Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1987, Blaðsíða 36

Freyr - 01.10.1987, Blaðsíða 36
sambands ef stjórn viðkomandi sambands óskar þess fyrir 30. október á viðkomandi verðlagsári. 4. Heimiluð verði tilfœrsla á allt að 4% fullvirðisréttar einstakra framleiðenda milli tveggja verð- lagsára í senn. 5. Sett verði skýr ákvœði um að fullvirðisréttur sem framleiðandi leigir eða fullnýtir ekki tapist ekki frá viðkomandi býli. 6. Ráðstafanir verði gerðar til að kaupa upp fullvirðisrétt til að mœta eftirfarandi: a) Vanáætlun vegna leiðréttinga á síðasta ári og viðbót til svœða svo að alls staðar verði hægt að úthluta þremur pró- sentum búnaðarsambandanna. b) Til að mœta framleiðslurétti bœnda sem leigðu búmark 1982-1983. c) Til að leiðrétta fullvirðisrétt bœnda sem vegna mikils tjóns af völdum riðuveiki undan- farin ár hafa óeðlilega lágan fullvirðisrétt. 7. Dagsetningar í 9. og 12. grein færist fram. 8. Fast verði staðið á ákvœðum fyrri málsgr. 11. greinar reglugerð- ar um fullvirðisrétt til framleiðslu sauðfjárafurða verðlagsárið 1987- 1988. (Sama gildi um ákvœði 19. greinar reglugerðar um búmörk og fullvirðisrétt mjólkur verðlagsárið 1987-1988). 9. Reglugerðin verði sett fyrir 15. september 1987 og útreikningur á fullvirðisrétti hvers framleiðenda, öðrum en þeim sem búnaðarsam- böndin ráðstafa, liggi fyrir eigi síðar en 25. september 1987“. Halldór Þórðarson lagði fram breytingartillögu við 3. tölulið í tillögunni: „I stað „stjórn viðkomandi sam- bands“ komi „meirihluti bænda á hverju búmarkssvæði", Birkir Friðbertsson ræddi tillöguna en síðan fór fram atkvæðagreiðsla. Breytingatillaga Halldórs Þórð- arsonar var felld með 16:14 at- kvæðum. Tillaga nefndarinnar var sam- þykkt með 34:5 atkvæðum. Þórður Pálsson Iagði fram aðra tillögu framleiðslunefndar II og talaði fyrir henni. Hún var þannig: „ /. Við veitingu sláturleyfa á þessu hausti verði tryggilega gengið frá því að innlegg sauðfjár umfram fullvirðisrétt og samning verði flutt út án verðbóta eða á annan sannanlegan hátt tekið út af innlendum markaði. Lögð verði áhersla á að slátur- leyfishafar hefji haustslátrun á þeim tíma sem bændur og samtök þeirra óska eftir. 2. Gerðar verði ráðstafanir til að öll slátrun fullorðins fjár, tveggja vetra og eldra, vegna fjárskipta fari fram í lok sláturtíðar á sem ódýr- astan hátt. 3. Óskað verði heimildar frá landbúnaðarráðherra til að nota það sérstaka kjarnfóðugjald sem er í fóðursjóði og fellur í hlut sauðfjárrœktarinnar, sbr. reglu- gerð nr. 222H 987, til að greiða bændum á lögbýlum verð í haust fyrir kjöt sem til fellur við að aðlaga framleiðsluna fullvirðisrétti þeirra. Greiddar verði kr. 1500 fyrir hverja fullorðna kind sem fargað er til fœkkunar á stofni miðað við ásetning 1986. Kjöti og slátri af þessu fé verði ráðstafað til loð- dýrafóðurs eða eytt undir eftirliti trúnaðarmanns. Framleiðsluráð setur nánari reglur um framkvœmd þessa og auglýsir hana rœkilega að fenginni staðfestingu ráðherra um ráðstöf- un fjárins. Verði umrætt fé of naumt verði fengin heimild til að nota sérstakt fóðurgjald sauðfjárræktarinnar á árinu 1987-1988 að hluta til við- bótar í þessu skyni. 4. Framleiðendum sem eru með framleiðslu umfram fullvirðisrétt haustið 1987 verði heimiluð til- færsla til verðlagsársins 1988-1989 á framleiðslu sem svarar til allt að 4% fullvirðisréttar. Þessi fram- leiðsla verði greidd haustið 1988 á því verðlagi sem þá gildir og reiknast sem framleiðsla viðkom- andi aðila á því verðlagsári. 5. Leitað verði leiða til að tryggja framleiðendum sauðfjárafurða eitthvert verð fyrir framleiðslu um- fram fullvirðisrétt, innan búmarks, haustið 1987. í því samandi verði m.a. kannaðir möguleikar til að flytja út fé á fœti. Með því að tryggja framleiðend- um eitthvert verð fyrir þessa um- framframleiðslu verður helst kom- ið í veg fyrir ólöglega sölu fram- leiðenda á kindakjöti en til þess verður að leita allra tiltækra leiða. 6. Heimilt verði að ráðstafa kjöti af framleiðslu umfram fullvirðis- rétt til kynningarstarfa Markaðs- nefndar“. Samþykkt samhljóða. Helgi Jónasson flutti þriðju til- lögu framleiðslunefndar II. Hún var ræd og tóku þessir til máls: Guðmundur Þorsteinsson, Þór- ólfur Sveinsson, Guðmundur Stef- ánsson, Hörður Sigurgrímsson, Þórður Pálson, Guðmundur Lár- usson og Hermann Sigurjónsson. Einu orði var breytt í tillögunni og síðan var hún borin undir at- kvæði svohljóðandi. „1. Framleiðnisjóður opni möguleika á því að framleiðendur geti skipt við sjóðinn á áður keyptum fullvirðisrétti í mjólk fyrir fullvirðisrétt í sauðfé, og öfugt. Öll réttarskipti falli að megin- reglum sjóðsins og lúti samþykki viðkomandi búnaðarsambands eða búnaðarsambanda. 2. Reglur Framleiðnisjóðs um kaup og leigu fullvirðisréttar verði endurskoðaðar í þeim tilgangi að taka sérstakt tillit til landkosta, byggða-, markaðs- og nýtingar- sjónarmiða og uppbyggingar í öðrum atvinnugreinum. Sjóðnum verði einnig beitt með takmörkuðum hætti til að endurút- hluta fullvirðisétti eftir sömu sjón- armiðum“. Samþykkt samhljóða. 12. Tillögur frá allsherjamefnd. Ágúst Guðröðarson flutti 9. til- lögu nefndarinnar um O-flokk og 764 Freyr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.