Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1987, Blaðsíða 11

Freyr - 15.09.1987, Blaðsíða 11
RSAMTOK A ISLANDI töö ÁRA Frá hátíðafundinum. Formaður Búnaðarfélags íslands í rœðustól. Ljósmyndir Freyr-J.J.D. í hugum manna bæði alfa og ómega, upphaf og endir, alls at- vinnulífs í landinu. En þróunin fór sér ekki óðslega á voru landi íslandi á þessum árum dæmalausra harðinda og ör- birgðar í landinu. Það var því ekki fyrr en alveg í aldarlokin, þegar mesta óöldin var afstaðin, að menn voru tilbúnir að stíga skrefið og stofna hið margumrædda félag, Búnaðarfélag landsins, eins og menn orðuðu það um skeið, en svo hlaut nafnið Búnaðarfélag ís- lands þegar til kastanna kom og það var formlega stofnað sumarið 1899. Stofndagurinn er talinn 5. júlí, á lestatíðinni. Þann dag var haldinn hér í Reykjavík síðasti aðalfundur Búnaðarfélags Suðuramtsins, sem svo snerist upp í að verða stofn- fundur nýja félagsskaparins með því að samþykkt var lagafrumvarp fyrir Búnaðarfélag íslands. Félag- inu voru sett stórhuga markmið þar sem tilgangur þess er skil- greindur svo að það skuli efla búnaðarháttu, atvinnuvegi og vel- megun landsbúa. Margir góðir menn lögðu hönd á plóginn til þess að þessum áfanga yrði náð og er þar hlutur forsvarsmanna Bún- aðarfélags Suðuramtsins mestur. Samning félagslaganna var þó einkum verk Páls Briem, amt- manns fyrir norðan og austan, en hann var maður haldinn brenn- andi áhuga á öllum málum, sem honum virtist horfa til heilla landi og lýð. I lagafrumvarpi hans, sem síðan var samþykkt sem lög Búnaðarfél- agsins, er kveðið á um Búnaðar- þing, skipað 12 fulltrúum lands- hlutanna og komi saman annað hvort ár, það árið sem Alþingi komi saman. Þarna kemur hið virðulega orð Búnaðarþing fram í fyrsta sinn og ég vil leyfa mér að fullyrða, að það hafi alla tíð staðið prýðilega undir þing-nafninu og reynst dugandi tæki bændastéttar- innar í sókn hennar til framfara og vörn hennar í hreggviðrum þjóðl- ífsins á þessari merkilegu öld um byltingar í atvinnulífi og þjóðfé- lagsgerð, sem við nú lifum. Það skal þó tekið fram vegna þeirra gesta okkar, sem ókunnir eru samtökum okkar, að ýmsar breytingar hafa orðið á skipan Búnaðarþings í tímans ráð og eru fulltrúar nú, og hafa lengi verið 25 kosnir af 15 búnaðarsamtökum landsins. Það er athyglisvert og segir nokkra sögu hve náin tengsl voru í upphafi milli Búnaðarþings og Al- þingis. Þegar litið er á fulltrúa- skrána frá 1899 séest, að hvorki meira né minna en % fulltrúanna eru jafnframt alþingismenn. Samt eru 7 þessarar 12-menninga bænd- ur og 8 þó ef Þórhallur Bjarnason, Freyr 699

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.