Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1987, Blaðsíða 13

Freyr - 15.09.1987, Blaðsíða 13
Gerð verði landbúnaðaráætlun og samin jarðabók Úr ræðu Bjama Guðráðssonar Að loknu ávarpi formanns Búnað- arfélags Islands var gengið til dag- skrár og tekið fyrir eina málið sem á henni var: Alyktun um gerð áætlunar um þróun landbúnaðar. Formaður leitaði afbrigða frá þingsköpum, svo að afgreiða mætti ályktunina við eina umræðu. Bjarni Guðráðsson í Nesi, annar fulltrúi Borgfirðinga og formaður nefndar þeirrar sem samdi álykt- unina, talaði fyrir málinu. Aðrir í nefndinni voru Egill Bjarnason, Skagfirðingur, Stefán Halldórs- son, Eyfirðingur, og Jón Ólafsson og Jón Hólm Stefánsson, báðir fulltrúar Suðurlands. Bjarni Guðráðsson hóf mál sitt með því að segja frá starfi milli- þinganefndar. Hann staldraði við þrjú atriði, sem komu fram í álykt- uninni. í fyrsta lagi lagði hann áherslu á að bændur yrðu að standa vel saman. f>á ræddi hann um landbúnaðaráætlun þá sem kveðið er á um í ályktuninni. í þriðja lagi drap hann á þá fyrirætl- un að gerð verði jarðabók í tengsl- um við landbúnaðaráætlunina. Þá vék Bjarni að hlutverki þess- arar áætlunar en það væri einkum að leiðbeina um nýjar búgreinar í sveitum til styrktar byggðinni, leitast við að bæta hag þeirra, sem lökust kjör hafa og tryggja sveita- fólki félagslegt jafnrétti á við aðr- ar stéttir. Bjarni taldi að greiða þurfi fyrir kynslóðaskiptum í sveitum, m.a. með því að gera ráðstafanir til að bændur geti notið lífeyris fyrr en nú er, ef þeir bregða búi eða draga verulega úr búskap. Bjarni Guðráðsson í rceðustól. Jarðabók og hlutverk hennar Gefa þarf út sem gleggsta jarða- bók. Slík bók mundi gagnast vel þeim sem fara með skipulagsmál sveita, þ.á.m. sveitastjórnum. Gögn þau sem þar væri að finna myndu auðvelda gerð hinnar fyrir- huguðu landbúnaðaráætlunar. I lokin sagði Bjarni að ef bændastéttin ætlaði að valda því hlutverki sem hún hefur og af henni er krafist, verði hún að bæta menntun sína. Það verði að efla bændaskólana, auka og samhæfa leiðbeiningar og rannsóknir og auka endurmenntun bænda. J.J.D. Séð yfir fundarsal. Freyr 701

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.