Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 10

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 10
Erla Gerður Sveinsdóttir. verið gert upp smátt og smátt en ýmislegt er eftir enn. Þetta verður aldrei glæsihótel, húsið er frekar þröngt en það er notalegt og það er sál í þessu húsi. Ferðamannaþjónusta í Syðri- Haga og hestaleiga í Rauðuvík Sveinn vakti athygli á því að á næsta bæ Syðri-Haga væri ferða- þjónusta líka. Hjónin Ármann Rögnvaldsson og Ulla Maj eru þar með sumarhús og tvö herbergi heima sem þau leigja út. Þar er líka hægt að fara á sjó og skreppa á hestbak. Við höfum aðstöðu hér á Hauganesi til að fara með fólk á sjóstanga- og handfæraveiðar. Þar er bátur í því augnamiði og maður sem fer með útlendinga til veiða og hérna við fjörðinn. Kolbrún Kristjánsdóttir, ábúandi í Rauðu- vík hefur hestaleigu fyrir þá sem vilja. Hún rak áður fyrr reiðskóla í Saltvík á Kjalarnesi, og var þekkt hestakona í Reykjavík. Úrræðin leynast viða Mér finnst alltaf að það séu svo margir möguleikar vannýttir og verkefnin óþrjótandi, heldur Sveinn áfram. Þegar byrjað var að tappa vatni á flöskur á Akureyri til útflutnings, spurði ég eftir því hver smíðaði pallana sem varan er send á til útlanda. Þeir komu þá að sunnan. En við þurfum ekki að framleiða slíka vöru í Reykjavík, og þannig skipaðist að ég tók að mér að smíða palla fyrir Akva á Akureyri og Istess, sem er fóð- urframleiðslufyrirtæki í Krossa- nesi. Þeir þurfa 12000 palla í ár. Frystihús og saltfiskframleiðendur og fleiri nota líka svona vörupalla, og nú framleiðir fyrirtæki okkar tugþúsundir af þeim á ári, auk annarar smíði. Nám og störf í Danmörku Hvenœr byrjaðirþú að búa? Árið 1959. Ég hafið þá lokið námi í húsasmíði í Reykjavík eftir að hafa verið í Danmörku á búnað- ardeild og íþróttadeild lýðháskólans í Ryslinge á Fjóni. Þetta hefur verið góður undirbúningur fyrir lífsstarfið? Já hann var mjög góður. Þá ferðaðist ég um alla Vestur- Evrópu og vann í Danmörku sem fóðurmeistari og kynntist mörgum Dönum sem ég hef haft ágæt samskipti við síðan. Nú senda þeir mér danska starfsmenn. Það er ómetanlegt að sjá heiminn meðan tækifæri er til. Bóndi og byggingameistari Við Ása giftum okkur árið 1958, en árið eftir þegar ég hafði lokið sveinsprófi í húsasmíði fluttum við norður í Kálfsskinn. Ég ætlaði mér að verða sæmilegur bóndi, en starfið fór mest í það að byggja fyrir nágranna mína og fólkið í sveitinni, og ég hef alltaf síðan stundað húsasmíðar með bú- skapnum. Hér vill fréttamaður geta þess að meðal stærri bygg- inga, sem Sveinn hefur smíðað, eru Hrafnagilsskóli í Eyjafirði og Búgarður á Akureyri. Stofnaðir þú ekki fljótlega fyrir- tœíci? Jú, ég var með fyrirtæki sem ég rak undir eigin nafni til ársins 1985. Þá stofnaði ég byggingafyrirtækið Kötlu hf. með krökkunum mínum og verkstjór- anum sem er af næsta bæ og var lærlingur hjá mér. Hann heitir Elías Halldórsson frá Hátúni og hefur unnið hjá mér frá því um fermingu, og hefur verið mín Feðginin Sveinn og Erta Gerður. 818 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.