Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 29

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 29
fækkunarsamninga fyrir fullorðn- ar kindur, en ríkissjóður mun ábyrgjast fullt verð fyrir innlagða dilka. Slíkt boð mun ekki verða veitt framar á samningstímanum.“ Þessi ákvörðun mun verða kynnt á væntanlegum fundum Framkvæmdanefndar og búnaðar- sambandsstjórna á næstunni. Flokkun kindakjöts, verðfeliing þess vegna fitu og sala þess. Fjallað var um hvernig unnt er að kanna réttmæti verðfellinga á feitu kjöti og hvernig bregðast á við því í kynbótastarfinu. Eftirfar- andi tillaga var samþykkt um málið: „Framleiðsluráð landbúnaðar- ins samþykkir að fá skipaðan fimm manna starfshóp til að taka til skoðunar dilkakjöt, sem feilt er í kjötmati vegna of mikillar fitu. Starfshópurinn taki sérstaklega til skoðunar hvort treysta megi nákvæmni mælinga kjötmats- manna á fituþykkt skv. ákvæðum reglugerðar. Flvort munur geti verið eftir stærð skrokka og/eða munur eftir því hvort kjötið er mælt blautt eða full kælt. Þá verði lagt mat á hver verðfelling væri eðlileg bæði til bænda og í heild- sölu miðað við rýrnun við fitu- hreinsun og vinnu við að fjarlægja fituna. Æskilegt væri að hópurinn gerði athugun á mismunandi eigi- nleikum einstakra fjárstofna í þessu efni og gerði tillögu um hvernig breyta ætti kynbótastarfi og ræktun sauðfjár með hliðsjón af mismunandi erfðaeiginleikum þess til fitusöfnunar. Framleiðsluráð fer fram á að eftirtaldir aðilar tilnefni menn í starfshópinn: Búnaðarfélag íslands, Rannsóknarstofnun landbúnað- arins, Landssamtök sauðfjárbænda, Landssamtök sláturleyfishafa, og sjálft mun Framleiðsluráð skipa einn mann. Verði af skipan hópsins er ósk- að eftir að hann fái til samstarfs fulltrúa frá Búvörudeild SÍS. og Sláturfélagi Suðurlands varðandi nýtingu kjötsins og við mat á vinnu við snyrtingu þess og hvaða verðmunur sé eðlilegur og sann- gjarn.“ Uppgjör mjólkur fyrir verðlagsáriö 1986/’87. Jón Viðar Jónmundsson hefur annast uppgjör á mjólk til fram- leiðenda fyrir verðlagsárið 1986/ 87. Samkvæmt því eru 2 833 þús- und lítrar umfram fullvirðisrétt. Innheimta þarf kr. 82,6 milljónir í verðmiðlunargjöld hjá mjólkur- samlögunum vegna útflutnings á mjólkurvörum úr umframmjólk. Bændur fá hins vegar ekkert greitt fyrir umframmjólkina. Líflambaverð 1987 Samþykkt var að verð líflamba hækki frá haustinu 1986 um þá hlutfallshækkun sem orðið hefur á verðlagsgrundvelli sauðfjár á milli hausta. Verið var kr. 95,00 á kg lifandi vigtar haustið 1986 og verður nú kr. 123,00 á kg. Starf framkvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Eftirfarandi tillaga framkvæmda- nefndar var samþykkt með at- kvæðum allra Framleiðsluráðs- manna: „Framkvæmdanefnd Fram- leiðsluráðs leggur til að Gísli Karlsson, búnaðarhagfræðingur, verði ráðinn framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs frá 1. jan. 1988. Nefndin leggur til við Fram- leiðsluráð að henni verði falið að ganga frá ráðningar- og starfs- samningi við Gísla." Drög að reglugerð um merkingu matvæla. Borist hefði erindi frá Hollustu- vernd ríkisins þar sem óskað var eftir umsögn um drög að reglu- gerð um merkingu neytenda- umbúða fyrir matvæli o.fl. Ákveðið var að leita eftir sam- starfi við sölufélög landbúnaðar- ins um sameiginlega umsögn við erindi Hollustuverndar. Aukaúthlutun á fullvirðisrétti til mjólkurframleiðslu verðlagsárið 1986/’87. Eftirfarandi bréf frá Framleiðni- sjóði landbúnaðarins var lagt fyrir fundinn: „Stjórn Framleiðnisjóðs land- búnaðarins hefur samþykkt að greiða bændum í Norðfirði og á svæði Mjólkursamlagsins á Djúpavogi andvirði 50 000 lítra mjólkur, sem lögð var inn verð- lagsárið 1986/1987 umfram full- virðisrétt. Greitt verður grund- vallarverð til framleiðenda á ágústverði. Skiptist þessi framleiðsla þannig: Norðfjörður: Iítrar Höfðabrekka ................ 870 Neðri-Skálateigur .. 900 Orrastaðir............... 11 310 Skorrastaðir III .... 11 310 Skuggahlíð ............... 2 600 Samtals 27 000 Svæði Mjólkursamlagsins á Djúpavogi: Ásgarður.................... 870 Engihlíð.................... 522 Fellsás .................. 8 700 Gilsárstekkur .............. 522 Hlíðarendi................ 2 610 Hvannabrekka ............... 870 Melshorn.................. 1 393 Núpar .................... 1 423 Þvottá ................... 6 090 Samtals 23 000 Það skal tekið fram, að þessi ákvörðun hefur engin áhrif á fullvirðisrétt þessara framleiðenda á þessu verðlagsári fyrir tilstuðlan sjóðsins.“ Stjórn á eggjaframleiðslu. Borist hafði bréf frá nokkrum eggjaframleiðendum, undirrituð af Jónasi Halldórssyni í Svein- bjarnargerði þar sem óskað er eftir að Framleiðsluráð skipi Freyr 837

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.