Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 24

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 24
BU ’87 var sterkur leikur í stöðunni Gunnar Bjamason, hönnuður BÚ ’87 í viðtali um landbúnaðarsýninguna. Gunnar Bjarnason, leikmyndateiknari var hönnuður hinnar miklu landbúnaðarsýning- ar BU’87, þ.e. hann skipulagði sýninguna. Snemma í vor gerði hann líkan af Reiðhöllinni í réttum hlutföllum og annað af anddyri hennar. Á líkaninu sýndi hann deildir þær og reiti sem skyldu vera á sýning- unni. Var því hverjum og einum sýnanda nokkuð auðvelt að gera sér í hugarlund fyrirfram hvernig hlutunum skyldi fyrirkomið. Gunnar er ættaður af Vestfjörð- um og ólst upp í sveit fram undir fermingaraldur. Það dylst heldur engum sem kynnist honum að hann hefur sterkar taugar til sveita og sveitalífs. Gunnar menntaði sig í listgrein sinni í Svíþjóð og vann við hana hjá Þjóðleikhúsinu í yfir tuttugu ár, en síðan sneri hann sér að því að skipuleggja og hanna sýningar. Gunnar er einn af þeim mönnum sem gott er að vinna með, enda er sá eiginleiki bráðnauðsynlegur fyrir mann í hans starfi. Freyr ræddi við Gunnar Bjarna- son um landbúnaðarsýninguna í sumar og hvernig honum hefði fundist að setja þessa fyrstu sýn- ingu í Reiðhöllinni upp. Reiðhöllin er gott sýningarhús. Mér þótti afar ánægjulegt að tak- ast á við það verkefni í þessu glæsilega húsnæði, sagði Gunnar. Reiðhöllin í Víðidal er sérstak- lega vel fallin til sýningarhalds þar sem sýningarrými innan dyra er í einum sal og því þægilegt að haga hönnun þannig að auðvelt sé að skoða sýninguna og engum sýn- Gunnar Bjarnason. anda sé mismunað hvað staðsetn- ingu sýningarbása varðar. Einnig er það grundvallaratriði þegar setja á upp landbúnaðarsýn- ingu sem þessa að nægjanlegt at- hafnasvæði sé utan dyra fyrir þá þætti landbúnaðarins sem kynna á úti við. Slík aðstaða er óvenju góð við Reiðhöllina í Víðidal og verð- ur enn betri þegar fullnaðarfrá- gangi er lokið á lóð hennar. Sýningin var glæsilegt framtak Spurningu um hvað hann vildi segja um landbúnaðarsýninguna svaraði Gunnar: í heild fannst mér sýningin stór- glæsilegt framtak bændasamtak- anna á þessum merku tímamótum í sögu þeirra. Allir aðilar, sýnendur og stjórn- endur lögðust á eitt til að gera sitt besta og tel ég að sýningin hafi borið þess vitni. Þarna mátti sjá mörg talandi tímanna tákn um íslenskan landbúnað svo sem helstu nýjungar í hinum ýmsu bú- greinum og raunar allt það helsta sem að íslenskum landbúnaði lýtur. En það sem mér þótti kannski hvað eftirtektarverðast var gríðar- legt úrval afurða frá hinum hefð- bundnu búgreinum og hve vöru- þróun íslenskra landbúnaðar- afurða er í miklum vexti. Um fyrri sýningar sem hann hafði hannað sagði Gunnar: Ég er leikmyndateiknari að mennt og starfaði við þjóðleikhúsið á árun- um 1953—1974 við listgrein mína, en frá árinu 1974 hef ég unnið við margskonar hönnunarstörf á eigin stofu. Ég hef hannað yfir 40 sýn- ingar stórar og smáar á höfuð- borgarsvæðinu og úti á landi. Fyrsta stóra sýningin sem ég sá um heildarhönnun á var sýning á Sauðárkróki í tilefni 100 ára afmælis staðarins árið 1970. Aðrar viðamiklar sýningar sem ég hef hannað eru iðnsýningarnar í Reykjavík 1977 og 1983, frí- merkjasýningin Nordía ’83, bú- vörusýningin BÚ ’84 og nú síðast sú stærsta þeirra, BÚ ’87. 832 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.