Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 20

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 20
1987, en fyrsta sýningin í henni var landbúnaðarsýningin 1987. Eru fleiri sýningar fyrirhugaðar þar ? — Já, þegar hefur Reiðhöllinni verið lofað fyrir þrjár samkomur á næstunni: Hundasýningu, fjór- hjólarall og popptónleika. Hesta- mennska er í lágmarki nú á haustmánuðum. Það eykur gildi þessa húss að við fengum í það laust gólf, sem veitir því möguleika fram yfir það sem venjuleg reiðhöll hefur. Talið er að það taki um eitt dægur að leggja gólfið og taka það upp. Gólfið næstum tvöfaldar notagildi hússins. Eftir er að skapa skemmtilega veitingaaðstöðu, og smíða meiri hluta af allri sætaröð meðfram öðrum langvegg. Auk þess er eftir mikil vinna við frágang á lóð. Lóðin er þrír hektarar. Hefur ekki verið umsvifasamt fyrir þig, bónda norður í landi að fylgja eftir þessum framkvæmdum ? — Jú, það fylgir þessu nokkuð mikið álag, einkum í sambandi við fjármálin. Ég hef í sumar að jafn- aði komið suður einu sinni í viku til að fylgjast með framkvæmdum meðan framkvæmdastjórinn, Gylfi S. Geirsson var í fríi. Endanlega var ákveðið með gerð Reiðhallarinnar eftir að ég fór á mótið Ekvitana í Þýskalandi árið 1985. Eftir það treysti ég mér til að leggja í þetta. Kannski hefði það ekki verið gert annars. Og ég get bætt því við, að það hafa margir sagt við mig, ekki síst þeir sem búa í þéttbýli, að eftir að hafa séð reiðsýningu í Reiðhöll- inni sæju þeir íslenska hestinn al- veg í nýju ljósi. Hesturinn hefir þjónað miklu hlutverki í þjóðar- sögunni. Því hlutverki má kalla lokið að vera samgöngutæki eða vinnudýr. En hann er svo fjölhæf- ur að þó einu hlutverki sé lokið tekur annað við. Frh. á bls. 825 Málin rædd. Nœst á myndinni f.v. Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri, Steinþór Gestsson, fyrrverandi formaður. Landssambands hestamanna og Leópold Jóhanns- son, gjaldkeri Félags hrossabœnda. Hestamenn rœðast við. F. v.: Reykjafeðgar Guðmundur Jónsson og Jón Guðmunds- son og Grímur Gíslason frá Saurbœ í Vatnsdal. Okkur hefur lánast að koma upp verðmætri byggingu á hag- stæðu verði. Hvað hefur hún kostað ? — Byggingin hefur til þessa kost- að rúmar 60 milljónir, sem ekki er mikið fyrir svona stórt hús. Margir hafa verið velviljaðir þessari framkvæmd og sýnt henni áhuga, og mörgum var metnað- armál að koma reiðhöllinni upp fyrir landbúnaðarsýninguna 1987. Verktakar ? — Verktakar eru þrír til fjórir aðilar. Sá stærsti er Friðgeir Sörla- son, sem hefur unnið yfirbygg- ingu. Húsið er reist úr límtrésbog- um, en ytra þak og ytra byrði er sænskt. Reiðhöllin var opnuð til notk- unar með reiðsýningu 10. júlí 828 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.