Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1987, Blaðsíða 8

Freyr - 15.09.1987, Blaðsíða 8
einnig til merkis um þessa þróun að starfs- mönnum með búfræðimenntun hefur fjölgað í ráðuneytinu á síðustu árum og það verður æ algengara að ráðuneytið leggi til menn í nefndir sem vinna að afmörkuðum málum landbúnaðar og að það hafi forgöngu um slík nefndarstörf. Hér má benda á að þau smáu skref á þessari þróunarbraut sem tekin hafi verið hér á landi hafa verið stigin til fulls í Noregi og víðar. Systurfélag Búnaðarfélags íslands frá síðustu öld, Selskapet for Norges Vel, hefur nú lítil umsvif en ýmis þau verkefni sem það hafði áður eru nú í höndum landbúnaðarráðuneytis og stéttarfélaga bænda þar í landi. Á síðustu árum hafa verið stofnuð búgreinafélög um flestar búgreinar sem stundaðar eru hér á landi. Eitt þessara félaga, Samband íslenskra loðdýraræktenda, hefur komið á fót leiðbeiningaþjónustu en slík þjón- usta var til skamms tíma alveg á vegum Búnaðarfélags íslands. Erfiðara virðist vera en ella að samræma leiðbeiningaþjónustu Búnaðarfélags íslands og búgreinafélaganna þar sem búgreinafélögin hafa ekki átt form- lega aðild að Búnaðarfélaginu eins og þau eiga að Stéttarsambandi bænda. Þau atriði sem hér hafa verið rakin eru öll til merkis um að staða Búnaðarfélags íslands sé að verða óvissari. í eðli sínu er hér tekist á um völd, hvar þau eru og hver eigi með þau að fara. Alkunna er að flestar stofnanir vilja halda völdum sínum og helst auka þau. Það er því ekki óvænt að ýmsar stofnanir og félög vilji auka völd sín á kostnað Búnaðarfélags íslands. Eins og áður er fram komið hafa umsvif Búnaðarfélagsins minnkað á undanförnum árum. Það er í samræmi við þá stefnuyfirlýs- ingu margra stjórnmálaflokka hér á landi að atvinnuvegirnir taki í vaxandi mæli á sig kostnað við leinbeiningaþjónustu sína og rannsóknir. Hvernig hefur Búnaðarfélag íslands brugð- ist við þessu? í fljótu bragði séð hefur það haldið óbreyttri stefnu, starfshættir þess hafa lítið sem ekki breyst né uppbygging þess. Ýmislegt hefur þó verið fjallað um stöðu þess og framtíð; ályktun um endurskoðun laga um málefni Iandbúnaðarins komið fram, nefnd um það mál stofnuð sem ekki hefur lokið störfum, fundir haldnir um skipulag og fjár- mögnun leiðbeiningaþjónustunnar og skipu- lagsmál landbúnaðarins og skýrsla unnin. Framgangur þessara mála hefur þó verið hægur og engar skýrar línur enn komið fram um það á hvern veg starfsemi félagsins mun ætlað að þróast. Margir hafa þar lýst skoðun- um sínum og skal hér slegist í þann hóp. Efst ber þar að það meginhlutverk sem Búnaðarfélagið rækir, leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði, verður í framtíðinni jafnmikil- vægt og það er og hefur verið um langa hríð. Breytingar á búháttum krefjast enn meiri leiðbeininga og fræðslu heldur en hefðbund- nar búgreinar. Búnaðarfélag íslands hefur þar verk að vinna. Hins vegar má gera ráð fyrir að fjárveitingar úr ríkissjóði til þessa verkefnis fari minnkandi. Það er því brýnt að samvinna og samstaða náist við aðra þá aðila sem þarna koma við sögu. Þar má nefna skóla í landbún- aði, þ.e. Garðyrkjuskólann og búnaðar- skólana, búgreinafélögin, rannsóknarstarf- semina o.fl. í þessu nýja skipulagi þarf Bún- aðarfélagið að endurskipuleggja starfsemi sína á þann veg að draga úr starfsemi höfu- ðstöðvanna í Reykjavík en efla leiðbeininga- þjónustuna í héröðunum, m.ö.o. leggja þarf áherslu á einstaklingsleiðbeiningar beint við bændur. í höfuðstöðvum félagsins þarf að vinna ýmiss konar heildaruppgjör þar sem tölvur munu gegna rniklu hlutverki. Leita þarf nýrra fjármögnunarleiða. Ein þeirra er að taka gjald fyrir ákveðin verk og er þess konar gjaldtaka nú þegar vaxandi. Sjóðagjöld í landbúnaði eru undir smásjá um þessar mundir og uppstokkun þeirra væntan- leg. Þar þurfa bændur að meta hvort skyn- samlegt sé að leiðbeiningaþjónusta verði kostuð að einhverju leyti með slíkum gjöldum. Búnaðarþing er æðsta stofnun Búnaðarfé- lags íslands. Skipan þess hefur breyst í áranna. Framhald á bls. 720 696 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.