Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 9

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 9
Leirhöfn í Presthólahreppi. eru u.þ.b. 1000 ferkílómetrar sæmilega grónir. Á þessu skrölta núna eitthvað á þriðja þúsund vetrarfóðraðar kindur og hefur mikið fækkað frá því t.d. um 1940. Þú hefur alllengi haft Grænlendinga í verknámi og vinnu. Viltu segja mér af reynslu þinni af því? Mér hefur líkað mjög vel við þessa stráka. Sá níundi er núna og þeir hafa yfirleitt reynst mér vel. Það hafa undantekningalítið verið menn sem hægt hefur verið að treysta að gera það sem maður biður þá. Telur þú þá ekki líka að þeir hafi lært hér ýmislegt? Það er ég auðvitað enginn mað- ur að dæma um. Hér er þó að vissu marki það búskaparlag sem bíður þeirra heima. Þó hefur hér á síðari árum verið fóðrað mest á gjöf yfir veturinn en heima hafa þeir ekki úr miklu heyi að moða heldur beita fénu eftir því sem unnt er. Annars ganga þeir inn í öll verk hér á öllum árstímum og hafa yfirleitt verið tilbúnir til þess. Helgi Kristjánsson í Leirhöfn var mikill bókasajnari og bókbindari. Hann gaf Norður- Pingeyjarsýslu bókasafn sitl og er það uppistaða í Bókasafni Norður-Pingeyinga sem er tii húsa í gamla Núpasveitarskólahúsinu í landi Snartarstaða. Freyr 857

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.