Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 27

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 27
A fundi Framleiðsluráðs landbúnaðarins hinn 30. september gerðist m.a. þetta: Reglugerð um framleiðslu sauðfjárafurða verðlagsárið 1988/1989. Kynnt var ný reglugerð nr. 443/ 1987 um framleiðslu sauðfjára- furða verðlagsárið 1988/1989. Þar kemur fram að fullvirðisréttur einstakra framleiðenda skal á því verðlagsári vera hinn sami og á yfirstandandi verðlagsári með ör- fáum undantekningum. Meðal undantekninganna er sú nýjung að Framieiðsluráði er heimilt að taka frá óskiptum fullvirðisrétti hvers búmarkssvæðis ákveðinn hundraðshluta til sérstakrar út- hlutunar. Þessi hluti er breytilegur eftir búmarkssvæðum, 0,3%, 0,6% og 0,9%, og er skiptingin í samræmi við tillögur í álitsgerð um sauðfjárrækt sem út kom fyrr á þessu ári, þannig að 0,3% eru tekin af svæðum þar sem sauðfjár- rækt skal vera aðalbúgrein og 0,9% þar sem sauðfjárrækt á að hafa minnst vægi. Kynnt var skýrsla um hlutfalls- lega skiptingu fullvirðisréttar til framleiðslu mjólkur og sauðfjár- afurða í einstökum búmarkssvæð- um. Skýrslan fylgir hér með. Einnig voru kynntir útreikningar á því hvað hvert búmarkssvæði á að láta af hendi mikinn fullvirðisrétt samkvæmt áðurgreindum ákvæð- um nýju reglugerðarinnar, séu þau notuð að fullu. Sú tafla fylgir hér einnig með. Miklar umræður urðu um þetta mál og var ákveðið að Fram- leiðsluráð nýtti sér að fullu áður- nefnda heimild nýrrar reglu- gerðar. Saituiingur Landssamtaka sláturleyfishafa og Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins. Lagður var fram til kynningar samningur Landssamtaka slátur- leyfishafa og Framleiðsluráðs um Full nýting heimildar skv. 3. gr. og reglugerðar nr. 443/1987 án tillits til uppkaupa Framleiðnisjóðs. ærg. Gullbr,-og Kjósars...... 56.4 Borgarfjörður............. 200.4 Mýrasýsla .............. 201.1 Snæfellsnessýsla ......... 141,2 Dalasýsla.................. 93,6 A-Barðastrandasýsla .... 29,7 V-Barðastrandasýsla .... 15.8 V-ísafjarðarsýsla ......... 33.8 N-ísafjarðarsýsla ......... 31,2 Strandasýsla .............. 86,9 V.-Húnavatnssýsla....... 114.1 A.-Húnavatnssýsla ........ 230.4 Skagafjörður.............. 272.0 Eyjafjörður............... 399.1 S-þingeyjarsýsIa ......... 294.8 N-þingeyjarsýsla .......... 86,7 Vopnafjörður ............. .38,7 Hérað .................... 161,3 Norðfjörður ................ 6,4 Djúpavogssvæðið......... 44,8 A-Skaftafellssýsla ....... 130,1 V-Skaftafellssýsla...... 197,9 Rangárvallasýsla ......... 424,2 Árnessýsla................ 401,3 Alls3 691,9 meðferð sláturafurða á yfirstand- andi verðlagsári. Einnig var kynnt reglugerð nr. 433/1987 frá 17. september sl. um heimtöku kjöts. Samkvæmt samningnum og reglu- gerðinni skal Framleiðsluráð reikna út hve mikið kjöt hver framleiðandi má taka út úr slátur- húsi til eigin nota. Útreikningum þessum er lokið en endurskoðun vegna hugsanlegra villna í þeim er ólokið. Samkvæmt samningi Landssam- taka sláturleyfishafa og Fram- leiðsluráðs á Framleiðsluráð að skipa einn mann í matsnefnd til að meta aukakostnað við verkun kjöts til útflutnings og gera til- lögur til ráðherra um fé sem veitt verður í því skyni. Gunnar Guð- bjartsson var tilnefndur í nefndina af hálfu Framleiðsluráðs en auk þess tilnefna Landssamtök slátur- leyfishafa og landbúnaðarráðu- neytið sinn manninn hvor í nefndina. Uppgjör á kjöti sem Framleiðnisjóður hefur greiðsluskyldu á. Fjallað var um uppgjör á kinda- kjöti frá árinu 1986 sem Fram- leiðnisjóður hefur greiðsluskyldu á, þ.á m. kjöt sem flutt var út til Japan. Mikið verk er að gera þetta kjöt upp við sláturleyfishafa. Heildarupphæðin er ekki alveg komin á hreint og Framleiðnisjóð- ur hefur ekki haft fé til að greiða kjötið að fullu. Sjóðurinn hefur heldur ekki haft fé til að greiða nautgripakjöt sem fór í refafóður í ágúst en upphæðin sem hann á að greiða fyrir það Iiggur fyrir. Sama gildir um greiðslu fyrir slátrun smákálfa (svokölluð kálfaverðlaun) í apríl til júlí á þessu ári. Fjárskortur hefur staðið í vegi þess að greiðsl- urnar væru inntar af hendi. Greiðsla fyrir fækkun fjár. Fyrirspurnir hafa borist frá bænd- um um það hvort greitt verði fyrir fækkun fjár í haust til að aðlagast full virðisrétti. Upplýst var að Framkvæmdanefnd búvörusamn- inga gerði eftirfarandi bókun um þetta mál hinn 25. september sl.: „Framleiðnisjóður landbúnað- arins mun bjóða fækkunarsamn- inga í haust þar sem greiddar verða kr. 1 500 fyrir hverja full- orðna kind niður að fullvirðisrétti skv. nánari reglum er sjóðurinn setur. Vilji framleiðandi fækka Freyr 835

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.