Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1987, Blaðsíða 16

Freyr - 15.09.1987, Blaðsíða 16
Búvörulögin mörkuðu tímamót Úr ræðu Egils Jónssonar Egill Jónsson minntist með þakk- læti hinna mörgu forystumanna, sem unnið hefðu að framförum í landbúnaði í hálfa aðra öld síðan bændasamtök voru stofnuð á íslandi. Egill sagði að alls hefðu hundr- að manns tekið sæti á Búnaðar- þingi þar af fimm búnaðarmála- stjórar, síðan hann kom fyrst á það þing árið 1954. Hann sagði m.a. í ræðu sinni: „íslenskur landbúnaður er að breytast. Þær breytingar ber að rekja til áhrifa búvörulaganna. Einkenni þessara breytinga eru bætt kjör í landbúnaði og sparnað- ur í rekstri hans. Samhliða setningu búvörulag- anna voru á Alþingi og ríkisstjórn teknar ákvarðanir um að bæta rekstrarskilyrði í Iandbúnaði og treysta markmið innanlands fyrir hefðbundnar búvörur. Ýmsir þeir sem telja sig sérstaklega bæra til að gefa ráð um fyrirhyggju í rekstri hins opinbera hafa haft í frammi gagnrýni á þessar aðgerð- ir. Viðskipti ríkissjóðs og land- Grœnlenskur geslur: Niels Lund, bóndi. Egill Jónsson. búnaðarins taka af öll tvímæli í þessum efnum. Árið 1982 námu greiðslur til landbúnaðarins 11,9% af útgjöld- um ríkissjóðs. Sambærileg tala fyrir yfirstandandi ár mun nema 6.5% ríkisútgjalda og hefur þann- ig lækkað um hér um bil helming frá árinu 1982. Það hefur áreiðanlega oft verið talað um tímamót af minna tilefni en þessu og það er sérstök ástæða til að vekja athygli á hvernig bændur landsins hafa brugðist við þeim vanda sem landbúnaðurinn stóð frammi fyrir áður en búvöru- lögin voru sett. Það væri margur vandinn minni ef aðrar stéttir eða hagsmunahópar tækjust á við vandamál sín með sama hætti og bændur landsins hafa gert síðustu tvö árin. En breyttir tímar koma víða fram. Ný atvinnusókn er hafin í sveitum landsins. I þeim efnum hafa nýir farvegir verið ruddir með því að þangað fer nú í stærra mæli en áður var framkvæmdafé landbúnaðarins. Á tímum mikilla breytinga gegnur jafan misjafnlega að fóta sig og ná þeim árangri sem til er ætlast og áreiðanlega eru til um það dæmi að nauðsynlegur grund- völlur fyrir sómasamlega afkomu sé ekki fyrir hendi. Að því þarf sérstaklega að hyggja.“ Ræðumaður taldi þarft að í ályktuninni væri lögð áhersla á að endurskipuleggja rannsóknir og leiðbeiningar. Hann sagði það miður hve forsjárhyggja hefði ver- ið áberandi í umfjöllun um mál- efni landbúnaðarins að undan- förnu. Hann sagði frá dæmi sem sýndi hve staðgreiðsla á sauðfjár- afurðum hefði bætt afkomu hlut- aðeigandi bónda. Egill Jónsson lét í ljós efasemdir um áætlunargerðir um landbúnað en lagði til að þróunarferill hans verði varðaður með markvissu starfi. Hann sagði þó að hann styddi afmælisályktunina heils- hugar og rökstuddi hversvegna. ALTALAÐ A KAFFISTOFUNNI Nýtt kjötmat Á aðalfundi Samtaka sauðfjár- bænda sem haldinn var á Eiðum í lok ágúst sl. flutti Marinó Jó- hannsson í Tunguseli í Þistilfirði ræðu. Fjallaði hann m.a. um nýj- an kjötflokk sem upp var tekinn á þessu hausti fyrir mjög feitt kjöt og nefnist OO-flokkur. Spurði hann hvers vegna þessi nýi flokkur væri ekki bara nefndur „OJ-OJ- flokkur“. Yfirkjötmatsmaður, Andrés Jó- hannsson, svaraði því til að það hefði hann helst kosið. 704 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.