Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1987, Blaðsíða 7

Freyr - 15.09.1987, Blaðsíða 7
Staða Búnaðarfélags íslands Búnaðarfélag íslands hefur lengi gnæft hátt í íslenskum landbúnaði vegna verka sinna og forystuhlutverks síns þar. F»eir sem fluttu félaginu árnaðaróskir á afmælisári og óskir um bjarta framtíð bera fyrir brjósti að innan vébanda þess fari fram sókn og vörn fyrir málefni landbúnaðarins. Ef sú glíma sem þar hefur verið háð flyst annað veikist um leið staða félagsins. Undanfarin ár hefur verið umbrotatími í íslenskum landbúnaði. Með framleiðslustjórn á mjólk og sauðfjárafurðum sem upp var tekin um 1980 breyttust á skömmum tíma þarfir bænda fyrir leiðbeiningar. í stað fram- leiðsluhvetjandi leiðbeininga í hefðbundnum búgreinum kölluðu nýir tímar á minni fram- leiðslu og ódýrari í þessum greinum. Jafn- framt skapaðist mikil þörf fyrir leiðbeiningar í nýjum búgreinum. Leiðbeiningaþjónusta hefur leitast við að laga sig að þessum aðstæðum með Búnaðarfé- lag íslands í broddi fylkingar. Hátt í 10 héraðsráðunautar hafa kynnt sér sérstaklega loðdýrarækt og tveir búfræðikandidatar, báð- ir konur, hafa farið í framhaldsnám í grein- inni. Ráðnir hafa verið til Búnaðarfélagsins ráðunautar í fiskeldi, kanínurækt og ferða- þjónustu. Notkun á tölvum hefur vaxið mjög mikið, bæði í starfsemi búnaðarsambandanna og hjá Búnaðarfélaginu. Komið hefur verið á fót bændabókhaldi úti um land og hagfræði- legar leiðbeiningar og áætlanagerð um bú- rekstur í framhaldi af því. Ýmis ný verkefni er farið að vinna í tölvum. Má þar nefna skýrsluhald í loðdýrarækt, út- reikninga á kynbótaspá hrossa og tölvuskrán- ingu á öllum markaskrám á landinu. Án efa mun þessum verkefnum enn fjölga og má þar nefna gagnaöflun og samræmingu gagna við gerð fyrirhugaðrar jarðaskrár. Þróun í þessum málum á undanförnum árum hefur þó ekki öll verið á jákvæðan veg. Þar ber hæst að búnaðarsamböndin hafa á þessum tíma átt í verulegum erfiðleikum með að manna stöður héraðsráðunauta sem losnað hafa. Það ástand hefur komið sér afar illa við þær kringumstæður sem ríkt hafa þegar það er spurning um tilveru u.þ.b. fjórðungs bænda- stéttarinnar og byggðar í ýmsum héruðum landsins hvernig til tekst um búháttabreyting- ar á næstu árum. Héraðsráðunautar hafa nánust tengsl við bændur og við þær búhátta- breytingar sem gera þarf eru það fyrst og fremst einstaklingsleiðbeiningar sem koma að gagni. Umsvif Búnaðarfélagsins hafa nokkuð minnkað á undanförnum árum eins og ýmissa annarra stofnana sem kostaðar eru af ríkis- sjóði. Jafnframt eru teikn á lofti, svo sem í fjárlagagerð fyrir næsta ár, að á brattann verði enn frekar að sækja um fjárveitingar úr ríkissjóði til ráðunautaþjónustu í landbúnaði, bæði á vegum Búnaðarfélagsins og búnaðar- sambandanna. I þessum sambandi má rifja upp að raddir hafa heyrst sem gagnrýnt hafa það að ríkis- valdið framselji félagsskap sem það stjórnar ekki framkvæmd laga, eins og gert hefur verið um langan aldur innan landbúnaðarins. Þar er haft í huga að Búnaðarfélag íslands framfylgir jarðræktarlögum, búfjárræktarlögum og fleiri lögum í umboði landbúnaðarráðuneytis. Þeir sem því halda fram telja að ráðuneytið sjálft, eða aðrar stofnanir sem ríkisvaldið stjórnar, eigi að hafa framkvæmd þessara laga sem annarra með höndum. Gagnstæðum sjónarmiðum hefur einnig verið haldið fram, þ.e. að „lengra“ sé frá ráðuneyti til hins almenna bónda en frá Búnaðarfélaginu og að ráðuneyti hafi orð á sér fyrir seina afgreiðslu á málum. í sambandi við þá þróun sem er að gerast í stjórn á málefnum landbúnaðarins er ástæða til að minna á þær breytingar sem urðu þegar núgildandi búvörulög voru sett árið 1985. Með þeim lögum var ákvarðanataka í ýmsum málum flutt frá Framleiðsluráði landbúnaðar- ins til landbúnaðarráðuneytisins. Það er Freyr 695

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.