Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1987, Blaðsíða 56

Freyr - 01.10.1987, Blaðsíða 56
fyrri reglur um hlutföll, þ.e. að 40% væru miðuð við Iaun verka- manna og 60% við laun iðnaðar- manna. í lok febrúar barst nefndinni bréf frá forsætisráðherra, þar sem óskað var tveggja vikna frestunar á hluta þeirrar launahækkunar, sem þegar hafði verið samþykkt í nefndinni. Fulltrúar framleiðenda ræddu bréf forsætisráðherra við rfkis- stjórnina. Á fundi Verðlagsnefndar 1. mars lögðu fulltrúar framleiðenda fram eftirfarandi samkomulag, sem gert var milli ríkisstjórnarinn- ar og Stéttarsambandsins: „I framhaldi af bréfi forsætis- ráðherra frá 27. febrúar 1987 þar sem ríkisstjórnin óskaði eftir að fulltrúar bænda í verðlagsnefnd búvara frestuðu að hluta gildis- töku nýs verðlagsgrundvallar fyrir búvörur sem taka á gildi í dag, hafa fulltrúar bænda og stjórnvalda orðið ásáttir um eftir- farandi: Að frestað verði að hluta gildis- töku nýs verðlagsgrundvallar um 2 vikur. Á þeim tíma munu aðilar kanna möguleika á sérstökum ráðstöfunum til að ná fram áhrif- um kjarasamninga frá 6. desem- ber sl. á kjör bænda samkv. 9. grein laga nr. 46/1985 um fram- leiðslu verðlagningu og sölu búvara. Leitað verði eftir að hækkun búvara til neytenda rúmist innan almennrar verðlagsþróunar í landinu eins og að var stefnt við gerð kjarasamninga í lok síðasta árs“. í framhaldi af þessu samþykkti verðlagsnefndin gerð bráða- birgðagrundvalla sem gilda skyldu til 15. mars, þar sem launaliður var hækkaður um 10% og aðrir liðir samkvæmt útreikningum Hagstofu íslands um verðlags- breytingar frá grundvelli 1. des- ember 1986. Tveir fulltrúar neytenda greiddu atkvæði gegn þessari frestun og gerðu bókun þar sem fram kom, að þeir sæju engin efni til að fresta hækkun grundvall- arins. Á fundi 12. mars var síðan nýr grundvöllur samþykktur. Hækkun launaliðs var þá orðin 22,8% frá 1. desember. Hinn 1. júní hækkuðu grund- vellirnir enn, sauðfjárgrundvöllur- inn um 3,37% og nautgripagrund- völlurinn um 3,24%. Mismunur á hækkununum stafaði einkum af mismunandi vægi áburðar í grund- völlunum. Á því verðlagsári sem nú er að ljúka, hafa laun hækkað meira en aðrir þættir framleiðslukostnaðar búvöru. Hinn 1. júní 1986 voru laun 40,1% af gjaldahlið sam- eiginlegs grundvallar fyrir sauðfjár og kúabú. Hinn 1. des- ember 1986 var launaliðurinn 46,1% af gjaldahlið sauðfjár- grundvallarins en var orðinn 50,5% 1. júní síðastliðinn. Hinn 1. desember 1986 var launaliðurinn 37% af gjaldahlið nautgripa- grundvallarins, en 41,5% 1. júní síðastliðinn. Hækkun launaliðar grundvallanna frá 1. desember 1986 til 1. júní 1987 er 26,33%, en hækkun annarra gjaldaliða á sama tíma eru 5,6% í sauðfjárgrundvell- inum og 4,7% í nautgripagrund- vellinum. Mismunurinn liggur einkum í mismunandi vægi áburð- ar og fóðurbætis í grundvöllunum, en verðþróun þessara rekstrarvara hefur verið ólík að undanfönu. Á síðasta ári voru verðhækkanir á ull látnar fylgja almennum hækkunum á verðlagsgrundvell- inum. Nokkrar breytingar voru gerðar á verði milli flokka og komið þar til móts við tillögur ullariðnaðarins. Samkomulag er milli ríkisvalds- ins og ullariðnaðarins um að iðn- aðurinn fái íslenska ull á „heims- markaðsverði". Hefur verð á 1. fl. íslenskri ull yfirleitt verið miðað við erlenda ull sem hefur gæða- merkinguna 50 S. Vegna lágs ullarverðs á heimsmarkaði og sér- stakrar lækkunar á verði grófrar ullar hafa orðið nokkrar deilur um verðið til verksmiðjanna. Eftir- spurn eftir mislitri ull hefur minnkað og innlendi ullar- iðnaðurinn vill nú helst hvíta ull. Almennur samdráttur í íslenskum ullariðnaði og vaxandi notkun er- lendrar ullar valda því að útflutn- ingur ullar vex og leita þarf sem bestra markaða erlendis, e.t.v. sérmarkaða fyrir handavinnufólk. Meðalverð til bænda í verðlags- grundvelli 1. júní síðastliðinn er kr. 147,00 fyrir kílóið. Þar af er meðalniðurgreiðsla ríkissjóðs kr. 105,88. Ríkisstjórnin ákvað hinn 24. mars sl. að breyta niðurgreiðslum á ull þannig að misjafnt er greitt fyrir hina ýmsu gæðaflokka. Verðlagsnefnd ákvað verð á kartöflum til framleiðenda á síð- asta ári. Talið er, að verulegt magn af kartöflum hafi verið selt á öðru verði og oftast lægra en því sem nefndin setti. Óánægju gætir innan nefndarinnar með að ekki virðist til neinn aðili sem hefur virkt eftirlit með því að ákvarðanir um verð til bænda, t.d. á kart- öflum og nautakjöti, séu virtar, en óheimilt er samkvæmt lögum að nota önnur verð en þau sem nefndin ákveður. Verðlagsnefnd ákvað ennfrem- ur verð á hrossakjöti til fram- leiðenda og fór þar að mestu eftir tillögum Félags hrossabænda. 5. Búvörusamningamir. Búvörulögin nr. 46/1985 marka í ýmsu breytta stefnu í landbúnað- armálum. í tengslum við þessa stefnumörkun er gert ráð fyrir samningum milli landbúnaðarráð- herra og Stéttarsambands bænda um magn þeirra sauðfjárafurða og mjólkur, sem framleiðendum verði á hverjum tíma ábyrgst fullt verð fyrir. Slíkir samningar hafa nú verið gerðir fyrir árin 1985— 1992. í nýútkominni Árbók landbún- aðarins fyrir árið 1986 er að finna ítarlega greinargerð um búvöru- samningana sem Ingi Tryggvason tók saman. Verður því ekki fjallað 784 FREYR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.