Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 18

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 18
Frá vigsht Reidhallarinnar 10. júlí 1987. Knapar á gæðingum sínum heilsa með íslenska fánanum. Ljósm. Freyr — J.J.D. Reiðhöllin í Víðidal við Reykjavík Okkur hefur lánast að koma upp verðmætri byggingu á hagstæðu verði. Rabbað við Sigurð J. Líndal bónda á Lækjamóti, stjómarfor- mann Reiðhallarinnar. Reiðhöll er risin í Víðidal við Reykjavík, hin fyrsta hér á landi. Enginn maður á meiri þátt íþví en Sigurður Líndal, bóndi á Lœkjamóti í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu, að öðrum ólöstuðum. Hann bar fyrstur fram tillögu á Búnaðarþingi um að reiðhöll yrði reist og hefur æ síðan fylgt málinu fast eftir og haft forystu um allar framkvæmdir. „Það hefur alltaf fylgt farsæld þeim fyrirtækjum, sem Sigurður Líndal hefur haft afskipti af“, sagði merkur Borg- firðingur við undirritaðan, þegar Reiðhöllin var vígð. Langt er síðan að einstakir menn komu auga á þörfina fyrir reiðhöll. Ekkert gerðist fyrr en 826 Freyr árið 1983 að Sigurður Líndal bar tillögu á Búnaðarþingi um að stofnaður yrði Reiðskóli Islands. — Ástæðan var sú að ég fann þörfina fyrir það að hér væri ekki lakari aðstaða til þess að læra hestamennsku en gerist erlendis, sagði Sigurður í viðtali við Frey. íslenski hesturinn er að verða eftirsóttur í mörgum þjóðlöndum, bæði fyrir austan og vestan haf, en mér finnst ekki hægt að una því að aðrir taki forystuna í þjálfun hans. Þess vegna þurfum við að eiga reiðskóla. Reiðskóla er ekki hægt að reka nema byggja upp aðstöðu fyrir hann, enda eru reiðskólar í hverju landi sem sinna hestamennsku af nokkurri alvöru. Hlutafélagið Reiðhöllin hf. stofnað 1984 Upphaf að byggingu reiðhallar er á Búnaðarþingi árið 1983 eins og fyrr sagði, en hlutafélag um fram-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.