Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 11

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 11
Hið nýja iðnaðarhverfi Árskógsstrendinga, Árver, stendur við Þorvaldsdalsá í miðri sveit. Húsin á myndinni eru, f. v. Rækjuverksmiðjan, Bifreiða- og vélaverkstœði, eign hlulafélags í sveitinni og loks hús byggingafyrirtœkisins Kötlu sem Sveinn Jónsson og fleiri eiga og reka. Að jafnaði hefur Sveinn 10—20 manns í vinnu. Hið nýja hús rœkjuverksmiðjunnar í Árveri er 1000 m2 að flatarmáli. Áður hafði verksmiðjan verið í þrjú ár á Hauganesi í þröngu húsnœði. hægri hönd í byggingastarf- seminni. Núna eigum viö þetta saman. Elsti sonur minn Jón Ingi var aö Ijúka tækniskóla og koma heim í vor. Hann hefur alltaf unnið með okkur á sumrin. Þau hjónin eru flutt hingað heim og ég vonast til þess að þessir strákar haldi uppi merkinu og vinni í byggingarfyrir- tækinu. Hvað eigið þið mörg börn og hvað heita þau? Við eigum fjögur. Jón Ingi er elstur, næst er Margrét, viðskipta- fræðingur, búsett í Reykjavík, deildarstjóri hjá Iðnaðarbankan- um. Hún og maður hennar Óli Björn Kárason, blaðamaður, hyggja á framhaldsnám í Banda- ríkjunum næsta vetur. Svo eigum við stelpu sem heitir Erla Gerður, hótelstýra hér í Ytri-Vík og yngst- ur er Marinó Viðar, fimmtán ára. Hann var að ljúka 9. bekk á Dalvík, en vinnur í sumar hjá byggingafyrirtækinu. Krakkarnir hafa fengið að prófa verkefni sem við eru að fást við hverjum sinni, það stælir þau og til þess er ætlast af þeim að þau bjargi sér. Iðnaðarhverfi í miðri sveit Fyrst hafði ég trésmíðaverkstæði heima í Kálfsskinni, stundaði glugga- og hurðasmíði á vetrum, en húsasmíði á sumrin. Fljótlega jókst starfsemin svo mikið að ekki var hægt að hafa hana heima með búskapnum vegna þrengsla. Verk- stæðið var því flutt í nýtt iðnaðar- hverfi sem við erum búnir að skipuleggja miðsvæðis í sveitinni, og erum að byggja yfir þessa starf- semi. Við reistum þar verkstæði fyrir nokkrum árum til að gera við bfla og vinnuvélar og lítið trésmíðaverkstæði þar sem vinna má hurðir og glugga fyrir þau verkefni sem við erum með. Fjölbreytt atvinnulíf Nú ert þú oddviti hér, viltu segja frá atvinnulífi hér á Arskógs- strönd? Þrír eru aðalþættir atvinnulífsins hér: landbúnaður, útgerð og iðnaður. Það eru tvö þorp í Árskógshreppi, Árskógssandur og Hauganes, og sem næst þriðj- ungaskipti að mannfjölda við búskapinn og í þorpunum tveimur. Það eru um 350 manns í hreppnum og fer fjölgandi núna. Fjölmennir árgangar eru að koma í skólann og barneignum fjölgar. Fólk hefur flust að síðan við stofnsettum verksmiðju fyrir þremur árum til að vinna rækju sem okkar eigin bátar afla á sumrin. Konur og unglingar hafa fengið vinnu hér heima, sem áður vantaði tilfinnanlega. Útgerð hefur aukist og bátum fjölgað. Á veturna er líka mikil vinnsla úr bolfiski, bátarnir eru með eigin verkun á saltfiski og skreið. Þetta allt hefur aukið atvinnulíf og gert það fjölbreyttara. Það er ákaflega gaman að vinna að uppbyggingunni í hreppnum. Það koma ný fyrirtæki. Við erum nýlega byrjaðir með dagvistun barna. Við fengum engar fóstrur Freyr 819

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.