Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 30

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 30
nefnd til að vinna að skipu- lagsmálum eggjaframleiðenda. Eftirfarandi ályktun var gerð um málið: „Út af erindi Jónasar Halldórs- sonar, samþykkir Framleiðsluráð landbúnaðarins að skipa þriggja manna starfshóp til að kanna grundvöll að því að taka upp bú- mark og stjórn á eggjaframleiðslu á næsta ári. Starfshópurinn skili tilhögum sínum um þetta efni fyrir 1. des. nk. Tilefndir eru í starfshópinn: Jónas Halldórsson (Sveinbjarn- argerði), Sigurður Sigurðsson (Nesbú), og Guðmundur Jónsson (Reykjum).“ Framleiðsla og sala mjólkur og mjólkurvara. Innlögð mjólk á verðlagsárinu 1. sept. 1986 til 31. ágúst 1987 var 108 216 þúsund lítrar sem er 3 353,6 þúsund lítrum eða 3,00% minna en verðlagsárið á undan. Meðalnýting fullvirðisréttar á verðlagsárinu var 102,67%. Seld mjólk á verðlagsárinu var 45 958 þúsund lítrar sem er um 60 þúsund lítrum eða 0,13% meira en árið áður. Sala á rjóma og skyldum vörum var 1 909,4 þúsund lítrar og jókst um 118 þúsund lítra eða 6,58% frá fyrra verðlagsári. Sala á mjólkurostum varð 2 061,4 tonn og jókst um 216,7 tonn eða 11,75% frá fyrra verð- lagsári. Sala á mysuostum varð 74,5 tonn og dróst saman um 5,02% en sala á bræddum ostum og kotasælu varð 337 tonn og jókst um 22,8 tonn eða 7,27% frá fyrra verðlagsári. Alls varð sala á ostum á verðlagsárinu 2 473 tonn og jókst um 235,5 tonn eða 10,53% frá fyrra ári. Útflutningur á ostum og öðrum mjólkurvörum á verðlagsárinu var 1 194 tonn en var 2 104 tonn árið áður. Munar þar mestu að útflutn- ingur nýmjólkur- og undanrennu- mjöls var enginn á verðlagsárinu 1986/’87 en 725 tonn árið áður. Heildar innanlandsneysla á mjólk og mjólkurafurðum um- reiknuðum í mjólk á verðlagsárinu 1986/’87 var 101 593 þús. lítrar. Gestur á fundinum. Hér á landi var á ferð Glenn Flaten formaður Alþjóðasam- bands búvöruframleiðenda, IFAP, en hann er bóndi í Sasc- hatchewan-fylki í Kanada og er af norskum ættum. Hann kom á fund Framleiðsluráðs og veitti margvíslegar upplýsingar um framleiðslu búvara í heiminum og svaraði fyrirspurnum. Tilkynning til sauð- fjárframleiðenda Að gefnu tilefni vekur landbúnað- arráðuneytið athygli sauðfjár- framleiðenda á eftirfarandi ákvæðum reglugerðar nr. 433 frá 17. september 1987: 1. Framleiðandi á lögbýli sem hefur fullvirðisrétt getur tekið allt að 60 kg af ófrystu kjöti auk sláturs út úr afurðastöð af eigin framleiðslu fyrir hvern heimilis- mann, sem hafði þar lögheimili 1. desember 1986 skv. þjóðskrá. 2. Framleiðandi utan lögbýlis sem hefur fullvirðisrétt getur tekið allt að 60 kg af ófrystu kjöti auk sláturs af eigin framleiðslu út úr afurðastöð. 3. Taki framleiðandi út meira magn úr afurðastöð en um getur í 1. og 2. tölulið skerðist fullvirðis- réttur hans um tilsvarandi magn. 4. Heimild til þess að taka út kjöt án þess að það skerði fullvirðisrétt viðkomandi, fellur niður slátri framleiðandi utan afurðastöðvar. 5. Brot á ákvæðum reglugerðar Hákon Sigurgrímsson, fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda, varð fimmtugur 15. ágúst sl. í boði sem hann hélt færði Guðmundur Ingi Kristjánsson, stjórnarmaður í Stéttarsamband- Það er skyldugt þökk að rétta þér með pennastriki í dag. Bóndans viltu lífskjör létta leita uppi hitt og þetta til að bæta búmannshag. Eftirbátar verða varla Vestfirðir á slíkri stund. Þessar myndir fjöru og fjalla fá að þakka leiðsögn alla, marga grein og margan fund. nr. 433/1987 varðar refsingu skv. 59. gr. laga nr. 46 27. júní 1985. Landbúnaðarráðuneytið, 29. september. inu, honum að gjöf dagatal með vestfirskum myndum sem gefið er út af fyrirtækinu Iceland Review. Jafnframt flutti Guðmundur hon- um eftirfarandi afmælisjóð: Veðurbarinn búmannsandi ber þér hrós sem fölnar ei. Jafnvel heima á Laugarlandi lofstír þinn ég held að standi, hvað sem er að finna í Frey. Sinntu enn um áratugi okkar stétt í Bændahöll. Tímans rás á ferð og flugi framsókn þína hvergi bugi. Verði farsæl verk þín öll. Afmæliskveðja 838 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.