Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1987, Blaðsíða 73

Freyr - 01.10.1987, Blaðsíða 73
hinna, sem hún hefur ekki heim- sótt enn. Útrýming þessa vágests er ekki mál bændanna einna, þar er þjóðarnauðsyn á ferð og til þess þarf þjóðarátak.“ Mál er varða ull „Aðalfundur L.S. 1987 telur sölu- mál ullar í hinum mesta ólestri. Fundurinn vill að kannaðar verði allar leiðir til að auka veg og verðmæti íslensku ullarinnar. At- huga þarf hvort ekki sé tímabært að senda ull á uppboð erlendis til að fá úr því skorið hvert raunveru- legt heimsmarkaðsverð er hverju sinni. Fundurinn óskar eftir að betra samræmi náist í ullarmati um allt land. Þá telur fundurinn athug- andi hvort ekki er tímabært að efna til ráðstefnu um ull þar sem saman komi bændur, starfsmenn ullarverksmiðja, kaupendur ullar- vara og fleiri sem þetta snertir til að bera saman bækur sínar og leggja á ráðin um úrbætur. Þá krefst fundurinn þess að allra leiða verði leitað til að ullar- verksmiðjurnar fari að meta og greiða þá ull sem þeir hafa tekið á móti í vor og sumar“. Aukinn ellilífeyrir gegn minni framleiðslu „Aðalfundur L.S. 1987 samþykkir að beina því til stjórnar L.S. og Stéttarsambands bænda að breytt verði skipan ellilífeyrismála bænda og verði miðað að því að öldruðum bændum verði greiddur aukinn lífeyrir gegn því að þeir hætti að mestu eða öllu leyti fram- leiðslu kjöts og mjólkur, en sitji áfram jarðir sínar sem þrátt fyrir þetta haldi fullvirðisrétti sínum óskertum. Álagning á lyf Aðalfundur L.S. 1987, hvetur stjórn L.S. til að vinna að því að álagningu á þau lyfja sem mest eru notuð verið stillt í hóf, svo sem á ormalyf. Einnig að vinna áfram að því að á markaði verði fjölþátta bóluefni. Greiðsla fyrir framleiðslu umfram fullvirðisrétt „Aðalfundur L.S. 1987, skorar á aðalfund Stéttarsambands bænda, að tryggja bændum leiðréttingu vegna umframframleiðslu sauð- fjárafurða á komandi hausti. Þetta sé gert með tilliti til þess að ásetningi var lokið þegar út- reikningar á fullvirðisrétti bárust bændum í hendur sl. vetur og einnig til að koma í veg fyrir framhjásölu kindakjöts utan hefð- bundins sölukerfis landbúnaðar- vara. í þessu sambandi bendir fundurinn á eftirfarandi: a) Að gefa bændum kost á að fara 6% fram yfir fullvirðisrétt, sem síðan dragist frá fullvirðisrétti næsta verðlagsárs. b) Fullvirðisréttur einstakra framleiðenda sé fylltur af verð- mesta kjötinu, þannig að verð- minnsta kjötið falli utan fullvirðis- rétta, þar sem það gerist. c) Gefa bændum kost á að full- orðnu fé sé fargað í sláturhúsi þeim að kostnaðarlausu, og það síðan fjarlægt af almennum mark- aði. Eða bændum sé greitt fyrir að lóga fé heima, enda sé það gert undir eftirliti dýralæknis og það grafið vendilega. d) Fækkunarsamnigar þeir sem Framleiðnisjóður bauð á sl. hausti verði boðnir með sama hætti í ár og kynntir framleiðendum hið fyrsta". Skýrsla sláturhúsanefndar „Aðalfundur L.S. 1987, telur skýrslu sláturhúsanefndar engan veginn nógu vel unna, enda virðist lítið samráð hafa verið haft við heimamenn við samningu skýrsl- unnar. Þá leggur fundurinn á það áherslu að breytingar á skipulagi slátrunar verði ekki gerðar nema að höfðu samráði við bændur og sláturleyfishafa". Aukin kortagerð og gróðurmat „Aðalfundur L.S. 1987 telur nauðsynlegt að ötullega sé unnið að kortagerð og gróðurmati á afréttum og heimahögum. Veru- lega hefur skort á að nægjanlegt fjármagn hafi fengist til þess verk- efnis og mjög æskilegt að þar verði úr bætt. Sauðfjárbændur leggja áherslu á að gott samstarf verði milli bænda og þeirra stofnana sem hafa með gróðurmat og landnýt- ingu að gera“. VELTIBOGAR Á DRÁTTARVÉLAR Veri ð ^ varkár Freyr 801
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.