Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 12

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 12
Inni í rækjuverksmiðjunni. I Árskógi er miðstöð íþrótta- og félagslífs byggðarlagsins. Hér sér til íþróttavallarins. T. v. er hluti af leiktækjum dagvistunarheimiUsins. en hinsvegar ágætar húsmæður sem hafa rekið dagheimilið vel og af miklum myndarskap. Árskógur er miðstöð félagslífsins Hvar hafið þið dagheimilið? Það er við skólann í Árskógi. Það tengist íþróttavöllunum, sem þar eru, sumarbúðastarfinu og æsku- lýðsstarfi ungmennafélagsins. Við erum með leiðbeinendur í íþrótt- um og félagsstörfum. Þar er sundlaug, skóli og leikskóli og jafnframt miðstöð æskulýðs- starfsins. í ungmennafélaginu hefur verið öflugt og fjölþætt sjálfboðastarf. Sveitarfélagið hefur stutt það með því að styrkja ungmennafélagið til að gera íþróttavöll og önnur mannvirki. Talið berst að störfum Sveins fyrr á árum í ungmenna- félagshreyfingunni og segist hann eiga henni mikið að þakka því þar hafi hann fengið sína skólun í félagsmálum og íþróttum. Fjölskyldan hjálpast að Spurningu um hvort félagsmála- störf taki ekki mikið af tíma hans svarar Sveinn: Jú, en ég hef hins- vegar mikla ánægju af að tosa hlutunum áfram og reyna að færa þá svolítið frá á veginn. Þessvegna er ég kannski að þessu. Við vorum búsett í Reykjavík, eins og áður hefur komið fram. Ása konan mín hafði ágæta vinnu þar sem ljós- móðir. Við fluttum norður, og fyrst við komum norður á annað borð þá komum við til þess að vera virk í þeirri uppbyggingu sem þarf og getur átt sér stað í svona samfélagi. En það verður að segjast eins og er að oddvita- og félagsmála- störfin lenda beint og óbeint á fjölskyldunni og hún hjálpar til. Þetta er ekkert eins manns starf. Ása, konan mín færir bókhaldið fyrir hreppinn og merkir í tölvu og þess vegna er þetta hægt með svona samvinnu. Þáttux húsfreyjunnar Ása Marinósdóttir, kona Sveins, er umdæmisljósmóðir. Hún hefur Iíka mæðraskoðun í heilsugæslu- stöðinni á Dalvík allt árið um kring, en áður vann hún í mörg ár sem ljósmóðir á fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins. Hún fylgist með nýjungum og heldur tengslum við starf sitt með því að leysa af í sumarfríum á fæðingar- deild FSA. Ása hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum byggð- arlagsins, m.a. kvenfélags- skapnum, hún hefur verið for- maður slysavarnarfélags byggðar- innar og ljósmæðradeildarinnar fyrir norðan. Af húsakosti og búskap í Kálfsskúuii Sveinn hefur reist íbúðarhús í Kálfsskinni og útihús líka, mikil hús og vönduð. — Ég byggði fjós og hlöðu árið 1975, segir hann. Áður var ég 820 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.