaskólans á Hvanneyri árið 1983 og hefur síðan starfað sem ráðunautur hjá Búnaðarsam- bandi Skagfirðinga. Emma Eyþórsdóttir búfjárfræð- ingur á Rannsóknastofnun land- búnaðarins var skipuð ullar- matsformaður frá 1. janúar sl. Hún tók við starfinu af Stefáni Aðalsteinssyni búfjárfræðingi sem sagði því lausu frá sama tíma.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.