Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 25

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 25
Hvemig fannst þér almenningur taka sýningunni ? Viðtökur almennings fundust mér afar góðar og ég er sannfærður um að sýning sem þessi á mikinn þátt í að eyða vissri tortryggni sem gætir meðal fólks vegna vanhugsaðs áróðurs einstakra aðila gegn land- búnaðinum og bændastéttinni. Landbúnaðarsýningin færir mönnum heim sanninn um það hversu lífsnauðsynlegur landbún- aðurinn er og verður sjálfstæðri þjóð. Dræmur áhugi fjölmiðla Hvað viltu að lokum segja um áhuga fjölmiðla á landbúnaðar- sýningunni ? Þegar litið er til þess hverra tímamóta bændasamtökin voru að minnast og þess hvflíkur horn- steinn öflugur landbúnaður er hverri þjóð þá verður það að segjast eins og er að landbúnaðar- sýningin BÚ ’87 fékk skammar- lega dræmar undirtektir fjölmiðla. Öll dagblöðin skiluðu samanlagt sem svarar níu blaðsíðna umfjöll- un um sýninguna fyrir opnun hennar og á meðan hún stóð yfir og það er minna en íþróttir fá í Morgunblaðinu eða DV um helg- ar svo dæmi sé tekið. Yfirleitt skrifuðu blöðin mál- efnalega og jákvætt um sýninguna með litlum undantekningum. En kanski þarf engan að undra daufar undirtektir fjölmiðla þegar haft er í huga hversu skefjalaus áróður er hafður í frammi gegn bændum á sama tíma og íslenskur landbúnað- Hertar kröfur Frh. af bls. 834. að gerð er krafa um að þær verði búnar “.. öryggisgrind eða velti- boga sem Vinnueftirlit ríkisins viðurkennir.“ Hér skal ennfremur á það minnt að óheimilt er að fela unglingum innan 16 ára aldurs stjórn þeirra véla sem undanþáguákvæðin gilda um. Loks ber að geta þess að heimilt er að nota vélar sem uppfylla ekki Tarfurinn Spori frá Miðkoti í Vestur-Landeyjum var sýndur á BÚ87. ur gengur í gegnum viðkvæmt breytinga og þróunarskeið og þarf framar öllu á málefnalegri um- ræðu að halda sem byggð er á þekkingu og jákvæðu hugarfari. áðurnefnd skilyrði sem drifkraft og innanhúss við sérstök skilyrði eins og vikið er að í 48. gr. reglu- gerðarinnar. Skammur frestur Vinnueftirlit ríkisins væntir góðs samstarfs við bændur hér eftir sem hingað til — og væntir þess að sú framkvæmd umræddra ákvæða reglugerðarinnar gangi fljótt og vel fyrir sig. Með því eflum við þær slysavarnir sem brýnast er að koma upp við landbúnaðarstörf. En landbúnaðarsýningin var sterkur leikur í stöðunni og í sam- ræmi við það að sóknin er besta vörnin, sagði Gunnar Bjarnason að lokum. J J D Stórfelld framlög til vestur-þýskra bænda. Ríkisframlög til vestur-þýskra fjallabænda námu næstum 30 milljörðum íslenskra króna á sl. ári. Um 216.000 bændur hlutu þessi beinu framlög, sem voru að meðaltali um átta prósent af nettótekjum þeirra. Freyr 833

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.