Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1987, Blaðsíða 15

Freyr - 15.09.1987, Blaðsíða 15
Búrekstrarkönnun Ræktunarfélags Norðurlands er fyrirmynd Úr ræðu Sveins Jónssonar Sveinn Jónsson í Kálfsskinni, Norðlendingur, sagði í ræðu sinni að gott væri að staldra við og íhuga þær breytingar sem orðið hefðu á löggjöf um landbúnað og í skipulagsmálum atvinnuvegarins síðustu ár. Hann sagði að efni ályktunarinnar væri ekki nýnæmi: „Búnaðarþing og bændafundir víðsvegar um landið hafa fjallað um nauðsyn þess að áætlun um búrekstraraðstöðu allra sveitabýla í landinu sé gerð svo að hægt sé að nýta sem best þær aðstæður, auð- lindir og mannvirki sem til eru í sveitum landsins, þannig að fjár- magn sem þegar er bundið geti skilað sér til framleiðenda án þess að fara út í fjárfrekar nýfram- kvæmdir sem rýra eða eyðileggja tekjumöguleika þeirra sem við bú- skap fást. Könnun þarf að gefa ítarlegt yfirlit yfir möguleika hverrar jarðar, bæði til hefðbund- ins búskapar svo og möguleika á nýjum greinum eða hvers konar þjónustu sem unnt væri að veita — og nýta með því móti vinnuafl innan hvers sveitarfélags og um leið styrkja samfélagsleg viðfangs- efni.“ Þjónusta ætti ekki öll að fara fram í stærstu bæjunum. Mörg störf ætti að vinna í sveitum í nýjum þjónustugreinum, sem nú væri þjónað í þéttbýli, en ættu fullt eins vel heima þar sem rúmt væri athafnasvæði og duglegt og út- sjónarsamt starfsfólk. Sveinn sagðist líta svo á að hér færi fram fyrsta umræða í viða- miklu máli, sem fjallað yrði ítar- lega um síðar, bæði á Búnaðar- Sveinn Jónsson. þingi og meðal bænda út um land. Þá gætu menn bent á leiðir til framkvæmda og útfærslna á til- lögunum þar. Hann sagði að auka þurfi fagþekkingu, leiðbeiningar og tilraunir í öllum búgreinum til að auka framleiðni, og tekjur í þeim. Sveinn taldi að vel hefði tekist með búrekstrarkönnun þá, sem Ræktunarfélag Norðurlands lét gera í fyrra og að á niðurstöð- um hennar mætti gera nýjar áætl- anir að bættum búskap í samvinnu bænda og bændaforystu hvers hér- aðs. Sveinn áleit að mörgum bændum mundi þykja sem nýju framleiðslulögin byndu hendur þeirra. Þessvegna væri ályktun sú er fyrir Búnaðarþingi lægi tímabær og gæti hann því mælt með henni. Gestir frá Norðurlöndum eystri: Kristian Nielsen stjórnarmaður í De danske tandboforeninger, Hanne Nielsen, Anne Marie Randen, Per Randen, fyrrum rilstjóri Bondebladel, Karin Jönson og Sture Jönson, varaformaður LRF, Svíþjóð. Freyr 703

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.