Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1987, Blaðsíða 71

Freyr - 01.10.1987, Blaðsíða 71
Tillögur frá aðalfundi Samtaka sauðfjárbænda 1987 Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á aðalfundi Samtaka sauðfjárbœnda sem haldinn var á Eiðum dagana 26. og 27. ágúst 1987. Tillögur sem varða innri málefni samtakanna eru ekki hér með. Útflutningur á lifandi fé til slátrunar „Aðalfundur L.S. 1987 telur nauðsynlegt að nýta allar leiðir til að afsetja sauðfjárafurðir, og skorar á landbúnaðarráðuneyti og Markaðsnefnd að láta fara fram ítarlega athugun á hvort grund- völlur sé fyrir útflutningi lifandi fjár til slátrunar". Markaðsþróun á dilkakjöti „Aðalfundur L.S. 1987, samþykk- ir að skora á stjórn Framleiðni- sjóðs að veita verulegu fjármagni til markaðsþróunar á dilkakjöti í samráði við L.S. samkvæmt 9. gr. reglugerðar um stuðning Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins við nýjar búgreinar, búháttabreyting- ar og aðra nýbreytni í landbúnaði frá 11. okt. 1985. Fundurinn telur eðlilegt í þessu sambandi að samið verði við ákveðnar vinnslustöðvar um að taka þetta verkefni að sér í sam- ráði við stjórn L.S. og Markaðs- nefnd“. Meðferð, geymsla og markaðssetning kindakjöts „Ályktun aðalfundar L.S. 1987, um meðferð, geymslu og mark- aðssetningu kindakjöts. 1. Ekki má koma fyrir að bænd- ur leggi inn til slátrunar óheint fé. 2. Leggja verður áherslu á leng- ingu sláturtíma og minnka þar með líkur á að kjöt lendi í 0- flokkum og greiða fyrir að ferskt kjöt verði á markaði sem iengst. Með fækkandi sláturfé virðist eðlilegt að slátra færra hvern dag en auka verulega vand- virkni við meðferð vörunnar. 3. Stefna ber að því að taka upp nýja hætti að því er varðar meðferð kjöts í geymslu og flutningi. í því sambandi bendir fundurinn á eftirfar- andi: Kjötið verði hlutað niður og sett í kassa áður en það fer í geymslu. Stærð umbúða og inni- hald þarf að laga að þörfum kaupenda. Við slíkan frágang verður minnstur kostnaður við geymslu og flutning. Fundurinn leggur áherslu á að þegar á þessu hausti verði einhverjum slátur- leyfishafa gert kleift að gera til- raun í þessu efni. Eðlilegt er að Framleiðnisjóður leggi fé til verksins“. Sauðfjárbændur gefi ekki eftir af launum sínum „Aðalfundur L.S. 1987 lítur svo á að engar forsendur séu fyrir hendi til að bændur gefi eftir af launum sínum við verðlagningu sauðfjár- afurða á komandi hausti. Því skorar fundurinn á fulltrúa fram- leiðenda í Sexmannanefnd að fylgja því fast eftir að bændum verði reiknað fullt framleiðslu- kostnaðarverð samkvæmt bestu fáanlegum heimildum“. Birgðir kindakjöts verði teknar út af markaði „Aðalfundur L.S. 1987, krefst þess við Framkvæmdanefnd bú- vörusamninga að þær birgðir af kindakjöti sem eftir verða í lok verðlagsársins verði ekki settar á útsölu í byrjun sláturtíðar eins og oft hefur gerst, heldur verið leitað annarra leiða til að losna við þess- ar birgðir“. Staðgreiðsla fyrir sauðfjárafurðir „Aðalfundur L.S. 1987, krefst þess að staðið verði við ákvæði 29. gr. Iaga nr. 46 1985 um greiðslu fyrir sauðfjárafurðir". Breyting á lögum um Búnaðarmálasjóð „Aðalfundur L.S. 1987 skorar á landbúnaðarráðherra að leggja aftur fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á búnaðarmála- sjóðslögum frá árinu 1986“. Ráðning starsmanna til L.S. „Aðalfundur L.S. 1987 heimilar stjórn landssamtakanna að ráða starfsmann til þess að vinna að málefnum sauðfjárbænda, fáist tekjustofn sem staðið geti undir þeim kostnaði sem af því mundi leiða. Framlög samkvæmt búfjárræktarlögum til sauðfjárræktar verði ekki skert „Aðalfundur L.S. 1987 mótmælir seinagangi fjármálaráðuneytis á afgreiðslu framlaga til sauðfjár- ræktarfélaganna, sem þau eiga samkvæmt búfjárræktarlögum. Þá mótmælir fundurinn harðlega öllum áformum um að skerða þessi framlög í nýjum búfjárlögum og bendir á að starfsemi sauðfjár- Freyr 799
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.