Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1987, Blaðsíða 26

Freyr - 01.10.1987, Blaðsíða 26
bœnda 1987 tekur undir ályktun Búnaðarþings 1987 um að stjórnir Stéttarsambands bœnda og Búnað- arfélags íslands, ásamt framleið- endum, leiti sameiginlegra leiða út úr því öngþveiti sem nú er í sölu- og markaðsmálum kartaflna. Þá beinir fundurinn því til stjórnarinnar sérstaklega að vinna að því við stjórnvöld að dregið verði úr eða bannaður alveg inn- flutningur á unnum kartöflum — svonefndum frönskum kartöflum — þar sem innlendar verksmiðjur eru í stakk búnar að sinna þessum þörfum og séð er að nú verður metuppskera". Samþykkt samhljóða. Þorsteinn Sigfússon flutti 8. til- lögu verðlagsnefndar: ,rAðalfundur Stéttarsambands bœnda 1987 lœtur í Ijós ánœgju sína með þann árangur sem Mjólk- urdagsnefnd og Markaðsnefnd hafa náð í kynningu og markaðs- setningu búvara og leggur áherslu á að þessu starfi verði haldið áfram. Mjólkurdagsnefnd hefur þegar markaðan tekjustofn en fundurinn beinir því til Fimmmannanefndar að hún hlutist til um að allt að 0.75% af heildsöluverði kinda- kjöts gangi til Markaðsnefndar til auglýsinga á kindakjöti“. Samþykkt samhljóða. 9. tillögu verðlagsnefndar flutti Halldór Þórðarson og talaði fyrir henni: ,Aðalfundur Stéttarsambands bœnda 1987 mótmœlir hugmynd- um um álagningu virðisaukaskatts á landbúnaðarafurðir'". Þórólfur Sveinsson spurðist fyrir um hugmyndir um virðis- aukaskatt og hvernig hann myndi koma við bændur. Gunnlaugur Júlíusson upplýsti nokkuð um áhrif skattsins. Síðantóku þessir til máls: Hall- dór Þórðarson, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Ingi Tryggvason, Páll Ólafsson og Þórarinn Þor- valdsson. Tillagan var samþykkt sam- hljóða. 10. tillögu verðlagsnefndar flutti Halldór Þórðarson: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1987 harmar hve ullariðn- aðurinn stendur höllum fœti hér á landi og bendir á að íþessari stöðu sé þýðingarmikið að bændur og vinnsluaðilar vandi meðferð ullar- innar". Samþykkt samhljóða. 11. tillögu verðlagsnefndar var frestað vegna þess að vitnast hafði að svipuð tillaga var í smíðum hjá annarri nefnd. Var ætlast til að nefndirnar hefðu samráð um til- löguflutning. 3. Tillögur atvinnumálanefndar. Fyrstu tillöguna flutti Paul Richardson. Þórður Pálsson studdi tillöguna og ræddi skóg- ræktarskilyrði á Austurlandi. Tillagan var svo: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1987 fagnar þeirri vakn- ingu og þeim áhuga almennings á skógrœkt og umhverfisvernd al- mennt sem orðið hefur að undan- förnu. Bændur hafa lítið stunáað skógrækt og hefur hún ekki orðið að búgrein enda hefur skort fjár- hagslegan grundvöll til þess. Stuðningi við skógrækt þarf að haga þannig að bœndur geti stund- að hana sem búgrein í þeim héruð- um sem til þess eru best fallin. Fundurinn felur stjórninni að óska eftir samstarfi við Skógrækt ríkisins og landbúnaðarráðuneytið til að tryggja rekstrarskilyrði skóg- ræktar“. Samþykkt samhljóða. Aðra tillögu atvinnumálanefnd- ar flutti Einar E.Gíslason og talað fyrir henni með tilvitnun í skýrslu Framleiðnisjóðs. Ingi Tryggvason benti mönnum á að láta ekki sam- þykkt þessarar tillögu rekast á við óskir fundarins í öðrum tillögum. Helgi Jónasson mæltist til að afgreiðslu tillögunnar yrði frestað þar til séð yrði hvernig tillögum Framleiðslunefndar II reiddi af. Afgreiðslu tillögunnar var frestað. Verndiö Frey í vönduðum möppum. Sendum gegn póstkröfu. Bindagerðin Smiðjuvegi 22, Kópavogi. Símar 91-77040 og 91-35468 754 Freyr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.