Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 22

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 22
Minkabúið í næsta mánuði, nóvember Lausleg þýðing á grein eftir K. Hovgaard Nielsen. Greinin 10, 1986. Almenn hirðing. Til þess að góður árangur náist þurfa fjölmargir þættir að vera í lagi. Bregðist einhver hlekkur verður árangurinn aldrei fullkominn. Grundvöllur þess að minkarækt skili hámarksárangri er að eftirfar- andi atriði séu öll í lagi. 1. Pörun. 2. Fóðrun. 3. Umhirða. 4. Húsið — búrin. 5. Þrifnaður—aðbúnaður. 6. Flokkun (val lífdýra). 7. Pelsun. Framfarir í minkarækt byggist á því að framangreind atriði séu stöðugt undir smásjá. Á síðustu árum hafa orðið fram- farir í pörun, fóðrun og hirðingu. Eftir að allir bændur hófu að nota pörunarkerfið 1+9 hafa ekki komið upp vandamál á því sviði. Fóðrun er einnig komin í gott horf. Dýrin hafa stækkað síðustu ár. Hirðingu dýranna fleygir einnig fram. Innréttingar í húsum eru góðar. í venjulegum búrum fyrir tvo hvolpa (90x30 cm) virð- ist vera nægilegt rými fyrir bæði dýrin — meira en gerist í mörgum öðrum búgreinum. Að sönnu er ennþá alltof mikið um bitin skinn en það er einkum vegna þess að menn hafa of mörg dýr saman í búri og of lítið hey í hreiðrinu. Of víða er illa að flokkun og skinnaverkun staðið. Þetta sést á skinnunum sem koma á uppboð. Þetta er slæmt því að með lagfær- ingum á þessu tvennu má bæta afkomuna mikið. Kynbætur. Til að minnka flokkunarvinnuna er nauðsynlegt að vera búinn að merkja við þau dýr sem koma ekki til greina sem ásetningsdýr. Þessi flokkun á að vera í gangi frá goti og yfir allan vaxtartímann. Lífdýr þurfa að uppfylla eftir- farandi skilyrði til að vera nothæf í áframhaldandi ræktun: 1. Fullorðnir högnar: Hafi átt að meðaltali 6 hvolpa á paraða læðu. 2. Læður: Eins árs læður hafi átt minnst 4 hvolpa og 2—3 ára læður minnst 5 hvolpa. 3. Seint fædda hvolpa (eftir 5.— 8 maí) skal felda. 4. Frjósemi: Notið frjósemis- einkunnina við val bæði á högnum og læðum. 5. Læður sem hafa mjólkað illa skal felda — einnig afkom- endur þeirra. birtist í Dansk Pelsdyravl nr. 6. Einnig skal taka tillit til vaxtar og þrifa hvolpanna. Flokkun (val lífdýra). Eigi framfarir að halda áfram í minkaræktinni — og það hlýtur að vera markmiðið — er nauðsynlegt að flokka dýrin en valið er endan- lega til lífs. Leggja þarf áherslu á þá þætti sem verðmætastir eru. 1. Stærð hefur mikil áhrif á skinnaverð. Þeir þættir sem mest áhrif hafa á stærð eru: Erfðir, fóðrun og hirðing. Ásetningshögnar eiga ekki að vera léttari en 2200 g. 2. Skinngæði hafa einnig mikil áhrif á skinaverð. Feldurinn er samsettur úr þeli og vind- hárum. Þelið á að vera þétt, Mynd 1. Forflokkun (búrflokkun) er unnt að hefja í byrjun nóvember. Fáið dýrin til að rísa upp á endann í búrinu t.d. með því að draga bursta eftir búrunum aftanverðum. Við þessar aðstæður má sjá: 1) Horuð, grönn og of lítil dýr, 2) Hvíta bletti á skrokk, 3) Votmaga (dárlig bug = rauður, Ijós og mislitur kviður), 4) Skinnagalla (málmgljáa hjá svartmink og flekki hjá pastel) og 5) Ljósa gangþófa. 830 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.