Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1987, Blaðsíða 12

Freyr - 15.09.1987, Blaðsíða 12
Þrír fyrrum búnaðarþingsfulltrúar og landbúnaðarráðherra. F. v. Friðbert Pétursson í Botni í Súgandafirði, Helgi Símonarson á Þverá í Svarfaðardal, Sigurjón Sigurðsson í Raflholti í Holtum og Jón Helgason ráðherra. síðar biskup, er meðtalinn, eins og hann sjálfur gerði. Svo mikill áhugi alþingismanna á að þessi félagsstofnun kæmist á laggirnar, að þingið 1897 ákvað að veita Búnaðarfélaginu ríflegan fjárstyrk ef það yrði stofnað á fjárlagatíma- bilinu, sem þá voru 2 ár. Það hafa víst ekki mörg félög no‘ “» slíkrar náðar hjá fjárveitingavaldinu eða fengið slíka vöggugjöf. Margt hefur breyst í þjóðfélagi okkar síðan, svo sem styrkleika- hlutfall atvinnustéttanna, sem m.a. endurspeglast í skipan Al- þingis. Þó eiga bændur enn nokkra fulltrúa þar og síst færri en sem svarar hlutfalli í fólksfjöldan- um. Og enn er reyndar einn bóndi bæði Alþingis- og Búnaðarþings- maður. Og það er gott að geta sagt frá því að samskipti þessara stofnana hafa jafnan verið góð Og ein- kennst af gagnkvæmu traus og er svo enn. Þannig sendir Alþingi jafnan Búnaðarfélaginu og þá jafnframt Búnaðarþingi til um- sagnar öll þingmál sem að veru- legu leyti snerta landbúnaðinn. Á hinn bóginn hefur Búnaðarþing jafnaðarlega haft sjálft forgöngu um nýja lagasetningu á landbún- aðarsviði eða breytingar á eldri lögum. Og það má fullyrða að Alþingi hefur í langflestum tilfell- um tekið þessum frumvörpum vel og lögfest efni þeirra. Þetta tillit og þetta traust löggjafarsamkund- unnar til fulltrúafundar okkar bænda er skylt að þakka og meta að verðleikum. Annars verður sögu Búnaðar- þings gerð rækileg skil í afmælisriti Búnaðarfélagsins, sem koma mun út síðar á árinu. Hver sem rekur sig í gegnum þann annál mun komast að raun um að Búnaðar- þing hefur látið sig varða flest eða öll velferðarmál landbúnaðarins og bændastéttarinnar, leitast við að sjá þróun mála fyrir og stýra þeim í farsælan farveg. Og þó að vel megi viðurkenna, að menn hafi ekki alltaf séð nógu vel fram í tímann, er hinu ekki að neita, að furðu oft hafa þeir skilið rétt kall tímans og ályktað af mikilli fram- sýni. Hér mun vera rétt, einkum vegna þeirra gesta okkar, sem ekki eru innvígðir í félagsuppbygg- ingu landbúnaðarins, að minna á, að fyrir 40 árum varð til systurfé- lag Búnaðarfélagsins, Stéttarsam- band bænda, sem síðan hefur sam- kvæmt tilgangi sínum helgað sig þeim þætti landbúnaðarmála, sem lýtur að kjaramálum í víðri merk- ingu. Samskipti þessara náskyldu félagssamtaka eru einnig, sem betur fer, ágæt eins og vel sannast, t.d. í sameign þeirra að þessu húsi, Bændahöllinni, sem við eru stödd í, og þannig er það líka á öðrum sviðum. Sjálfsagt er það ofarlega í hug- um margra nú að landbúnaðurinn á íslandi eigi í sérstaklega miklum örðugleikum og sumir kveða miklu fastar að orði. Rétt er það sjálfsagt, að landbúnaðurinn á í nokkrum þrengingum, ekki sér- staklega miklum, öllu fremur sér- stæðum þrengingum. Það eru erf- iðleikar, sem að sumu leyti tengj- ast velgengni þjóðfélags okkar og eru að verulegu leyti sameiginleg fyrir hin iðnvæddu lönd vesturs- ins. Eigi að síður má ekki gera lítið úr þeim og vill Búnaðarþing fyrir sitt leyti leggja hönd á plóg um farsælar lausnir í landbúnaðarmál- um honum og þjóðinni til heilla. Því læt ég nú þessum inngangs- orðum mínum lokið og segi þenn- an hátíðarfund Búnaðarþings settan. ARMULA3 REVKJAVIK SIMl 3BÖOO 700 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.