Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1987, Blaðsíða 19

Freyr - 01.10.1987, Blaðsíða 19
Stefanta María Pétursdóttir formaður Kvenfélagasambands íslands flutti kveðju frá sambandinu og bar fram óskir um að fundurinn yrði drjúgvirkur. ’83, hefði búmark og annað sem því fylgdi, kjarnfóðurskattur og kjarnfóðurskömmtun, skilað góð- um árangri og bændur verið sæmi- lega sáttir við samdráttinn. Pessu tapaði stjórn Stéttarsambandsins og Framleiðsluráð úr höndum sér og kom þessum hlutum aftur í þær ógöngur sem leiddu til búvörulag- anna 1985 með tilheyrandi full- virðisrétti. Kúabændur hafa átt þar fáa málsvara. Hörður þakkaði síðasta búvörusamning og þá sér- staklega Inga Tryggvasyni og Jóni Helgasyni. Hann taldi knýjandi að setja reglur um starfsréttindi í landbúnaði. Hann sagði nauðsyn að menn gætu fært nokkurn full- virðisrétt milli verðlagsára og auðvelda þyrfti skipti á réttinum milli héraða. Aðalsteinn Aðalsteinsson sagði vandasamt að stýra framleiðslu sauðfjárafurða, m.a. vegna áhrifa frá mismunandi árferði. Þar væri nauðsynlegt að geta fært eitthvað milli ára. Hann benti á að sum svæði, eins og Jökuldalur, mættu ekki við því að missa nokkurt býli úr byggð og þyrfti að taka tillit til þess. Svanur Guðmundsson hafði áhyggjur af landsbyggðinni þar sem fullvirðisréttur er víða knapp- ur. Hann áleit loðdýrarækt væn- lega en þar þyrfti að koma upp tekjutryggingarsjóði sem bætti upp í lélegum söluárum. Ari Teitsson taldi búvörusamn- ingana gott verk. Han fagnaði ákvörðun um útrýmingu riðu- veiki. Hann mælti með heimild til að flytja fullvirðisrétt milli verð- lagsára. í>að drægi úr spennu manna við að fylla sinn rétt. Hann taldi refabændur vera tekjulægstu stétt landsins. Jóhannes G. Gíslason tók undir orð Ágústs Guðröðarsonar um fitumat og kjötgæði. Síðan las hann ályktun Búnaðarfélags Reykhólahrepps þar sem mótmælt er vissri fækkun sláturhúsa. Jó- hannes kvað ganga vel að manna lítil sláturhús en ekki þau stærri. Litlu húsin byggja mjög á vinnu sveitafólks. Lárus Sigurðsson kallaði það mistök að framkvæmdastjóri Stéttarsambandsins fór í fundar- leiðangur sl. haust og hvatti menn til að láta fullvirðisrétt af höndum. Slíkt leiðir til byggðaröskunar og hún fylgir einnig flatri skerðingu. Hann sagði að sauðfjárskýrslan væri góð en sláturhúsaskýrslan ekki. Jóhannes Geir Sigurgeirsson sagði að umræða um lambakjötið væri of neikvæð að verulegu leyti. Hann kvað sjáanlegt að kartöflu- bændur fengju lítið fyrir vinnu sína þetta árið vegna þess að stýringu vantar. Hann varaði við að láta lambakjötið fara sömu leið. Bændur verða að standa saman um afurðasölufélög svo að verð hrynji ekki í sölustríði. Guðmundur Lárusson kvað grátlegt að heyra sveitabændur halda fram gæðum feita kjötsins. Þar hafa neytendur skorið úr. Hann sagði að Stéttarsambandið gæti ekki staðið að tilfærslu sauð- fjárframleiðslu milli héraða. Þórður Pálsson sagði að vinna þyrfti kjöt af feitum lömbum til markaðar en á það skortir enn. Hann talaði um að bæta þyrfti lífeyrisstöðu bænda. Hann kvað þörf að taka til athugunar hvað gera ætti við eina milljón mjólkur- lítra sem bætast við á nýju verð- lagsári. SAXBLÁSARAR EBERL Original saxblásarar Með oflugu stalhnifahjólí og aðfærslubandi fyrir 6 - 14 - 40 og 80 mm söxun. Þessir nýju saxblásarar eru með mjög ná- kvæma söxun. KAUPFÉLÖGIN OG BÚNADARDEILD SAMBANDSINS Freyr 747
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.