Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 7

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 7
Reglugerð um fullvirðisrétt til framleiðslu sauðfjárafurða verðlagsárið 1988—1989 Hinn 25. september sl. gaf landbúnaðarráð- herra út reglugerð nr. 443/1987 um fullvirðis- rétt til framleiðslu sauðfjárafurða verðlagsár- ið 1988—1989. Þó að nálægt því eitt ár sé þangað til verðlagsárið 1988/9189 hefst er það fullkomlega tímabært og samkvæmt vilja bænda að reglugerðin sé gefin út núna. Það stafar af því að ásetningur fjár á yfirstandandi hausti leggur grunn að fjárinnleggi haustið 1988. Hér á eftir verður rakið meginefni reglu- gerðarinnar. í fyrstu grein er skilgreind nokk- ur orð svo sem búmark, fullvirðisréttur, ær- gildisafurð o.fl. í annarri grein segir að bú- markssvæði í sauðfjárrækt skuli vera óbreytt frá því sem ákveðið er í reglugerð nr. 291/1987 um búmark og fullvirðisrétt til framleiðslu mjólkur á yfirstandandi verðlagsári, 1987/’88 nema óskað sé eftir sameiningu þeirra fyrir 30. október 1987. í þriðju grein segir að fullvirðisréttur ein- stakra framleiðenda skuli á verðlagsárinu 1988/89 vera hinn sami og á yfirstandandi verðlagsári, með nokkrum undantekningum. Hin helsta þeirra er að Framleiðsluráði land- búnaðarins er heimilt að halda eftir fullvirðis- rétti til sérstakrar ráðstöfunar. Þessi fullvirðisréttur nemur 0,3% á búmarkssvæð- um 6 til 12, þ.e. Dalasýslu, Vestfjarðakjálk- anum og Vestur-Húnavatnssýslu og 17 til 21, þ.e. Norður-Þingeyjarsýslu og Múlasýslum. Á búmarkssvæði 5, þ.e. Snæfellssnessýslu, 13 og 14, þ.e. Austur-Húnavatnssýslu og Skaga- firði og 22 og 23 Skaftafellssýslum má halda eftir 0,6% fullvirðisréttar og á öðrum bú- markssvæðum má halda eftir 0,9%, en það eru búmarkssvæði 1 til 4, þ.e. Gullbringu- og Kjósarsýsla, Borgarfjarðarsýsla og Mýra- sýsla, 15 og 16, þ.e. Eyjafjarðarsýsla og Suður-Þingeyjarsýsla og 24 og 25, þ.e. Rang- árvallasýsla og Árnessýsla. Þessi skipting er gerð í samræmi við tillögur sem fram komu í álitsgerð um sauðfjárrækt sem birt var fyrr á þessu ári og er fyrsta skref af hálfu ríkisvaldsins til að beina framleiðslu landbúnaðarins til ákveðinna svæða þar sem tekið er tillit til byggðaþróunar, landnýtingar o.fl. Á þeim svæðum þar sem skerða má fullvirðisrétt til sauðfjárframleiðslu mest, þ.e. um 0,9%, býðst bændum aftur á móti að auka mjólkurfullvirðisrétt sinn samkvæmt sérstöku tilboði Framkvæmdanefndar búvörusamn- inga. í d-lið þriðju greinar er ákvæði um að búnaðarsamböndum sé heimilt að kalla inn fullvirðisrétt sem þau úthlutuðu samkvæmt 9. grein reglugerðar nr. 445/1986 um fullvirðis- rétt til framleiðslu sauðfjárafurða verðlagsár- ið 1987/’88. í fjórðu grein eru ákvæði um hvernig þau búnaðarsambönd sem ætla að nýta sér þessa heimild geta ráðstafað honum til framleiðenda. Það er þeim heimilt að gera til þeirra sem hafa orðið fyrir áföllum í fjárbúskap sínum; til framleiðenda með minna en 400 ærgilda framleiðslu mjólkur- og sauðfjárafurða og meirihluta tekna af þessum búgreinum; til framleiðenda sem tekið hafa í notkun ný útihús eftir 1. september 1983 eða stofnað félagsbú eftir 1. janúar 1983 og að lokum til frumbýlinga sem hafa hafið búskap eftir 1. janúar 1983. í fimmtu grein er búnaðarsamböndum heimilað að meta líflambasölu vegna fjár- skipta til jafngildis fullvirðisréttar og njóta til þess upplýsinga frá Sauðfjársjúkdómanefnd og Framleiðsluráði. í sjöttu grein er ákvæði um að fjáreigendur Frh. á bls. 844. Frjeyr 815

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.