Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 9

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 9
rannsóknastöðin Katla í nokkur ár, þar sem stundaðar voru náttúrufræðirannsóknir. Erla Gerður, Sveinn og frétta- maður röbbuðu saman yfir morg- unkaffinu í Ytri-Vík. Þar voru þá ung frönsk hjón sem höfðu gist á hótelinu um nóttina en voru nú að halda áleiðis austur um land. Þau létu mjög vel af því að gista hjá íslenskum bændum. Nú sást til hóps ríðandi manna uppi á ásnum ofan við Ytri-Vík. Það var Kolbrún í Rauðuvík, næsta bæ, með hóp af unglingum úr sumarbúðum Un^mennasam- bands Eyjafjarðar í Arskógi. Fólk í bæjum er að leita eftir að komast í snertingu við náttúruna, sagði Sveinn. Margir hafa kynnst lífi í sveit, kannski verið í sveit á barnsaldri. Nú komast svo fá börn í sveit og fara á mis við þá lífsfyllingu sem þar er að finna. Ferðaþjónusta og hótel í Ytri-Vík Erla Gerður Sveinsdóttir er hótel- stjóri í Ytri-Vík. Fréttamaður spurði hana hvernig gengi. — Þetta var lengi að koma. Fyrsta árið höfðum við tuttugu gistinætur en nú, 21. júní eru komnar fimmhundruð bókanir um gistingu í sumar. Það hefur tekið fjögur ár að byggja upp starf- semina. Þetta gamla hús hefur Morgunmjöltum lokið. Á verkstæði Sveins og félaga hans eru smíðaðir tugþúsundir vörupalla á ári. Skilti við heimreiðina í Ytri-Vík á Árskógsströnd. Gamla íbúðarhúsið í Ytri-Vík er nú gistihús. Freyr 817

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.