Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1987, Blaðsíða 35

Freyr - 01.10.1987, Blaðsíða 35
Sigurður Baldursson flutti 5. til- lögu framleiðslunefndar I. ,Aðalfundur Stéttarsamband bœnda 1987 beinir því til landbún- aðarráðuneytis að það láti nú þeg- ar athuga hvort ástœða sé til að hanna sérstakan stimpil sem not- aður verði til stimplunar á kinda- kjöti sem framleiðendur taka heim úr sláturhúsi. Jafnframt verði hertar reglur um lágmarksgœði kjöts affullorðnu fé sem tekið er til sölumeðferðar“. Til máls tóku Einar E. Gísla- son, Gunnar Guðbjartsson, Árni Bjarnason og Sigurður Bald- ursson. Tillagan var borin undir at- kvæði í tvennu lagi. Fyrri hluti tillögunnar var samþ. með 24:1 atkv. Síðari hlutinn var samþykktur með 15:2 atkv. 8. Tillaga sláturhúsanefndar. Gunnar Sæmundsson flutti til- löguna og talaði fyrir henni. Hún var þannig: „Aðalfundur Stéttarsambands bœnda 1987 ályktar eftirfarandi um hagrœðingu í rekstri slátur- húsa. Fundurinn tekur undir það stjónarmið að auka þurfi hagrœð- ingu í rekstri sláturhúsa og að í ýmsum tilfellum sé rétt að fœkka þeim. Fundurinn telur ekki rétt að gera þetta með valdboði, heldur verði reynt að koma slíkri breytingu á með samkomulagi hlutaðeigandi sláturleyfishafa. Fundurinn telur óeðlilegt að allgóð eða lögild hús verði lögð niður. Einnig er óeðlilegt að ekki sé gert ráð fyrir sláturhúsi í heilum byggðarlögum enda er Ijóst að slíkt leiðir til stórhœkkunar á flutnings- kostnaði sláturfjár. Mikil fækkun sláturhúsa kemur í veg fyrir að bœndur og þeirra fólk geti stundað sláturhússtörf. Er það mikil þversögn nú þegar talað er um að auka og efla atvinnu í sveitum. Einnig getur reynst vand- kvæðum háð að fá fólk til starfa í stórum húsum. Pá má benda á að miklir annmarkar eru á að opna stór hús vegna slátrunar utan hefð- bundins sláturtíma". Umræður urðu miklar um þessa tillögu. Hallór Þóðarson og fleiri studdu tillöguna en Bergur Páls- son og fleiri töldu eðlilegt að fækka sláturhúsum verulega. Auk framsögumanns, Hallórs og Bergs tóku þessir til máls: Guðmundur Stefánsson, Björn Benediktsson, Þorfinnur Þórarinsson, Jóhannes G. Gísla- son, Guðmundur Lárusson, Emil Sigurjónsson, Skúli Kristjónsson og Einar Þorsteinsson. Síðan var afgreiðslu tillögunnar frestað og hún fór til nefndarinnar til nánari athugunar. 9. Tillaga frá verðlagsnefnd: Guðrún Aradóttir flutti endur- skoðaða tillögu nefndarinnar. Aðalfundur Stéttarsamband bœnda 1987 varar við útsölu á kindakjöti rétt fyrir sláturtíð. Fundurinn leggur áherslu á að útvegað verði fjármagn til þess að koma eldri birgðum kindakjöts út af markaði þannig að eingöngu sé selt nýtt kindakjöt eftir að sláturtíð hefst hverju sinni“. Samþykkt samhljóða. 10. Tillaga frá allsherjamefnd. Þá kom fram endurskoðuð 5. tillaga allsherjarnefndar. Emil Sigurjónsson flutti hana. Til máls tóku Haukur Halldórsson og Ein- ar E. Gíslason, en afgreiðslu til- lögunnar var frestað. 11. Tillögur framleiðslunefndar n. Helgi Jónasson flutti fyrstu til- lögu nefndarinnar og skýrði hana. „Tillögur varðandi reglugerð um fullvirðisrétt til framleiðslu sauðfjárafurða verðlagsárið 1988- 1989. 1. Reglugerðin verði að stofni til byggð á reglugerð nr. 445/1986 og reglugerð nr. 157/1987 um breytingu á þeirri fyrrnefndu með þeim breytingum sem nauðsyn- legar eru til samræmis við samning ríkisstjórnar íslands og Stéttarsam- bands bænda dags. 20. mars 1987 og þeim breytingum öðrum sem eftirfarandi samþykktir leiða til. 2. Framleiðendum á lögbýlum verði reiknaður sami fullvirðis- réttur og þeim er úthlutað samkv. 6.-9. grein reglugerðar fyrir verð- lagsárið 1987-1988 með þeim fyrir- vara að búnaðarsamböndunum skal heimilt að innkalla til endurút- hlutunar allan eða hluta þess fullvirðisréttar sem þau ráðstöfuðu samkv. 9. grein reglugerðar nr. 445/1986 og úthluta á ný eftir hlið- stæðri grein í nýrri reglugerð. Óski búnaðarsamböndin eftir að nota þennan rétt skal það tilkynnt Framleiðsluráði fyrir 20. sept. 1988. 3. Inn í 4. grein komi sá fyrirvari að heimilt verði að sameina bú- markssvœði innan hvers búnaðar- Moksturstæki $TRIMÁ • Nýtist með eða án jafnstöðuarma - sama tækið! • Fljóttengd - tvívirk lyfta - tvívirk skófla og hraðlosun. • Losunarhæð við skóflutengi 3.4 metrar. • Lyftigeta frá ca. 100 í yfir 2000 kg. • Á allar gerðir dráttarvéla. • Einn lipur stjórnarmur. • Fljóttenging skóflu og tækja. $TRIMA ™ Berosio Trimt AB KAUPFÉLÖGIN OG « BÚNADARDEILD ’SAMBANDSINS ARMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900 Freyr 763
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.