Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 8

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 8
„Það er fleira hægt að gera en að tutla úr kúnum“ „Glaður og reifur skyli gumna hver“. Sveinn er maöur félagslyndur. Fé- lagsþjálfun sína hlaut hann í ung- mennafélagshreyfingunni eins og svo margir aðrir eyfirskir forystu- menn, var m.a. um tíma sam- bandsstjóri Ungmennasambands Eyjafjarðar. Hann var á yngri árum góðum íþróttum búinn og 816 Freyr langhlaupari á landsmælikvarða. Hann var lengi formaður Búnað- arsambands Eyjafjarðar og er nú annar búnaðarþingsfulltrúi Eyfirðinga. Eiginkona Sveins er Ása Marin- ósdóttir frá Engihlíð á Árskógs- strönd og hafa þau búið á Kálfs- skinni í 28 ár. Þau menntuðu sig bæði í Reykjavík, Ása sem ljós- móðir en Sveinn sem húsasmiður. Að námi loknu fluttu þau heim í sveit sína og fóru að búa í Kálfs- skinni, feðrajörð Sveins. Þegar fréttamann bar að garði í Kálfsskinni árla á sólstöðu- dagsmorgunn, var Sveinn við mjaltir úti í fjósi. Hann var þar einn að mjólka 30-40 kýr. „Ég lofa ungviðinu að sofa út á sunnu- dagsmorgnana“ sagði hann. „En þegar ég er búinn að mjólka skulum við koma ofan í Hótel Ytri-Vík og fá okkur morgun- kaffi“ Ása, kona Sveins var ekki heima. Hún var að vinna á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri þar sem hún leysti af sem yfirljós- móðir. Ytri-Vík er sjávarjörð á vestur- strönd Eyjafjarðar. Erla Gerður Sveinsdóttir á þessa jörð og þar hefur hún rekið gistihús og staðið fyrir ferðamannaþjónustu sl. fjögur sumur. Erla Gerður er um tvítugt og varð stúdent frá M.A. sl. vor. Gistihúsið er í gamla íbúðarhús- inu f Ytri-Vík, sem nú hefur verið endurbætt. Áður var þar Rabbað við Svein í Kálfsskinni. Árskógshreppur við Eyjafjörð utanverðan er harðbýl sveit. Samt er þar vaxandi byggð og blómlegt atvinnulíf. Par styður hvað annað: búskapur, útgerð og iðnaður. Sveitarfélagið nýtur forystu bjartsýns og framtaksams fólks, en oddviti þess er Sveinn Jónsson, bóndi og byggingameistari í Kálfsskinni.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.